Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 45

Húnavaka - 01.05.1965, Side 45
HÚNAVAKA 43 ina við að steypa fjárhúsin og hlöðuna í Víkum, gekk það vel og reyndist hræran ágæt; Síðan voru gerðar smávægilegar umbætur á vélinni. Finnur smíðaði einnig þrjár steypubörur úr járni til notk- unar með vélinni. Vélin hefur verið notuð við byggingu á fjósi og hlöðu á Hrauni og hlöðum á Hofi og Tjörn. Þá hefur Finnur smíðað súgþurrkunartæki fyrir fjóshlöðu í Vík- um er tekur 200 hesta. Súgþurrkunarblásarinn er úr þykku blikki á heygrind. Drifið við blásarann er gömul Bolindervél 6—7 hestöfl og er glóðarhausvél. Mun hún í upphafi vega sinna hafa verið báts- vél í Kálfshamarsvík, en síðan flutzt til Hólmavíkur og verið notuð við rafstöð þar. Vélin fluttist svo aftur austur yfir flóann til Höfða- kaupstaðar og hafnaði að síðustu í Víkum. Kælivatn þessarar vélar er notað til að hita loftið í blásaranum, en hann sogar loft í gegnum hitaspíral úr eirrörum, sem beygð eru fram og til baka fyrir sogop blásarans. Hefur þetta súgþurrkunar- kerfi reynzt vel. Gamalt máltæki úr búandmáli segir: „Hollur er heimafenginn baggi,“ og svo má segja um þá hluti, er að framan greinir. Það má

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.