Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 47

Húnavaka - 01.05.1965, Side 47
SNORRI ARNFINNSSON: Gömul minning Það var eitt af þessum yndislegu miðsumarkvöldum við ísafjarð- ardjúp. Sólin var gengin langt til vesturs og stafaði geislum í logn- kyrru fjarðardjúpinu. Ærnar voru að renna heim á stöðul, það var hætt að sitja hjá þeim en venjulega komu þær allar með tölu heim á kvöldin. Eg rölti í hægðum mínum heim á bólið að kvía ærnar, en nú bar nokkuð nýrra við 26 vantaði. Ég var ekkert uppnæmur fyrir þessu, þóttist vita hvert ánna væri að leita og ekki mundi taka langan tíma að finna þær. Þetta fór þó á annan veg, ég kom heim þegar langt var liðið á óttu og hafði hvergi fundið ærnar. Við rismál næsta dag, er sól roðaði fjöllin vest- an Djúpsins, en skuggamyndir dró um Langadal og á austurströnd, hóf ég að nýju leit að hinum týndu sauðum. Kvöldið áður taldi ég mig hafa fengið fyrir því fulla vissu, að ánna væri ekki að leita á heimaslóðum, stefndi ég því til heiða en hafði nú hest, svo ég þurfti ekki að óttast það að verða göngulúinn. Veður var enn þá fagurt, við mér brostu grösugir dalir og grænar hlíðar. Fell og hæðir teygðu sig móti blátærum himni og spegluðu sig í kyrru djúpi hafs og vatna. Að baki þessarar töframyndar fannst mér að búa mundi leyndardómur hins fjarlæga heims, sem mér út- skagadrengnum, var enn þá ókunnur. Döggin glitraði á stráunum, þrösturinn kúrði kyrrlátur á bjarkargrein, kindurnar lágu makinda- lega undir hólbarði, hrossin voru að rísa á fætur, teygðu rennilegan búkinn, sperrtu eyrun forvitnislega og slógu til taglinu. En skyndi- lega var sem lífsmáttur gróandans færðist í allt umhverfið. Sólin þerraði tárin af brá vallarins, fuglakliður fyllti loftið, lömbin hopp- uðu á eftir mæðrum sínum, sem nú tóku á rás til fjalla og folöldin

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.