Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 47

Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 47
SNORRI ARNFINNSSON: Gömul minning Það var eitt af þessum yndislegu miðsumarkvöldum við ísafjarð- ardjúp. Sólin var gengin langt til vesturs og stafaði geislum í logn- kyrru fjarðardjúpinu. Ærnar voru að renna heim á stöðul, það var hætt að sitja hjá þeim en venjulega komu þær allar með tölu heim á kvöldin. Eg rölti í hægðum mínum heim á bólið að kvía ærnar, en nú bar nokkuð nýrra við 26 vantaði. Ég var ekkert uppnæmur fyrir þessu, þóttist vita hvert ánna væri að leita og ekki mundi taka langan tíma að finna þær. Þetta fór þó á annan veg, ég kom heim þegar langt var liðið á óttu og hafði hvergi fundið ærnar. Við rismál næsta dag, er sól roðaði fjöllin vest- an Djúpsins, en skuggamyndir dró um Langadal og á austurströnd, hóf ég að nýju leit að hinum týndu sauðum. Kvöldið áður taldi ég mig hafa fengið fyrir því fulla vissu, að ánna væri ekki að leita á heimaslóðum, stefndi ég því til heiða en hafði nú hest, svo ég þurfti ekki að óttast það að verða göngulúinn. Veður var enn þá fagurt, við mér brostu grösugir dalir og grænar hlíðar. Fell og hæðir teygðu sig móti blátærum himni og spegluðu sig í kyrru djúpi hafs og vatna. Að baki þessarar töframyndar fannst mér að búa mundi leyndardómur hins fjarlæga heims, sem mér út- skagadrengnum, var enn þá ókunnur. Döggin glitraði á stráunum, þrösturinn kúrði kyrrlátur á bjarkargrein, kindurnar lágu makinda- lega undir hólbarði, hrossin voru að rísa á fætur, teygðu rennilegan búkinn, sperrtu eyrun forvitnislega og slógu til taglinu. En skyndi- lega var sem lífsmáttur gróandans færðist í allt umhverfið. Sólin þerraði tárin af brá vallarins, fuglakliður fyllti loftið, lömbin hopp- uðu á eftir mæðrum sínum, sem nú tóku á rás til fjalla og folöldin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.