Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Page 50

Húnavaka - 01.05.1965, Page 50
Skagaströnd Skagaströnd í skærum ljóina jrig skín á drottins náðarsól. Himnaraddir helgar óma á hafið stafar geislaflóð. Báran létt við sandinn syngur sama lagið enn á ný, og þá hljómar himinhringur af haföldunnar þunga gný. Hvar við stöndum, heyrum hljóminn hafsins, þetta kunna lag. Kveðnr hátt við undiróminn um aldir, fram á Jrennan dag. í hug vér sjáum háa falda hrannar þegar vindur hlær. Það hefur oftast gleymzt að gjalda gjafir Jn'nar, Jesú kær. Þar, sem hafsins bylgjur brotna byltast fram með reiðigný, bjargir vorar bráðast þrotna. í bæn til drottins óðar sný. Bjargaðu litlu farmanns fleyi fylgdu því að heimaströnd. Gef þeir ungu glatist eigi þeim gæfan fylgi um ókunn lönd. M. K.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.