Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Síða 52

Húnavaka - 01.05.1965, Síða 52
Skipið var þó ekki tilbúið þá, og varð af því nokkur töf. Skráning fór fram og fékk ég mína sjóferðabók. Þar var nákvæmlega tiltekið. livaða skammtur mér bæri fyrir hverja viku, af rúgbrauði (eða skips- brauði, sem aldrei sást um borð), smjöri, sent ekki var talið fáanlegt og makarín því látið koma í staðinn, og púðursykur út á grauta og í kaffi. Þá átti og að vera kjöt einu sinni eða tvisvar í viku, en það og annað, sem matreitt var sameiginlega, var í vörzlu kokksins. I fyrstu reyndist þó ekkert kjöt fáanlegt, að því er sagt var, en að lok- um var jtó grafinn upp bel juskrokkur, horaður og svo ólseigur, að skipsmenn kvörtuðu sáran og höfðu þó ekki ástæðu til að vera mat- vandir. Annars var jtað fiskur og aftur fiskur, sem átti að duga í all- ar máltíðir. Loks var allt tilbúið og lagt af stað upp úr hádegi út á Breiða- fjörð í þéttings stormi. Eg borðaði vel af hafragraut, með púður- sykri út á, áður en ég fór og þóttist fær í flestan sjó. Þetta gekk líka vel í byrjun. Ég var talsvert vanur á skíðum og fannst hreyfing skútunnar vera svipuð og hafði orð á því við skipstjórann, mann nokkuð við aldur, fáskiptinn en raungóðan karl. Hann samþykkti strax að þessi samlíking mundi vera nokkuð rétt hjá mér og um leið sá ég votta fyrir brosi á vörum karls, sem ekki kom ýkja oft fyrir, og ég fann að eitthvað mundi liggja á bak við þessi sakleysis- legu orð hans, sem ég gat ekki gert mér grein fyrir hvað væri, en þóttist skilja síðar. Hann vissi að ég hafði ekki áður á sjó komið, og vissi því einnig að samlíkingin milli skíða og skips, gæti orðið næsta hæpin. Sjóveiki hafði ég heyrt nefnda, en aldrei reynt. Hafði mér verið talin trú um að vel mætti standa hana af sér, ef menn streitt- ust á mó'ti af nægri viljafestu. Brátt fór ég að finna til óþæginda innan um mig og síðan ógleði, en ég hafði ásett mér að verða ekki sjóveikur og streittist á móti eins og getan leyfði. Þeirri baráttu lauk þó með fullum ósigri. Ég fékk slíka spennu, að ég næstum tókst á loft, Jægar óhappið skeði. Þar fór allur sæti hafragrauturinn. Síð- an hef ég ekki borðað sætan hafragraut. Skútunni miðaði út Breiðafjörð, en alltaf jókst veðrið, suðvestan hroði. Er ekki að orðlengja það, að við lentum þarna í hinu versta óveðri. Segl voru rifuð, svo sem mátti (þó ekki af mér, sem lá fár- veikur í minni koju) en það dugði ekki til, stórseglsvanturinn slitn- aði annars vegar og varð þá að fella seglið. Eftir 3 daga komst skipið loks inn á Dýrafjörð á fokku og afturseglsbleðli, án þess að nokkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.