Húnavaka - 01.05.1965, Qupperneq 52
Skipið var þó ekki tilbúið þá, og varð af því nokkur töf. Skráning
fór fram og fékk ég mína sjóferðabók. Þar var nákvæmlega tiltekið.
livaða skammtur mér bæri fyrir hverja viku, af rúgbrauði (eða skips-
brauði, sem aldrei sást um borð), smjöri, sent ekki var talið fáanlegt
og makarín því látið koma í staðinn, og púðursykur út á grauta og
í kaffi. Þá átti og að vera kjöt einu sinni eða tvisvar í viku, en það
og annað, sem matreitt var sameiginlega, var í vörzlu kokksins. I
fyrstu reyndist þó ekkert kjöt fáanlegt, að því er sagt var, en að lok-
um var jtó grafinn upp bel juskrokkur, horaður og svo ólseigur, að
skipsmenn kvörtuðu sáran og höfðu þó ekki ástæðu til að vera mat-
vandir. Annars var jtað fiskur og aftur fiskur, sem átti að duga í all-
ar máltíðir.
Loks var allt tilbúið og lagt af stað upp úr hádegi út á Breiða-
fjörð í þéttings stormi. Eg borðaði vel af hafragraut, með púður-
sykri út á, áður en ég fór og þóttist fær í flestan sjó. Þetta gekk líka
vel í byrjun. Ég var talsvert vanur á skíðum og fannst hreyfing
skútunnar vera svipuð og hafði orð á því við skipstjórann, mann
nokkuð við aldur, fáskiptinn en raungóðan karl. Hann samþykkti
strax að þessi samlíking mundi vera nokkuð rétt hjá mér og um
leið sá ég votta fyrir brosi á vörum karls, sem ekki kom ýkja oft
fyrir, og ég fann að eitthvað mundi liggja á bak við þessi sakleysis-
legu orð hans, sem ég gat ekki gert mér grein fyrir hvað væri, en
þóttist skilja síðar. Hann vissi að ég hafði ekki áður á sjó komið, og
vissi því einnig að samlíkingin milli skíða og skips, gæti orðið næsta
hæpin. Sjóveiki hafði ég heyrt nefnda, en aldrei reynt. Hafði mér
verið talin trú um að vel mætti standa hana af sér, ef menn streitt-
ust á mó'ti af nægri viljafestu. Brátt fór ég að finna til óþæginda
innan um mig og síðan ógleði, en ég hafði ásett mér að verða ekki
sjóveikur og streittist á móti eins og getan leyfði. Þeirri baráttu
lauk þó með fullum ósigri. Ég fékk slíka spennu, að ég næstum tókst
á loft, Jægar óhappið skeði. Þar fór allur sæti hafragrauturinn. Síð-
an hef ég ekki borðað sætan hafragraut.
Skútunni miðaði út Breiðafjörð, en alltaf jókst veðrið, suðvestan
hroði. Er ekki að orðlengja það, að við lentum þarna í hinu versta
óveðri. Segl voru rifuð, svo sem mátti (þó ekki af mér, sem lá fár-
veikur í minni koju) en það dugði ekki til, stórseglsvanturinn slitn-
aði annars vegar og varð þá að fella seglið. Eftir 3 daga komst skipið
loks inn á Dýrafjörð á fokku og afturseglsbleðli, án þess að nokkur