Húnavaka - 01.05.1965, Side 64
BJÖRGVIN GESTSSON:
Dalast.úlka fulltrúans
Hún var ung, talleg, full af fjöri og lífsorku, og elskaði lílið eins
og það bauðst henni. Hún var glettin og gustmikil ef svo bar und-
ir, en mild og blíð, þegar hún lét í ljós tilfinningar sínar við þá,
sem henni þótti vænt um eða elskaði. Hún var að norðan, úr Húna-
vatnssýslu, ættuð úr einum af þessum fallegu norðlægu dölum, þar
sem fjöllin brosa, lækirnir hjala og blómin kinka kolli til manns,
þegar gengið er framhjá þeim. Það er að segja, ef menn vilja taka
eftir því.
Nú var hún búin að vera gift fulltrúa í höfuðborginni okkar í
fimm ár, og enn hafði múgmennskunni við Faxaflóa ekki tekizt að
rispa perlu minninganna. Hún elskaði dalinn og svo auðvitað full-
trúann sinn, þó að hann sæti allan daginn á skrifstofunni eins og
andlaust merkikerti í hringavitleysu viðskiptalífsins. Fulltrúinn
liafði nú fengið smá vetrarfrí til þess að geðjast konunni sinni. Þau
ætluðu norður í þennan paradísarreit, eins og Adda Geirs orðaði
það. í raun og veru hét fulltrúafrúin Aðalheiður Geirsdóttir, en
samkvæmt hugsunarhætti líðandi stundar þótti hitt fínna. Tízkan
gerir oft bezta fólk að hégómlegum smáborgurum.
Frúin var að útrétta ýmislegt fyrir norðurferðina og ók liðugt í
litla Saab-bílnum niður Laugaveginn. Auðvitað átti fulltrúinn bíl.
Frúin ók frekar geyst niður Bankastræti, og malbikið var hált. Þeg-
ar hún kom neðst í Bankastræti kviknaði á rauðu ljósi, frúin heml-
aði, en bíllinn jók ferðina, snerist og stóð öfugur inn á miðju ljósa-
svæðinu. Umferðin var gífurleg, og það var sýnilegt, að hér yrði
slæmur umferðarhnútur. Lögregluþjónn kom lilaupandi, svifti upp
hurðinni og sagði:
„Jú, gat verið, kvenmaður við stýrið.“