Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 64

Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 64
BJÖRGVIN GESTSSON: Dalast.úlka fulltrúans Hún var ung, talleg, full af fjöri og lífsorku, og elskaði lílið eins og það bauðst henni. Hún var glettin og gustmikil ef svo bar und- ir, en mild og blíð, þegar hún lét í ljós tilfinningar sínar við þá, sem henni þótti vænt um eða elskaði. Hún var að norðan, úr Húna- vatnssýslu, ættuð úr einum af þessum fallegu norðlægu dölum, þar sem fjöllin brosa, lækirnir hjala og blómin kinka kolli til manns, þegar gengið er framhjá þeim. Það er að segja, ef menn vilja taka eftir því. Nú var hún búin að vera gift fulltrúa í höfuðborginni okkar í fimm ár, og enn hafði múgmennskunni við Faxaflóa ekki tekizt að rispa perlu minninganna. Hún elskaði dalinn og svo auðvitað full- trúann sinn, þó að hann sæti allan daginn á skrifstofunni eins og andlaust merkikerti í hringavitleysu viðskiptalífsins. Fulltrúinn liafði nú fengið smá vetrarfrí til þess að geðjast konunni sinni. Þau ætluðu norður í þennan paradísarreit, eins og Adda Geirs orðaði það. í raun og veru hét fulltrúafrúin Aðalheiður Geirsdóttir, en samkvæmt hugsunarhætti líðandi stundar þótti hitt fínna. Tízkan gerir oft bezta fólk að hégómlegum smáborgurum. Frúin var að útrétta ýmislegt fyrir norðurferðina og ók liðugt í litla Saab-bílnum niður Laugaveginn. Auðvitað átti fulltrúinn bíl. Frúin ók frekar geyst niður Bankastræti, og malbikið var hált. Þeg- ar hún kom neðst í Bankastræti kviknaði á rauðu ljósi, frúin heml- aði, en bíllinn jók ferðina, snerist og stóð öfugur inn á miðju ljósa- svæðinu. Umferðin var gífurleg, og það var sýnilegt, að hér yrði slæmur umferðarhnútur. Lögregluþjónn kom lilaupandi, svifti upp hurðinni og sagði: „Jú, gat verið, kvenmaður við stýrið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.