Húnavaka - 01.05.1965, Side 65
HÍJN AVAK A
Frúin hafði farið úr sambandi eitt augnablik, en þegar hún komst
í samband aftur, fór allt á fleygiferð. Nú var þörf á skjótum aðgerð-
um. Það mátti enginn vita, að. . . . Nei, það mátti enginn vita. Hún
heyrði að lögregluþjónninn spurði um ökuskírteinið. Adda Geirs
setti upp sitt blíðasta bros. Rödd hennar var stillt og fáguð.
„Þér sjáið, herra lögregluþjónn, að hér er að myndast ægilegur
umferðarhnútur, og nú er enginn tími til yfirheyrslu né skýrslu-
gerðar, og þar sem að ég sé ráð til að leysa umferðarhnútinn á
stundinni, þá bið ég yður að gjöra svo vel og loka hurðinni.“ Lög-
regluþjónninn horfði undrandi á stúlkuna og sagði. ,,En ég verð
að fá. . . .“ „Þér verðið að leysa hnútinn, og það á stundinni," greip
Adda Geirs fram í. Það merkilega skeði, að lögregluþjónninn lok-
aði hurðinni og hugsaði með sér, að bezt væri að sjá hvað hún gerði.
En hann hafði varla snúið sér við, þegar litla Saab-bílnum var gef-
ið ríflegt eldsneyti. Síðan krussaði hann á ljósasvæðinu, og þaut síð-
an suður Lækjargötu. Það raknaði úr umferðarhnútnum, en lög-
regluþjónninn stóð á gangstéttarhorninu og brosti. I raun og veru
hafði hún ekkert gert af sér, hugsaði hann með sjálfum sér.
Frúin var nú komin heim og búin að heilsa manni sínum á þann
hátt, sem góðir eiginmenn einir skilja. Hún hafði skýrt honum frá
viðskiptum sínum við lögregluþjóninn. En fulltrúinn hafði forboð-
ið henni, á kurteisan hátt, að snerta bílinn fyrr en hún væri búin
að taka próf. Hún hélt áfram að segja honum fréttir, og þar á
meðal, að það ætti að halda Húnavökuna á Blönduósi í næstu viku.
Hann spurði, hvort það væri ekki hundleiðinlegur staður þessi
Blönduós, og hvort það væri nokkur leið að vera þar deginum leng-
ur. Við þessar spurningar og athugasemdir, myndaðist Húnvetninga-
bros á vörum fulltrúafrúarinnar. Hún þagði dálitla stund, en hóf
síðan mál sitt. Það var í ræðuformi, en það er ekkert séreinkenni
kvenna um Húnaþing.
„Þetta er uppgangsstaður á öllum mögulegum sviðum. Þar eru
allar mögulegar stéttir þjóðfélagsins, að undanteknum söðlasmiðum
og skósmiðum, og ég held að þar séu engar snyrtistofur. Svo er þar
lúxus hótel, sem er stífur keppinautur hótel Sögu. Að minnsta
kosti hvað snertir starfsliðið. Ég veit ekki, hvort það hefur stór rúm
fyrir forseta. En reyndar hefur Hótel Saga það ekki heldur. Svo er
þar nýtt félagsheimili. Það er á heimsmælikvarða. Það má nú segja,
að þetta sé fyrirmyndar „þjóðfélags-afkimi“.“ Frúin tók sér nú mál-