Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 71

Húnavaka - 01.05.1965, Side 71
r*I Mývatnssveitar FF.RÐASAGA Fg sprett upp úr rúminu með andlælum. Mamma haíði komið í dyrnar og vakið mig. Ég ætlaði þó aldeilis að vakna af sjálfsdáðum þennan morgun, því í dag, 11. ágúst 1964, ætla ég í skemmtiferð með ungmennafélaginu ,,Húnar“ í Torfalækjarhreppi, norður í Mývatnssveit. Ég er búin að hlakka óskaplega mikið til þessa dags. En hvernig skyldi veðrið vera? (), drottinn minn dýri, það sést ekkert, bókstaflega ekkert l'yrir kolsvarta þoku. I>að á ekki úr að aka fyrir okkur. hegar Jretta sama ungmennafélag fór skemmtiferð í fyrrasmnar var ekki heldur bjart yfir. I>á var nú hvorki meira né minna en norðan bleytuhríð og alhvít fjöll ofan undir bæi, en samt rættist úr og varð reglulega gaman. Vonandi birtir þegar á daginn líður, það er leiðinlegt að fara skemmtiferð til að sjá sig um í kolsvarta þoku, — en nú Jrýðir ekki annað en drífa sig, klukkan er að verða hálf-sjö og bíllinn fer að koma. Mamma er búin að láta niður nesti í stóra tösku, auðvitað miklu meira en nokkur líkindi eru til að ég borði — en hún um það. Ég læt í veskið mitt, varalit, svolítið púður og kremdós. Hver veit hvað verður með í ferðinni af fólki, það sakar ekki að vera vel út buin. Klukkan rétt um átta eru allir farþegar komnir um borð, og far- skjótinn brunar upp I.angadalsveginn í áttina til fyrirheitna landsins. Það virðist vera góð stemming í liðinu, þrátt fyrir þokuna, enda eru þetta ekki ellilúnir farþegar. — Við erum þrjátíu og tvö, sem förum þessa ferð. Farkosturinn er glæsileg þrjátíu og sjö manna hópferðabifreið frá ,,Sleitustaðabræðrum“. Rílstjórinn er pínulítill

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.