Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 73

Húnavaka - 01.05.1965, Side 73
H Ú N A V A K A 71 ævinlega tekið lagið, þegar ekkert raarkvert var að sjá og var þá fararstjórinn betri en enginn. Bílstjórinn sagði okkur, að inikið væri ura drauga í Oxnadaln- um og væri aðalsamkomustaður þeirra á Gloppu, eyðibýli ofarlega í dalnum. I}ar kæmu þeir saman og dönsuðu liverja nótt, þar til dagur risi. A Moldhaugahálsinum ofan við Þelamörkina, livað Jón bílstjóri vera ýmislegt á ferli, er dimma tæki. Sagði hann okkur sögu af manni einum frá Akureyri, sem ætlaði til Dalvíkur um kvöld að haustlagi, og var einn í jeppabíl. Þegar hann kemur upp á hálsinn, sér hann að hermaður er kominn í framsætið. Verður honum illa við, stoppar og ætlar að hleypa þessum gesti út, en auðvitað er þá enginn í bílnum. Fer liann þá af stað aftur og er farþeginn þegar kominn í framsætið aftur. Ekur nú bílstjórinn alltaf hraðara og hraðara, en hinn situr sem fastast. Kemur þar, að sá er bílnum stýr- ir treystir sér ekki að hafa stjórn á sér lengur og beygir heim að Möðruvöllum, hverfur þá farjjeginn samstundis, en bílstjórinn baðst gistingar þar, treysti sér ekki að halda áfram til Dalvíkur fyrr en birti.

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.