Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 78
HÚNAVAKA
76
Börn kölluðu skelfd á föður og móður.
Kona í ókunnu landi fleygði frá sér greiðunni og hrópaði á guð.
En þá liond, sem lyft var til guðsins, greip óttinn og þrýsti að
kiildum vörum sér.
Fantastico.
Og gyðja skelfinganna sveif hjá.
Hús öldungsins felldi þi>k sín yfir kararmanninn og braut
stökk bein hans.
Blóð, féll úr loftinu, líkt og regn.
Blóð fyllti brunna borgarinnar.
Blóð streymdi úr vatnshönum og brunapóstum. Skelfingin
vakti okkur al' drunga sektarinnar.
Hún læddist upp úr kjallara hrunins húss.
Hún skein út úr gasljósi götunnar.
Hún sameinaðist stunum þungaðrar konu, sem hljóp villt út
í veglausan sortann.
Sortinn fylltist hljóðum-------
í yfirgefnu húsi, einhversstaðar úti í áttleysunni lék hitinn út-
fararsálm á hörpu, unz strengirnir brustu.
Aíilli sárrar hlustar og skrælnaðs barka bárust kvalavein, sem
týnt höfðu þögn sinni.
Bergmál flóttans gaf hvítum veggjum titrandi raddbönd.
Sortinn fylltist hljóðum, sem sögðu okkur að nú dansaði hel-
sprengjan, og orka tortímingarinnar hefði brotizt út úr höfðum
okkar.
Þegar sárir fætur mínir báru mig á flótta, hljóp tortímingin
á hæla mér.
Hún greip fyrir kverkar mínar og fleygði mér á götuna. Hún
tók mig og naut mín til fulls og hélt síðan áfram í leit sinni að þér.
Og er helsprengjan lauk dauðadansinum hafði hún fundið þig
og náð fullkomnun á brennheitri götunni.