Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Page 79

Húnavaka - 01.05.1965, Page 79
HÚNAVAKA 77 2. þdttur. Marciu fimebre. Þegar nótt blóðsins var liðin voru öll blómin dáin. Nývöknuð sól lýsti á gulbrúnan sand og sólbrunninn klett. Yfir þöglum vötn- um jarðarinnar svifu morgunrjóð ský. Jörðin var svívirt mey, sem hafði öðlazt sakleysi sitt á ný í hreinsunareldum næturinnar. Það féll snjór og regn. Vindþeyr og gjóstur. Kom kvöldroði og regnbogi. En veröldin naut ein nektar sinar og þögullar fegurðar. Enginn einyrki í djúpum dal reis þann morgunn árla úr rekkju og hóf að dýrka daginn með svita sínum. Enginn farsæll fiskimaður lagði þann morgun net sín í blágræn djúp fjarðarins. Vegfarendur allra vega höfðu náð áfangastað-----utan ein smámey, sem reikaði um strönd þá, sem nyrztu höf lemja brimi um vetur. En hún skynjaði ekki þá fegurð sem henni einni allra var gefið að sjá. Hún sneri baki við jöklinum, og rislitlar gárur léku um fætur hennar. Úti á brotinu braut báru og lengst í fjarskanum grét hafsaugað. Og þá hvíslaði hún, lágt og einkar þreytulega, líkt og til kvöld- skýjanna, sem svifu hjá: „Pabbi og mamma, hvað halið þið gert?“ STAKA Afbrot mín og auma vörn undir dóminn seldi. Löngum hafa lítil börn leikið sér að eldi. Bjarni.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.