Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 84

Húnavaka - 01.05.1965, Side 84
82 HÚNAVAKA Frá Sýslubókasafninu. I safninu eru skráðar 3570 bækur, auk óbundinna bóka, sem eru 150—200. Bækur á erlendum málum eru 513. Á árinu 1964 bættust við 650 bindi í safnið, þar af voru 262 bindi gefin safn- inu í einu lagi af tveimur Hún- vetningum í Reykjavík, sem ekki vilja láta nafns síns getið. A árinu 1964 fengu 1199 les- endur lánuð 3399 bindi í safn- inu. Mest lesnu íslenzku höfund- arnir á árinu voru: Ingibjörg Sigurðard. 35 bindi Jónas Árnason 30 bindi Vilbergur Júlíusson 27 bindi Indriði G. Þorsteinsson 26 bindi Hanna Kristjánsdóttir 25 bindi Ármann Kr. Einarsson 24 bindi Elinborg Lárusdóttir 22 bindi Gunnar M. Magnúss. 20 bindi Árni Jónsson frá Ak. 20 bindi Gísli Ástþórsson 18bindi Guðrún frá Lundi 17 bindi Guðm. Daníelsson 17 bindi Guðm. G. Hagalín 17 bindi Árni Óla 11 bindi Halldór K. Laxness lObindi Ráðgert er að byggja yfir safn- ið og hefur bókafulltrúi þegar fallizt á nauðsyn þess. Fyrsti rík- isstyrkurinn til nýju byggingar- innar að upphæð 125 þús. kr. er þegar kominn. Frá líúnaðarsambandinu. Ræktunarframkvæmdir í sýsl- unni á árinu 1964 voru svipaðar og árið áður, nema framræsla var mikið meiri en þá. Nýræktin var alls 190 ha. Girðingar 24 km. Heyhlöður 4291 m3. Grafnir voru alls 86.3 km í opnum skurðum og upp úr þeim mokað tæpum 300 þús. m3 og er það meiri skurðgröftur en nokkru sinni fyrr á einu sumri. Unnið var með nýjum lok- ræsaplóg Eggerts Hjartarsonar um mánaðartíma sl. haust og með honum gerð lokræsi sem eru 161 km að lengd, megnið af þeim er í beitilöndum. Sumarið var mjög hagstætt til framkvæmda. Margar af vinnuvélum B.S.H. voru að verki frá aprílbyrjun þar til í nóvember, og er það lengri vinnutími en í flestum árum. Búnaðarsambandið mun á þessu ári kaupa nýja skurðgröfu, er kemur til starfa í júlí. Er það vél af Pristmangerð. F.r hún með venjulegri dragskóflu og einnig með föstum armi vökva- drifnum er hentar vel í fast og bratt land. Einnig er hún með útbúnaði til að hreinsa upp úr og dýpka gamla skurði.

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.