Húnavaka - 01.05.1967, Síða 127
HÚNAVAKA
125
mitt hlutverk bændanna og allra, sem landbúnað stunda og í sveit-
um liía, að vernda málið, eins og allt annað þjóðlegt. bað er krafa,
sem við eigum að gera til okkar, og þar er hlutverk fyrir ungmenna-
félögin, að hreinsa og fegra málið.
Þá er fyrst og mest um vert að tala móðurmálið vel. Maður, sem
talar fallegt mál, skrifar líka gott mál. En sá, sem ekki talar málið
vel, hann verður strax í mestu vandræðum, þegar hann á að fara að
skrila málið.
Hafið þið ekki séð fúlk, sem se/t niður að skrifa bréf, að þegar
það er búið með kveðjuna og eitthvað örlítið meira, þá fer það að
naga endann á pennastönginni, því að það vantar þá orð yfir þetta,
sem það ætlar að segja. Þetta fólk gæti talað viðstöðulaust við mann-
inn, sem það ætlar að skrifa, í klukkutíma, en þegar á að fara að
skrifa, þá þarf að útrýma fjölda orða, sem eru dönsk cða sníkt ann-
ars staðar frá. Það þarf að breyta orðaskipun í setningum o. fl. o. fl.
Þeir vita að þetta er engin íslenzka, sem þeir tala og svo naga þeir
pennastöngina.
Ég sá hér um sumarið tvö brcf frá Reykjavík, frá stúlkum milli
fermingar og tvítugs. Það var auðséð að þær skrifuðu eins og þær
töluðu, enda var málið bágborið. Ég efa mjög að Einar Þveræingur
eða Snorri Sturluson hefðu skilið það mál. Það var talað um að þetta
eða hitt væri ,,stórslegið“, „glimrandi", ,,huggulegt“ og ,,pent“ o. fl.
o. fl. Það sem var á góðri íslenzku ljómandi fallegt, það var kallað
„voðalega“ fallegt eða „voðalega sætt“. Veðrið gat verið „voðalega"
gott og fleira var þessu líkt.
Þetta málfæri er farið að berast upp um sveitirnar frá kaupstöð-
unum, og þess vegna er vá fyrir dyrum. Það volir ógæfa yfir okkar
íslenzku menningu, ef fólkið, sem til kaupstaðanna fer skilur ekki
að þetta afbakaða sníkjumenningarmál kaupstaðarbúanna er til háð-
nngar fyrir það fólk, sem það talar. — Að þetta mál er hvorki fugl
né fiskur og á að gera fólkið, sem notar það, að athlægi. Mér blöskr-
ar að bera þetta mál saman við spakmæli og snjallyrði Grettis, Ein-
ars Þveræings, Þórðar gellis, Ólafs pá o. fl. Það er hollt að lesa eina
eða tvær íslendinga sögur á vetri til að viðhalda málinu.
Ég kem þá aftur að því, sem ég minntist á í byrjun, að ef við höld-
um við þekkingunni á málinu, reynum að stuðla að því að það sé
talað sem fegurst, þá vinnum við mikið og gott starf, og okkur er
þægilegt, að leggja þennan skerf til, þó að við höfum ekkert fé fyrir