Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 151
HÚNAVAKA
149
en gat það með engu móti. Æ, hvað þetta vav leiðinlegt, en látum
hann þ;i eiga sig. Hann var gleymdur og ekkert luegl \ið því að
gera.
Hvað heyri ég, söng, luglasöng? Kg er nú glaðvöknuð, rís upp og
lít út um gluggann. Tveir skógarþrestir sitja á trjágreinum í garð-
inum og syngja.
Sólin er ekki komin upp, en lnin er farin að skína á Fjöllin að
vestanverðu í dalnum og smátt og smátt færast geislarnir nær og
nær. Nú er hún farin að skína á ána, sem rennur eftir dalnum og
þ;i er stutt eftir heim að bænum, enda er hún larin að skína á gliigg-
ann eftir örskamma stund. Skógarþrestirnir í garðinnm halda áfram
að syngja, það er eins og þeii séu að tala saman.
Karlfuglinn byrjar alltaf og þegar hann liefttr sungið um stund.
tekur kvenfuglinn við og svoleiðis koll af kolli. F.n hvað sé ég? (irá-
bröndóttur köttur kemur fyrir húshornið og smýgur inn í garðinn.
hann fer <>sköp laumulega, dinglar skottinu og horfir á þrestina, þar
sem þeir sitja á trjágreininni og syngja itm sólina og vorið og ef til
vill ástina. F.g verð að hafa einhver ráð til bjargar, ekki \ ildi ég láta
köttinn ná í þrestina, en fljót varð ég að vera, því að kisa er ekki
lengi að hugsa sig um þegar hún er í vígahug og þrestirnir uggðu
ekki að sér. Ég rís upp í skyndi, fer ofan á gólf, tek annan skóinn
minn, svo opna ég gluggann og hendi hontnn út í garðinn, svo að
þrestirnir flugn burt, og skildn ekkert í þessari <>væntu truflun, en
kisa leit illilega til mín og labbaði svo burt í hægðum sínum, lagð-
ist niður, setti upp gestaspjót og fór að sleikja sig, og eflaust hefur
hún hugsað með sér: Vertu róleg, þótt þú truflaðir mig núna bvðst
mér áreiðanlega gott tækifæri seinna. Já, kisa mín. betta veit ég vel
og það hryggir mig sannarlega. I>\ í mega ekki þessir vorglöðu vinir
mínir lifa óáreittir. Það er eitt af mörgu, sem ég ekki skil, því að
látt er ]>að, sem fyllir vorið meiri unaði, en glaður fuglasöngur. ,,/F,
kisa mín, lofaðu þröstunum að vera í friði, |>að er svo gaman að
vakna við glaða sönginn þeirra.“
Jæja, ég má ekki láta þetta trufla mig lengur, Jrað \ar svo margt,
sem átti að gjöra í dag, ég verð að flýta mér. Það á að fara að smala
lambfénu heim, marka og rýja. Nú veitir ekki af að vera snar í snún-
ingum, því að allt tekur sinn tíma. F.g hlakka svo mikið til að sjá
lömbin, þegar þan koma. Svo á ég líka að fá að smala og það þykir
mér alltaf gaman. Skyldi hún Prýði mín hafa eignazt tvílembinga