Fréttablaðið - 21.01.2015, Page 4

Fréttablaðið - 21.01.2015, Page 4
21. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 40 milljörðum vörðu álverin á Íslandi í kaup á vörum og þjónustu árið 2012 af um 700 fyrirtækjum. Er þá raforka undanskilin. VÍSINDI Tímamótarannsóknir íslenskra vísindamanna á veirusjúk- dómum í sauðfé stuðluðu að auknum skilningi manna á alnæmisveirunni HIV, og nýtast enn til þess að varpa ljósi á líffræði HIV og alnæmis. Þetta kom m.a. fram í hádegis- fyrirlestri Halldórs Þormar, pró- fessors emeritus í frumulíffræði við Háskóla Íslands, í gær. Þar sagði Halldór frá rannsóknum við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum sem sýndu fram á að sauðfjársjúkdómarnir ill- vígu visna og mæði væru sprottnir af afbrigðum af sama sjúkdóms- va ld i , mæði- visnuveirunni (MVV). Halldór rakti þá ólíkindasögu þegar hingað til lands var flutt karakúlfé, upp- runnið í Úsbek- istan, til kynbóta árið 1933 með þeim afleiðingum að fimm fjárpest- ir skutu rótum og ollu miklu tjóni. Þessa sögu þekkja margir og þá ógn sem sauðfjárbúskap í landinu staf- aði af henni. Í einföldustu mynd má segja að tekist hafi að uppræta sjúkdómana með skipulögðum niðurskurði sem stóð fram yfir 1950. Síður eru rannsóknir á sjúkdóm- unum þekktar sem voru í höndum íslenskra vísindamanna frá upphafi og til þessa dags; ekki síst Björns Sigurðssonar, fyrsta forstöðumanns Tilraunastöðvar Háskóla Íslands, Halldórs og fleiri, sem prófuðu þá tilgátu, og sönnuðu, að visna væri veirusjúkdómur. Framhaldsrann- sóknir sýndu einnig að visnu- og mæðiveirur væru afbrigði af sömu veirunni. Síðar kom í ljós að sú veira er náskyld hinni alræmdu HIV- veiru sem veldur alnæmi í fólki. Spurður hvort vísindamenn, sem fyrstu árin börðust gegn HIV-veir- unni, hafi þekkt til verka íslenskra vísindamanna svarar Halldór því til að svo hafi vissulega verið, þótt annað hafi verið í forgrunni þeirra vinnu. Skyldleikinn komi vel fram í heiti veirunnar á meðal vísinda- manna. „Alnæmisveiran ræktaðist fyrst árið 1983 og árið 1985 sýndi rað- greining á erfðaefninu að hún var af flokki lentiveira. Um 30 árum áður höfðu fyrstu lentiveirurnar verið ræktaðar og rannsakaðar að Keldum. Þær nefndi Björn Sigurðs- son hæggenga smitsjúkdóma, sem heitið dregur nafn sitt af,“ segir Halldór en Ashley Haase, prófess- or í örverufræði, sem skilgreindi lentiveirur árið 1975 leit til vinnu Björns þegar hann valdi orðið lent- is, eða hægur, sem nafn veirunnar. svavar@frettabladid.is Rannsóknir á sauðfé bættu skilning á HIV Vísindauppgötvanir á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar tengdar sjúkdómum í sauðfé reyndust síðar mikilvægar fyrir skilning á alnæmisveirunni. Vísindaheiti undir- flokks í veirufræði dregur nafn sitt af þeim kenningum sem hér voru settar fram. ■ Alnæmisveiran HIV fannst snemma á níunda áratug tuttugustu aldar í sjúklingum með forstigseinkenni alnæmis. ■ Rannsóknir sýndu að HIV veldur sjúkdómnum og í ljós kom að veiran var svokölluð lentiveira, sú fyrsta sinnar tegundar sem fannst í mönnum. ■ Nærri 30 árum áður höfðu veirur af þessum flokki fundist hér á landi. ■ Sjúkdómarnir mæði [lungnasjúkdómur] og visna [heilasjúkdómur] herjuðu á íslenskt sauðfé um miðbik tuttugustu aldar. ■ Björn Sigurðsson, fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, hafði forystu um að ráðist var í rannsóknir á sjúkdómunum. Björn réð Halldór Þormar til starfa árið 1957 til þess að prófa þá tilgátu að orsakir visnu og mæði væru veirur og tókst þeim og samstarfs- mönnum að staðfesta að visna væri veirusjúkdómur. Lentiveiran fyrst skilgreind á Íslandi SAUÐFÉ Hér- lendis geisuðu fimm fjár- pestir sem urðu kveikjan að merku vísinda- starfi á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM HALLDÓR ÞORMAR VEIÐI Hreindýraveiðimönnum er heimilt að fella 1.412 dýr á kom- andi veiðiári, sem er fjölgun um 135 dýr frá fyrra ári. Heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða alls 782 kýr og 630 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og heimild- irnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breyt- ingar á stofnstærð sem kalli á endurskoðun þeirra. Veiðitími er frá 1. ágúst til 20. september. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfa- veiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa. - shá Veiðikvótinn 1.412 dýr: Má veiða 135 fleiri hreindýr HJÖRÐ Vel er bætt við veiðikvótann þetta árið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVÍÞJÓÐ Samtök þeirra sem við- kvæmir eru fyrir rafmagni fá árlega rúmlega 1,7 milljónir sænskra króna, eða rúmlega 27 milljónir íslenskra króna, í styrk frá sænska ríkinu þótt ekki sé talið að um sjúkdómsgreiningu sé að ræða. Sænska ríkissjónvarpið hefur það eftir Lenu Hillert, dósent og yfirlækni við Karólínsku stofn- unina í Stokkhólmi, að ekki hafi verið hægt að staðfesta í vísinda- legum rannsóknum að óþægindin stafi frá rafsegulmögnuðum svæð- um. - ibs Viðkvæmir fyrir rafmagni: Milljónastyrkir frá ríkinu NOREGUR Carl I. Hagen, borgarfulltrúi Framfaraflokksins í Ósló, styður norsk- an leiðtoga Pegida-hreyfingarinnar sem segist berjast gegn íslamsvæðingu Vesturlanda. Hagen gagnrýnir hins vegar að leiðtoginn, Max Hermansen, skuli leiða göngur hreyfingarinnar samtímis því sem hann er í veikinda- leyfi frá kennslu. Hermansen fór í þriggja mánaða veikindaleyfi í kjölfar ummæla um íslam á Facebook og viðbragða nem- enda við þeim, að því er segir í frétt á vef Aftenposten. Hagen hefur kraf- ið skólaráð svara við því hvers vegna kennarinn hafi verið sendur í leyfi. Hann vill jafnframt fá svör við því hvers vegna kennarinn geti leitt göng- ur Pegida-hreyfingarinnar. Hann hljóti að geta kennt þegar hann sé fær um að standa fyrir framan ráðhús borgarinn- ar til að halda ræður og svara fjölmiðl- um. Það sé svipað og að vera í kennslu. Hagen segir ástæðu til að rannsaka hvers vegna Hermansen sé í veikinda- leyfi. Ekki sé hægt að beita slíku til að leysa persónulegan ágreining. - ibs Carl I. Hagen úr Framfaraflokki spyr hvers vegna leiðtogi Pegida í Noregi geti stýrt mótmælagöngum: Leiðir mótmælagöngur í veikindaleyfi CARL I. HAGEN Borgarfulltrúinn telur að Pegida- leiðtoginn geti kennt þar sem hann getur leitt mótmæla- göngur. NORDICPHOTOS/AFP ALMANNAVARNIR Lögreglustjóri Norðurlands eystra og almanna- varnadeild Ríkislögreglustjóra skoða um þessar mundir hvort óhætt sé að leyfa almenningi að komast nær eldgosinu í Holu- hrauni. Fimm mánuðir eru síðan Almannavarnir lýstu hálendið fyrir norðan Vatnajökul bann- svæði. Þó dregið hafi úr gosinu mælist brennisteinsdíoxíð enn mikið á svæðinu. Í svari við fyrirspurn frétta- stofu segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri Norð- urlands eystra, að málið sé í skoð- un. - kmu, jóe Fólk komist nær eldgosinu: Íhuga að leyfa aukna umferð HOLUHRAUN Eldgosið hófst fyrir tæpum fimm mánuðum. MYND/MAGNÚS TUMI LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa reynt að stinga mann til bana í húsi á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn, hefur verið framlengt um átta vikur. Upphaflega voru þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en tveimur þeirra var sleppt um miðjan desember. Sá sem eftir er hefur nú þegar setið í átta vikur. Kristján Ingi Kristjánsson, yfirlögregluþjónn höfuðborgar- svæðisins, segir að unnið sé að rannsókn málsins eins hratt og hægt sé. - jóe Hnífsstungan á Hverfisgötu: Átta vikur enn í varðhaldi SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 20% AFSLÁTT UR Lyfjaauglýsing Allar stærðir og styrkleikar Gildir til 31. Janúar Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HVESSIR SÍÐDEGIS Yfirleitt góðviðri um allt land í dag en síðdegis gengur í stífa suðaustanátt suðvestantil með rigningu og dregur úr frosti til morguns. Suðlæg átt á morgun og slydda en síðan suðvestlægari með éljum seinni partinn. 0° 5 m/s 1° 7 m/s 1° 4 m/s 4° 5 m/s 5-10 m/s. 3-8 m/s, en 8-13 SV-til. Gildistími korta er um hádegi 1° 24° 0° 3° 14° -1° 4° 2° 2° 19° 5° 15° 15° 17° 5° 1° 0° 2° -4° 3 m/s 1° 2 m/s -4° 3 m/s -1° 4 m/s -3° 4 m/s 0° 7 m/s -6° 7 m/s 2° -1° 1° -2° 2° -2° 3° -4° 1° -3° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 C -4 7 6 C 1 7 7 C -4 6 3 0 1 7 7 C -4 4 F 4 1 7 7 C -4 3 B 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.