Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2015, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 21.01.2015, Qupperneq 28
FÓLK|FERÐIR Sigríður Þóra og eiginmaður hennar höfðu farið á hverju ári í heldriborgaraferðir Sumar-ferða til Benidorm. Þetta eru þriggja vikna ferðir þar sem sérstakur skemmtanastjóri skipu- leggur fjölbreytta dagskrá fyrir farþega. Ferðirnar eru ætlaðar 60 ára og eldri og alltaf er gist á sama hótelinu. „Ég hef farið í heldriborgaraferðir í tíu ár, stundum tvisvar á ári. Í þessum ferðum er mikið öryggi og skemmtilegur félagsskapur. Mér líður vel í hitanum og það er alltaf eitthvað um að vera. Skemmtanastjórinn, Jenný Ólafsdóttir, er yndisleg manneskja og það er ekki síst hún sem dregur sama fólkið í þessar ferðir aftur og aftur. Hún skipuleggur öfluga dagskrá fyrir okkur heldri borgara alla dagana. Maður ræður auðvitað hvort maður tekur þátt og flestir kjósa að gera það,“ segir Sigríður Þóra. Þegar hún er spurð hvað dagskráin feli í sér, svarar hún: „Farþegar eru alveg upp í 85 ára í þessum ferðum og dagskráin er sniðin fyrir alla. Það er gönguferð á hverjum degi sem gerir manni mjög gott, annaðhvort hröð eða hæg eftir því sem hentar fólki. Leikfimi er í boði annan hvern dag, minigolf, bingó, spil og svo er alltaf farið út að borða á kínverskum stað í Albír. Þá kemur rúta og sækir okkur og við köllum það að „sækja og senda“. Það eru virkilega skemmtileg kvöld. Við erum með strandpartí og svo er alltaf lokahátíð í lok ferðar- innar. Margir eru farnir að þekkjast í ferðunum en svo eru alltaf ný andlit. Það blanda allir geði og það er ekkert mál að vera einn á ferð, þarna er náunga- kærleikur,“ segir Sigríður Þóra. „Maðurinn minn lést í ágúst 2010 og við áttum miða fyrir okkur um haustið í þessa ferð. Ég var tvístígandi í fyrstu hvort ég ætti að fara ein en tók síðan ákvörðun um að skella mér. Ferðin var erfið fyrir mig svona stuttu eftir makamissi en það er vel haldið utan um mann. Ég hef farið í allar ferðir síðan,“ segir Sigríður Þóra og mælir með því að fólk komi í hópferð þótt það sé eitt. „Kjarninn sem fer í þessar ferðir er gott fólk. Sumum finnst hótelið út úr en það hentar vel fyrir svona hóp. Hálft fæði er innifalið en maður ræður hvort það er tekið í hádegi eða á kvöldi. Enginn þarf að fara svangur frá borði á hótelinu. En það er alltaf hægt að fara út að borða ef fólk kýs tilbreytingu og verðlag er hag- stætt. Ég er gigtarsjúklingur og sólin og hitinn gera mér mjög gott auk þess sem hreyfingin er heilsu- bót,“ segir Sigríður Þóra. ■ elin@365.is AÐ FERÐAST EIN EFTIR MAKAMISSI HEILSUBÓT Mörgum finnst erfitt að ferðast eftir að maki fellur frá og ein- angra sig. Sigríður Þóra Ingadóttir missti eiginmann sinn árið 2010 og hefur haldið áfram að ferðast. Hún velur að fara í sérstakar heldriborgaraferðir. KÆRLEIKUR Sigríður hefur stundum farið með vinkonum sínum í heldriborgaraferð. Hún segir engu skipta hvort fólk fari eitt, með maka eða vinum, mikill náungakærleikur sé í slíkri ferð. Alltaf sé eitthvað um að vera og engum þarf að leiðast. GOTT Í SÓLINNI Sigríður Þóra er gigtarsjúklingur og segir að hitinn geri sér gott. MYND/GVA Bílaumboðið Askja heldur glæsilega bílasýningu laugardaginn 24. janúar í húsakynnum sínum að Krókhálsi 11 í Reykjavík. Þar verða sýndar nokkr- ar gerðir sendibíla frá Mercedes-Benz en mest áhersla verður lögð á nýju línuna af Vito-sendi- bílum. Mercedes-Benz Vito er í boði sem sendibíll, fjölnota bíll og einnig sem fólksbíll. Hann fæst fram- hjóla-, afturhjóla- og fjórhjóladrifinn og er boðið upp á fimm vélarútfærslur og þrjár lengdir. Merc- edes-Benz Vito býr að öðru leyti yfir þeim kostum sem hægt er að ganga út frá hjá Mercedes-Benz, svo sem framúrskarandi aksturseiginleikum, spar- neytni, þægindum og tæknilegri fullkomnun. Hliðarvindsbúnaður er staðalbúnaður í Sprinter, Vito og V-Class bílum og er Mercedes-Benz eini framleiðandinn sem býður upp á slíkan búnað. Hann aðstoðar ökumenn sem glíma við sterkan hliðarvind og vindhviður með sjálfvirku inngripi hemlakerfisins sem stuðlar að því að bíllinn haldist á réttri akrein. Meðal aukabúnaðar þegar kemur að öryggismál- um má nefna árekstrarvara, akreinavara, blinda- blettsvara og hágeislavara. Á sömu sýningu verða einnig til sýnis aðrar gerðir frá Mercedes-Benz, til dæmis Citan, Sprinter og nýr V-Class. Sýningin stendur yfir milli kl. 12 og 16 næsta laugardag. Nánari upplýsingar má finna á vef Öskju, www.askja.is. BÍLASÝNING ÖSKJU Á LAUGARDAG SÝNING Sýndar verða nokkrar gerðir sendibíla frá Mercedes- Benz en mest áhersla verður lögð á nýju línuna af Vito-sendi- bílum. KOOL´n´SOOTHE gelblöðin veita kælingu við mígreni og svæsnum höfuðverk í allt að 8 klst. NÁTTÚRULEG lausn FRÁBÆRT Í FERÐALAGIÐ FÆST Í HELSTU APÓTEKUM Dreifingaraðili NOZ ehf Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 C -E F 4 C 1 7 7 C -E E 1 0 1 7 7 C -E C D 4 1 7 7 C -E B 9 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.