Fréttablaðið - 21.01.2015, Síða 32

Fréttablaðið - 21.01.2015, Síða 32
KYNNING − AUGLÝSINGVeisluþjónusta MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 20154 Það tekur alls ekki langan tíma að gera þessa brauðtertu og það má vel gera hana deginum áður og skreyta síðan samdægurs. Mér þykir alltaf vera kostur að geta unnið á undan mér þegar ég er með veisl- ur,“ segir Svava Gunnarsdóttir. Hún heldur úti síðunni Ljúfmeti.com og við fengum hana til að gefa uppskrift að matarmikilli smurbrauðstertu. „Ég hef mjög gaman af því að gera brauðtertur en mamma mín er snill- ingur í brauðtertugerð og sér yfirleitt um þær fyrir mig þegar mikið stendur til. Það kemst enginn með tærnar þar sem hún hefur hælana í þeim efnum,“ segir hún. En hvað er það við brauðtertur sem öllum virðist þykja svona gott? „Ætli það sé ekki bara fjölbreytnin í þeim og hvað þær eru í raun sjaldan á borð- um, oftast bara í veislum og á öðrum tyllidögum. Það gefur þeim ákveðinn sjarma. Síðan standa þær oft á veislu- borðum innan um sætindi og það fer vel saman að fá sér fyrst brauðtertu og síðan smá sætt með kaffinu á eftir.“ Brauðterta með og kjúklingi og beikoni 200 g beikonstrimlar 1 grillaður kjúklingur 10 sólþurrkaðir tómatar í olíu 1 dl majónes 3 dl hreint jógúrt 1 dl graslaukur, skorinn fínt 1 tsk. dijon-sinnep ½ tsk. salt smá svartur pipar 18 franskbrauðsneiðar 400 g Philadelphia-ostur, við stofuhita kirsuberjatómatar ruccola Steikið beikonið á pönnu. Látið fituna renna af og leggið beikon- ið til hliðar. Hreinsið kjúklingakjöt- ið frá beinunum og skerið í smáa bita. Hakkið sólþurrkuðu tómatana. Blandið sólþurrkuðum tómötum, majónesi, jógúrti, graslauk, sinn- epi, salti, pipar, kjúklingi og beikoni saman í skál. Skerið kantinn af brauð- sneiðunum. Leggið sex brauðsneiðar á fat og setjið helminginn af fyll- ingunni yfir. Leggið aðrar sex brauðsneiðar yfir fyllinguna og setjið það sem eftir er af fyllingunni yfir. Leggið síðustu s brauðsneiðarnar yfir. Setjið plastfilmu yfir og látið standa í ísskáp í 3-4 klst. Smyrjið Philadelphia- ostinum meðfram hliðunum og yfir brauðtertuna. Skreytið með ruccola og kirsuberjatómöt- um. www.ljufmeti.com Brauð og beikon mettar gestina Smurbrauðstertur hafa lengi tilheyrt íslenskum veisluhöldum og virðast alltaf ganga jafn vel í gesti. Uppruna tertunnar má rekja til Svíþjóðar en þar er Gunnar nokkur Sjödahl talinn hafa fundið brauðtertuna upp árið 1965. Smurbrauðstertudagurinn er meira að segja haldinn hátíðlegur í Svíþjóð á fæðingardegi hans, 13. nóvember. Svava Gunnarsdóttir gefur hér uppskrift að matarmikilli tertu. Kjúklingur og beikon eru í fyll- ingunni. Matarmikil brauðterta sem fer vel á veisluborði. MYND/LJÚFMETI.COM Einfalt að búa til daginn áður og skreyta svo daginn sem veislan fer fram. Verkefnin sem við fáum eru mjög fjölbreytt en sú þjónusta sem við bjóðum fyrirtækj-um er einkum árshátíðir, hvataferð- ir og hvers kyns fyrirtækjapartí,“ segir Gunn- ar Traustason, framkvæmdastjóri g-events. „Við þjónustum einnig einstaklinga og sjáum um stórafmæli, brúðkaup og fleira. Eitt af því skemmtilegasta við þennan rekstur er fjöl- breytileikinn. Hvert og eitt verkefni er sérstakt í huga okkar og við leggj- um okkur fram um að veita góða og áreiðan- lega þjónustu.“ Gunnar segir að miðað við þá miklu aukningu sem hefur verið á verkefnum g-events milli ára myndi hann áætla að það gæti mikillar bjart- sýni í þjóðfélaginu þessa stundina. Starfsfólk g-events leggur sig fram um að vera frumlegt og fara óhefðbundnar leiðir þegar kemur að því að halda eftirminnilegar veislur og viðburði. „Við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á skemmtilegar staðsetningar. Það var ákveðið strax frá byrjun að það yrði okkar sérstaða að bjóða upp á dálítið óhefðbundnar lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Nú fyrir stuttu opnaðist sá valmöguleiki að vera með einka- samkvæmi í gömlu hlöðunni á Korpúlfsstöð- um. Við vorum ofboðslega hrifin af salnum sjálf en vorum ekki alveg viss um hvort viðskiptavin- ir okkar væru sama sinnis. Það kom hins vegar á daginn að fólk þyrsti í eitthvað nýtt og spenn- andi sem við erum mjög ánægð með því þetta er frábær salur að vinna með,“ útskýrir Gunn- ar og brosir. Skemmtilegar veislur og viðburðir á óhefðbundum stöðum g-events er viðburðastjórnun sem tekur að sér allt sem kemur að undirbúningi og skipulagningu viðburða. Þjónustan spannar allt frá því að leigja viðskiptavinum veisluborð og stóla og upp í það að skipuleggja og halda utan um viðburði fyrir allt að tvö þúsund gesti. Gunnar Traustason, framkvæmdastjóri g-events, segir starfsfólk fyrirtækisins leggja sig fram um að veita góða og áreiðanlega þjónustu. Glæsilegur erlendur hópur sem var í gala-matarveislu og partíi sem g-events sá um að skipuleggja. „Það er alger nauðsyn að vera með gott starfsfólk til að allt gangi smurt,“ segir Gunnar um starfsfólk sitt. Rúmlega þúsund gesta partí í einu flottasta húsnæði Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. AÐSENDAR MYNDIR Skemmtilegur dagur sem g-events fékk að skipuleggja fyrir rúmlega 200 manna hóp sem fór út á land. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 B -E E 8 C 1 7 7 B -E D 5 0 1 7 7 B -E C 1 4 1 7 7 B -E A D 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.