Fréttablaðið - 21.01.2015, Side 41

Fréttablaðið - 21.01.2015, Side 41
 7 | 21. janúar 2015 | miðvikudagur Iceland-verslanirnar voru stofnaðar sumarið 2012 og eru þær nú þrjár tals- ins. Eigandi Iceland og Rekstrarfélags Tíu ellefu er Basko ehf., sem er aftur í eigu Árna Péturs Jónssonar og Iceland Food Limited Uk. Enn sem komið er hafa Iceland-verslanirnar ekki skilað rekstraraf- gangi, samkvæmt ársreikningum. Verslanir Iceland eru á þremur stöðum. Ein í Engihjalla og tvær í Breiðholti. Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. rekur 31 verslun undir vörumerki 10-11 og eina Inspired by Iceland-verslun. Verslanir Tíu ellefu eru á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Akranesi og Akureyri. Í september var samið um að verslanir yrðu við flestar eldsneytisstöðvar Skeljungs og eru nú þegar tólf 10-11-verslananna við eldsneytisstöðvar Skeljungs og Orkunnar. Það er stöðugt í skoðun að fjölga verslunum. „Ég myndi segja að það væri mjög líklegt að við munum opna einhverjar verslanir á þessu ári. En það er ekkert sem liggur fyrir núna,“ segir Árni Pétur. Það eigi við bæði um 10-11 og Iceland. 10-11 VEX EN ICELAND SKILAR EKKI HAGNAÐI ljörðum aga er næstum þreföld á við hinna tveggja. Velt- ð bæjaryfirvöldum í Garðabæ í byrjun vikunnar. um breytingum. Við höfum verið að lækka vöruverð þarna töluvert,“ segir Jón. Ferðamenn versla í miðborginni Jón segir að í verslunum utan höf- uðborgarsvæðisins finni menn fyrir aukinni veltu samhliða fjölg- un ferðamanna á Íslandi. „Já, við sjáum mun á verslun eins og á Kirkjubæjarklaustri og í Þorláks- höfn,“ segir Jón. Breytingin sé þó ekki helst yfi r hásumarið heldur sé sumarverslunin farin að teygja sig fyrr fram í vorið og lengra fram á haustið. „Ferðamannaárið virðist byrja í apríl og endar ekki fyrr en í október. Þetta virðist hafa verið að gerast bara á tveimur árum,“ segir Jón. Hann segir að verslanir Nóatúns og Krónunnar í Reykjavík finni ekki fyrir fjölgun ferðamanna. „Við erum ekki með nema eina litla búð í sentral Reykjavík, sem er í Nóa- túni. Ég hugsa að það séu aðallega búðir í 101 sem fi nna fyrir þessu,“ segir Jón. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11 verslananna og Iceland, tekur undir það sjónarmið að velta versl- ana í miðbænum aukist með fjölgun ferðamanna. Það sé því augljóst að fjöldi ferðamanna skili sér í versl- un 10-11 í Austurstræti. „Þar er til- tölulega hátt hlutfall viðskiptavina erlendir ferðamenn,“ segir Árni Pétur. Stjórnendur Samkaupa, sem reka verslanirnar Samkaup, Nettó og Kaskó, segjast einnig fi nna fyrir aukinni veltu samhliða auknum ferðamannastraumi. „Við fi nnum vel fyrir því, því eins og ég segi þá erum við mest á lands- byggðinni,“ segir Ómar Valdimars- son, framkvæmdastjóri Samkaupa. Hann segir að um 75 prósent af veltunni séu utan höfuðborgar- svæðisins. Um 25 prósent hennar komi á höfuðborgarsvæðinu. Ómar segir þó að verslanir Sam- kaupa séu ekki á þeim svæðum þar sem ferðamannastraumurinn er mestur, þ.e. á Suðurlandinu. „En við finnum fyrir erlendum ferðamönnum á sumrin. Sumarið í sumar var gott, haustið líka, það teygðist fram á haustið vegna góða veðursins,“ segir Ómar. Spurð- ur hvort fyrirætlanir séu um að fjölga verslunum Samkaupa á Suðurlandinu segir hann svo ekki vera. Þar sé markaðurinn vel mettaður. „En auðvitað lítum við til þess að reyna að sinna þörfum ferðamanna eins og hægt er. Við gerum það á sumrin með lengri opnunartíma og fókuserum vöru- verð meira á ferðamennina,“ segir hann. Ómar leggur þó áherslu á að þrátt fyrir það að þörfum ferða- manna sé svarað séu verslanirnar fyrst og fremst ætlaðar til að þjón- usta heimamenn sem eru á staðn- um allt árið. kaup reka svo Samkaupsverslanirnar og Nettó. Hagar og Kaupás eru sterkastir á höfuðborgarsvæðinu Sérfræðingar þér við hlið 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 D -C D 7 C 1 7 7 D -C C 4 0 1 7 7 D -C B 0 4 1 7 7 D -C 9 C 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.