Fréttablaðið - 25.04.2015, Page 8
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
Frekar en
að bíða eftir
því að einhver
færi kannski í
mál fannst
mönnum
eðlilegt að
reyna að rýmka þetta.
Björn Ingi Jónsson,
bæjarstjóri í Hornafirði.
8
BLÁSKÓGABYGGÐ „Skortur á hús-
næði veldur meðal annars því að
erfiðlega gengur hjá mörgum þeim
sem eru í rekstri að manna laus-
ar stöður til lengri tíma,“ segir
atvinnu- og ferðamálanefnd Blá-
skógabyggðar.
„Mikill skortur er á leiguhús-
næði í Bláskógabyggð á sama
tíma og störfum innan helstu
atvinnugreina sveitarfélagsins
og nærliggjandi sveitarfélaga fer
fjölgandi,“ segir atvinnunefnd-
in. „Möguleikar ungs fólks, fjöl-
skyldna með börn og fólks almennt
sem kann að vilja flytja, búa og
starfa eru með því mjög takmark-
aðir, og nánast engir.“
Nefndin vill að sveitarstjórnin
kanni áhuga verktaka og fjárfesta
á borð við lífeyrissjóði á bygg-
ingu leiguíbúða eða á kaupum á
húsnæði sem þegar sé til staðar á
ýmsum byggingarstigum. - gar
Atvinnunefnd Bláskógabyggðar segir húsnæðisskort hamla atvinnulífinu:
Litlir möguleikar fyrir ungt fólk
SKIPULAGSMÁL „Það er svolítil
kergja hér í samfélaginu út í þenn-
an gistimöguleika,“ segir Björn
Ingi Jónsson, bæjarstjóri í Horna-
firði, þar sem bæjaryfirvöld hafa
sett þrengri takmarkanir á fjölda
rýma í heimagistingu en lög gera
ráð fyrir.
Vorið 2014 settu Hornfirðingar
inn ákvæði í aðalskipulag um að
í þéttbýli mætti aðeins nýta tvö
rými í hverri íbúð undir heima-
gistingu. Björn segist ekki vita
um slíka skilmála í aðalskipulagi
annarra sveitarfélaga. Samkvæmt
lögum geti heimagisting verið í
allt að tíu rýmum fyrir sextán
manns.
„Menn voru hræddir um að
þetta gæti verið ansi mikið inngrip
í eignarrétt og atvinnufrelsi. Frek-
ar en að bíða eftir því að einhver
færi kannski í mál fannst mönnum
eðlilegt að reyna að rýmka þetta
og þess vegna hækkuðum við þetta
upp í fjögur rými,“ segir Björn
með vísan til þess að bæjarstjórn-
in hefur nú víkkað rammann.
„Menn telja lagaumhverfinu og
eftirlitinu hjá löggjafanum veru-
lega ábótavant og að menn séu
kannski komnir út fyrir anda
þessara laga frá þessum tíma. Við
höfum horft upp á það hér að fólk
er jafnvel að flytja út úr húsum; er
skráð með lögheimili en býr ekk-
ert í húsinu vegna þess að það er
að leigja hvert einasta herbergi,“
segir bæjarstjórinn.
Þrátt fyrir að Hornfirðingar
setji enn mun þrengri skorður
við heimagistingu en lög gera ráð
fyrir óttast Björn ekki lögsóknir
úr þessu.
„Þótt lögin segi tíu rými þá ættu
nánast allir að geta fullnýtt það
húsnæði sem þeir eiga með fjór-
um rýmum. Við erum að horfa á
þá staðreynd að 97 eða 98 prósent
húsa á Hornafirði eru með þrjú til
fimm svefnherbergi. Þannig að
þetta á í raun að hafa sára lítil heft-
andi áhrif á þá húseigendur sem
vilja nýta núverandi húsnæði sitt,“
segir Björn.
Að sögn bæjarstjórans hefur
ekki orðið mikil uppbygging á
nýjum gistimöguleikum í þéttbýli
á Hornafirði þótt gífurleg upp-
bygging hafi orðið á gistirými í
sveitarfélaginu í heild. „Margir
telja eðlilegt að ferðaþjónustan
byggi sjálf en taki ekki íbúðarhús-
næði undir sig,“ segir hann.
Angi af þessu máli er ný sam-
þykkt bæjarstjórnar um niður-
fellingu á gatnagerðargjöldum
á íbúðalóðum sem þegar eru til-
búnar á Höfn. Björn segir að fyrir
þá sem vilja koma á Höfn sé tor-
velt að fá leiguhúsnæði. „Þessi
niðurfelling er háð því að ekki
má nýta húsnæðið næstu þrjú ár í
ferðaþjónustu – nema þá að greiða
gatnagerðargjöldin,“ segir bæjar-
stjórinn. gar@frettabladid.is
Heimagisting vekur
gremju á Hornafirði
Þótt Hornafjörður sé eina sveitarfélagið með þrengri skorður við heimagistingu en
lögin heimila óttast bæjarstjórinn ekki málsóknir eftir rýmkun á skilmálunum.
STJÓRNSÝSLA Skuldahlutfall Kópa-
vogsbæjar er nú komið undir 150
prósenta lögbundið viðmið en
skuldahlutfall bæjarins stend-
ur í 148 prósentum. Þetta kemur
fram í ársreikningi Kópavogsbæj-
ar sem lagður var fram á bæjar-
stjórnarfundi síðastliðinn mið-
vikudag.
Rekstrarafgangur bæjar-
ins er 660 milljónir króna árið
2014 en fjárhagsáætlun hafði
gert ráð fyrir
667 mil ljóna
króna afgangi.
Þá námu tekjur
Kópavogs 22,7
milljörðum
króna en gert
var ráð fyrir 22
milljarða króna
tekjum. Eigið fé
bæjarins er 16,1
milljarður króna.
„Það er ánægju legt að afkoma
bæjarins er í samræmi við þær
áætlanir sem lagðar voru fram,
skuldir halda áfram að lækka og
skuldahlutfall sömuleiðis. Hins
vegar er því ekki að neita að miklar
hækkanir launaliða hafa sín áhrif,
sem meðal annars birtist í því að
útreikningur á lífeyrisskuldbind-
ingum hækkar um 440 milljónir
umfram áætlanir,“ sagði Ármann
Kr. Ólafsson bæjarstjóri. - srs
Skuldahlutfall Kópavogsbæjar er komið niður fyrir 150 prósenta viðmiðið:
22 milljarða tekjur hjá Kópavogi
VIÐ GULLFOSS Störfum fjölgar í Blá-
skógabyggð en illa gengur að manna
þau vegna húsnæðiseklu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HÖFN Vaxandi fjöldi ferðamanna sækir Hornafjörð heim þar sem menn hafa jafnvel flutt úr húsum sínum til að geta selt gist-
ingu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ÁRMANN KR.
ÓLAFSSON
HANDVERK „Mér fannst þörf á að skrásetja söguna, ég talaði til dæmis
við prjónakonur á níræðis aldri því mér fannst mikilvægt að þeirra
þekking glataðist ekki,“ segir Ásdís Ósk Jóelsdóttir, lektor við Háskóla
Íslands, sem nýlega gerði rannsókn á uppruna, hönnun og þróun
íslensku lopapeysunnar.
Ásdís segir að hjá þessum prjónakonum hafi hraðprjón verið mikil-
vægt. „Þetta snerist um að geta fjöldaframleitt. En þannig festist lopa-
peysan í sessi,“ segir Ásdís. „Lopapeysan er mikilvægur hluti tækni-
byltingar útflutnings og hönnunarsögu þjóðarinnar. Hún hefur marga
snertifleti við þjóðina sem aldrei áður hefur verið fjallað um.“
Í skýrslu Ásdísar um rannsóknina kemur fram að stofnun kvenna-
skóla, húsmæðraskóla og Handíðaskólans auk öflugrar starfsemi Heim-
ilisiðnaðarfélags Íslands og skrifstofunnar „Íslenzk ull“ á fyrri hluta
20. aldar hafi lagt grunn að listiðnaðinum og almennri prjónaþekkingu.
Handavinna var gerð að skyldunámsgrein í grunnskólum árið 1936.
Árið 1967 voru svo fluttar út um 40-60 þúsund lopapeysur, og þá varð
vörumerkið „Íslensk lopapeysa“ til. - sgg
Ásdís Jóelsdóttir skrásetur þekkingu eldri kynslóðarinnar:
Lopapeysan mikilvæg í sögunni
LOPAPEYSUR
Mikilvægt
að skrá sögu
peysunnar.
LÖGREGLUMÁL Sprengjusveit Land-
helgisgæslunnar aftengdi sprengju
úr sprengjuvörpu við Hafravatn
í gær.
Útivistarfólk hafði samband við
lögreglu í gær eftir að hafa fundið
torkennilegan hlut. Sérfræðingar
ríkislögreglustjóra telja sprengjuna
frá tímum seinni heimsstyrjaldar.
Æfingar með sprengjuvörpur voru
í kringum höfuðborgina. Lögregla
minnir fólk á að tilkynna um slíka
hluti strax en röng meðhöndlun
þeirra gæti reynst afdrifarík. - srs
Talin vera úr seinna stríði:
Fundu sprengju
við Hafravatn
Háskólatorgi www.boksala.is s. 5 700 777
www.facebook.com/boksala
Útsala
30-70% afsláttur
M
YN
D
/A
N
D
RÉ
S
KO
LB
EI
N
SS
O
N
AKUREYRI Skjólstæðingum Afls-
ins á Akureyri, samtaka um
heimilis- og kynferðisofbeldi,
fjölgaði á síðasta ári. 115 nýir
skjólstæðingar komu til Aflsins í
fyrra sem er fjölgun um rúm-
lega 3,5 prósent á milli 2014 og
2013. Einkaviðtölum fjölgaði um
fimmtung og voru þau í fyrra um
eitt þúsund. Fjöldi einkaviðtala
hjá Aflinu hefur þrefaldast frá
árinu 2009.
Aflið er systursamtök Stíga-
móta. - sa
Skjólstæðingum fjölgar:
Þreföldun hjá
Aflinu frá 2009
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
9
-F
9
B
C
1
7
6
9
-F
8
8
0
1
7
6
9
-F
7
4
4
1
7
6
9
-F
6
0
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K