Fréttablaðið - 25.04.2015, Side 25

Fréttablaðið - 25.04.2015, Side 25
LAUGARDAGUR 25. apríl 2015 | HELGIN | 25 Leggðu grunn að framtíðinni og Landsbankinn bætir 6.000 krónum við Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn Landsbankans greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag inn á sama reikning. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þögn Þegar við höfðum áttað okkur á því að þetta yrði ekki þrautalaust ferli þá þótti mér erfitt að lifa í þögn og þurfa að snúa út úr þegar mínir nánustu vinir og vandamenn spurðu hvernig gengi og hvað væri að. Árin liðu og við alltaf að reyna. Mig langaði til að opinbera vandann og ræða um hann. En þögnin umlykur karlmennskuna, hina ævagömlu misskildu karlmennsku. Eins og pungurinn sé ekki einvörðungu verndarhjúpur um eistun heldur líka þagnarhjúpur. Er það þess vegna sem karlmenn sparka í pung hver annars? Til að reyna að sprengja upp þögnina sem er að gera þá geðveika? Um leið og ljóst var að vandinn væri ekki eingöngu minn, leitaði ég heimilda um frjósemisvanda karlmanna. Fann ekkert nema óskjalfestan sársauka. Orðsifjafræðin Við sátum á skyndibitastað nálægt frjóvgunarstöðinni með krumpað blað fyrir framan okkur, biðum eftir núðlum, bókhveitinúðlum, löngu búin að taka úr fæð- unni hveiti og sykur, fyrir frjósemina. Við litum yfir listann. Notuðum útilokunar- aðferðina, strikuðum yfir þá sem ekki voru bláeygir og ljóshærðir. Líka yfir þá sem voru feitir og ómenntaðir. Reyndum að miða á þann sem væri genetískt líkastur honum. Völdum á endanum grannan orðsifjafræðing. Við vorum sammála. Leiddumst inn línóleumklæddan ganginn, inn í flúrljós og kerfiskanínurnar skopp- uðu í kring, hjúpurinn okkar var opinn, tilbúinn. Læknirinn, hrósaði okkur fyrir valið og við brostum hvort til annars en þá bætti hann við að þetta væri einmitt mjög vinsælt sæði. Nú? Hvernig má það vera? Vinsælt? Næst völdum við annað frosið sæði. Gáfum því nokkra sénsa eins og hinu. En allt kom fyrir ekki. Það vantaði neistann. BLÁTT BLÓЖ Í LEIT AÐ KÁTU SÆÐI Kona leitar að nógu kátu sæði til að frjóvga örvæntingarfull egg, sem fer óðum fækkandi. Hún lætur sig jafnvel dreyma um aðstoð kynskiptings, drykkjurúts eða nasista með blá augu. Eftir misheppnaðar tilraunir endurskoðar hún væntingar til móðurhlutverksins. Hér má lesa kaflabrot úr bókinni. sem hjálpar öðrum, eins og hún hjálpaði mér að vinna á sorginni. En það er auðvitað óskhyggja.“ Næstu dagana verður Oddný í Reykjavík og býr sig undir fæð- ingu. Hún býr í lítilli íbúð á Ægi- síðunni á meðan hún bíður eftir barninu. Í stofunni er hún búin að raða upp fötum, vöggu, barna- stól. Þótt hún lýsi heimilinu sem sígaunatjaldi þá er greinilega hreiðurgerð í gangi. „Nú er stefnan tekin á að fæða. Ég skynja að ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og ég veit ekk- ert hvað það er sem ég hef þráð svona lengi. Og þessu fylgir vissu- lega ótti. Í lok bókarinnar segist ég vera frjáls undan óttanum og vænt- ingunum enda gafst ég upp. Ég var varla búin að sleppa orðinu þegar ég fékk tíðindi sem heltóku mig af gleði. En líka af ótta. Hvað með fæðinguna? Hvernig móðir verð ég? Þessi tilraun til að verða æðru- laus er líklega bara rétt að byrja og ég held henni ljúki ekkert á meðan maður lifir.“ Hætt að vera feimin Bókin kom út á sumardaginn fyrsta og er því nú komin fyrir sjónir almennings. Ertu ekkert feimin við að berskjalda þig svona fyrir heiminum? „Ég er búin að vera mjög feimin við bókina en núna er eins og þetta komi mér ekki eins mikið við. Mér finnst eitthvað fallegt og gott við að hún komi út á sama tíma og ég á að eiga. Líklega þarf ég að sleppa tökunum á bókinni og sorginni og taka við nýju verkefni. Ég guggn- aði um daginn og var næstum hætt við útgáfuna því mér fannst þetta auka álag og stress sem ég þurfti ekki á að halda núna. Bókin snertir líka svo marga í kringum mig og ég fann að áhyggjurnar af þeim trufluðu mig mjög mikið. Þá hringdi nágrannakona mín í sveit- inni í mig og sagði að fæðing sner- ist um að sleppa takinu. Þá hugs- aði ég að það væri bara gott að sleppa takinu á bókinni. Það myndi kannski hjálpa mér að sleppa tak- inu í fæðingunni.“ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 A -4 8 B C 1 7 6 A -4 7 8 0 1 7 6 A -4 6 4 4 1 7 6 A -4 5 0 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.