Morgunblaðið - 04.06.2015, Side 1
Stofnað 1913 129. tölublað 103. árgangur
F I M M T U D A G U R 4. J Ú N Í 2 0 1 5
JAFNINGJA-
LEIGA OG
FIFA-MÁLIÐ SÖNGLEIKUR OG DRAMTÍK
MÆÐGUR GERA
ÞAÐ GOTT Í
BRAGGANUM
TILNEFNINGAR TIL GRÍMUNNAR 38 GÖMUL KARTÖFLUGEYMSLA 10VIÐSKIPTAMOGGINN
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við erum að skoða þetta mál og þá
hvort og hvernig það kann að hafa
áhrif á flugsamgöngur,“ segir Guðni
Sigurðsson, upplýsingafulltrúi
Isavia, og vísar til yfirvofandi verk-
falls félagsmanna aðildarfélaga Raf-
iðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem
að óbreyttu mun hefjast 10. júní nk.
Meðal þeirra félagsmanna sem
leggja niður störf þann dag eru raf-
virkjar og rafeindavirkjar á Kefla-
víkurflugvelli og Reykjavíkurflug-
velli, en þeir sjá m.a. um viðhald á
ljósabúnaði á flugvöllum og flugleið-
sögubúnaði. Aðspurður segir Guðni
ekki útilokað að sótt verði um und-
anþágur vegna aðgerðanna. „Það
verður skoðað þegar ljóst er hvaða
áhrif þetta hefur,“ segir hann.
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður RSÍ, segir verkfallið geta
haft slæmar afleiðingar. „Þetta mun
alveg örugglega hafa einhver áhrif á
rekstur flugvallanna,“ segir hann og
heldur áfram: „Það gefur augaleið að
það má ekki mikið út af bregða til
þess að hafa lamandi áhrif […] Þess-
ar græjur geta alltaf bilað.“
Flug kann að raskast
Verkfall aðildarfélaga Rafiðnaðarsambands Íslands getur haft lamandi áhrif á
starfsemi flugvalla Hugsanlegar afleiðingar verkfallsins eru í skoðun hjá Isavia
MVíðtæk áhrif… »12
Ekki fengið upplýsingar
» Upplýsingafulltrúi Icelandair
segir félagið ekki hafa fengið
neinar upplýsingar um að trufl-
anir á flugi séu yfirvofandi
vegna komandi verkfalls-
aðgerða.
Frá því að Arion banki og Íslands-
banki hurfu að mestu leyti úr eigu ís-
lenska ríkisins hefur eigið fé þeirra
vaxið um rúma 200 milljarða króna
og nýir eigendur hafa fengið tugi
milljarða í arðgreiðslur af rekstri
þeirra yfir sama tímabil.
Þegar ríkissjóður framseldi bank-
ana í árslok 2009 á grundvelli samn-
inga sem gerðir voru fyrr á því ári,
mátu samningsaðilar virði þeirra á
rúma 130 milljarða. Það var gert
þrátt fyrir að bókfært eigið fé bank-
anna hefði reynst þá um áramótin
nema rúmum 181 milljarði króna.
Hefði ríkið samið um framsalið á
grundvelli bókfærðs eigin fjár þeirra
hefði söluandvirðið reynst 40 millj-
örðum hærra en raun varð á.
Allt kapp var lagt á að losa fljótt
um eignarhluti ríkisins í bönkunum
og segir þáverandi fjármálaráðherra
að það hafi reynst mikilvægt til að
minnka skuldir ríkissjóðs. Ríkisend-
urskoðun, Bankasýsla ríkisins og
hæstaréttarlögmaður sem Morgun-
blaðið ræddi við telja að skort hafi á
lagaheimild til framsalsins á þeim
tíma sem það var staðfest með
samningum við slitabúin.
»Viðskiptamogginn
Bankar
seldir
í flýti
Morgunblaðið/Golli
Bankar Slitabúin eignuðust 95% í
Íslandsbanka og 87% í Arion banka.
Eigið fé vaxið um
200 milljarða frá sölu
Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond lagði frá
bryggju í gær í sína fyrstu ferð hringinn í kring-
um Ísland. Skipið stoppar á níu stöðum á landinu
auk Reykjavíkur og tekur hver ferð tíu daga. Ice-
land Pro Cruises gerir skipið út og er stefnt að því
að hringferðirnar verði sjö talsins í sumar. »6
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Stefna á sjö
hringferðir
í sumar
„Þessi börn
eru ekki að læra
á hljóðfæri eða
komast í reglu-
bundið íþrótta-
starf, það er ekki
val því það er
ekki borgað,“
segir Elísabet
Karlsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Rann-
sóknastofnunar í barna- og fjöl-
skylduvernd. Gaf stofnunin nýlega
út niðurstöður rannsóknar um að-
stæður barna foreldra sem njóta
fjárhagsaðstoðar. Skoða þarf úr-
ræði handa þessum hópi. »18
Fátækt gangi ekki
í erfðir til barna
Börn Huga þarf að
börnum efnaminni.
Framlag hvers starfsmanns
Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum til hins opinbera og
lífeyrissjóða á síðasta ári var 700
þúsund krónur á mánuði árið um
kring, samtals 2.872 milljónir
króna. Þetta kom fram á aðalfundi
VSV sem haldinn var á þriðjudag
en fyrirtækið lét KPMG reikna út
skattaspor fyrirtækisins.
Skv. útreikningum renna 41,5
prósent af verðmætasköpun fyrir-
tækisins umfram rekstrarkostnað
og fjármagnskostnað til ríkis og
sveitarfélaga, 8 prósent til lífeyris-
sjóða, 35,5 prósent til launafólks í
vinnu hjá VSV og 15 prósent til
hluthafa. „Það ber líka að hafa það
í huga að um helmingur teknanna
fer í rekstrarkostnað,“ segir Sigur-
geir Brynjar Kristgeirsson, fram-
kvæmdastjóri VSV. »4
Framlag hvers starfsmanns VSV til ríkisins
700 þúsund kr. á mánuði árið um kring
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fiskvinnsla Skattaspor VSV var reiknað út.
Júlíus Már Baldursson í Þykkva-
bæ hefur verið einn ötulasti bar-
áttumaðurinn fyrir viðhaldi ís-
lensku landnámshænunnar.
Stofninum lá við útrýmingu fyrir
fáum árum en tekist hefur að
spyrna við og nýtur landnáms-
hænan mikilla vinsælda nú og dreif-
ist um allt land. Mikil vakning hefur
orðið meðal þéttbýlisbúa um
hænsnahald og njóta nú margir
eins ferskra eggja og völ er á beint
úr bakgarðinum. Tugir hæna hafa
á hverju ári farið frá Júlíusi í út-
leigu yfir sumarið og hann er bjart-
sýnn á metfjölda nú. Reykjavíkur-
borg setti á dögunum reglur er
leyfa hænsnahald í borginni að upp-
fylltum skilyrðum og hefur Júlíus
merkt aukinn áhuga í kjölfar þess.
Landnámshaninn er þó enn útlæg-
ur úr höfuðstaðnum. »4
Auðvelt að stíga sín fyrstu skref
í hænsnabúskap óháð búsetu
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hænur Júlíus hefur ötullega starfað að
rækt og kynningu landnámshæna