Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
Benedikt IngiTómasson ereinn af for-
sprökkum Beikon-
hátíðarinnar, en hún
verður haldin í
fimmta sinn 15. ágúst
næstkomandi og er
undirbúningur fyrir
hana þegar hafinn.
„Vð erum að ræða við
samstarfsaðila og
stefnum á að fjölga
veitingastöðum og
gera hátíðina að enn
stærra matarkarni-
vali með beikonið sem
fyrr í forgrunni.“
Benedikt er bygg-
ingarverkfræðingur
að mennt og rekur
ráðgjafarfyrirtækið
Beka ehf. ásamt með-
eiganda sínum, Karli
Sigfússyni, en fyrir-
tækið sérhæfir sig í
byggingarráðgjöf.
„Við erum að byggja
nýtt hótel fyrir Foss-
hótel á Hnappavöll-
um í Öræfum. Það
mun heita Fosshótel –
Jökulsárlón og verð-
ur eitt glæsilegasta hótel sem hefur verið byggt utan þéttbýlis hér á
landi með 120 herbergjum og stefnt er á opnun vorið 2016.“
Benedikt er einnig einn af stofnendum og eigendum ferðaþjónustu-
fyrirtæksins Bike Company sem sérhæfir sig í hjólaferðum. „Þetta var
bara hobbí sem fór úr böndunum og við erum núna komin með 100 hjól
og allt er komið í fullan gang eftir veturinn. Við réðum til okkar fram-
kvæmdastjóra um áramótin og ég kem því ekki að daglegum rekstri á
fyrirtækinu lengur.“
Áhugamál Benedikts eru að sinna fjölskyldunni, hjólreiðar og vera í
góðra vina hópi. Konan hans er Edda Björk Þórðardóttir en hún er að
ljúka doktorsverkefni í lýðheilsuvísindum fyrir Háskóla Íslands. Þau
eiga tvo stráka, Gabríel Inga níu ára og Bjarka sjö ára. Benedikt býst
við að taka því rólega á afmælisdaginn. „Það er ekkert planað.“
Kokkurinn Benedikt Ingi Tómasson grillar.
Byggir hótel og
heldur beikonhátíð
Benedikt Ingi Tómasson er fertugur í dag
Á
rni fæddist á Fæðingar-
heimilinu í Reykjavík
4.6. 1965: „Fyrstu fjögur
árin áttum við heima við
Sunnuveg í Laugar-
dalnum. Ég var fjögurra ára er við
fluttum í Lundarbrekku í Kópavog-
inum sem þá var í hraðri uppbygg-
ingu. Við bjuggum í blokk sem hýsti
nánast eingöngu barnafjölskyldur og
því var mikið líf og fjör. Neðan við göt-
una var ennþá sveit og bærinn Ástún
enn í byggð. Þar stálumst við á hest-
bak, tókum upp kartöflur fyrir Birgi
bónda, reyktum njóla og nutum lífs-
ins.“
Árni var í Digranesskóla og Víg-
hólaskóla: „Pönkið var að rísa,
Fræbbblarnir og Utangarðsmenn
átrúnaðargoðin og Hallærisplanið
heimavöllurinn. Allt var þetta spenn-
andi en ég hefði verið á nálum hefði ég
vitað af börnunum mínum við þessar
aðstæður.
Sumrin voru uppáhaldstíminn:
Árni Magnússon, framkvæmdastjóri orku hjá Mannviti – 50 ára
Morgunblaðið/RAX
Pólitíkin kvödd Árni afhendir Jóni Kristjánssyni, samflokksmanni sínum, lyklana að félagsmálaráðuneytinu 2006.
Glaðbeittur og ástríðu-
fullur stangveiðimaður
Stoltur veiðimaður Árni í fullum herklæðum með stóran nýveiddan lax.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinni mbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Taktu
bílinn með
til Færeyja og
Danmerkur 2015
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500
Bókaðu
núna!