Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 155. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Talin hafa látist af völdum e-töflu 2. Fundu lík stúlkunnar sem hvarf 3. Svindlarar beita þróaðri aðferð 4. Man allt sem hún les »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  ABBA-söngleikurinn Mamma Mia verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í febrúar á næsta ári í þýðingu Þórarins Eldjárn. Leik- stjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir og danshöfundur Lee Proud. Leikmynd hannar Ilmur Stefánsdóttir og bún- inga Filippía Elísdóttir. Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Með hlutverk mæðgnanna fara Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Þórunn Arna Krist- jánsdóttir, en brúðguma dótturinnar leikur Eysteinn Sigurðarson sem út- skrifaðist af leikarabraut Listahá- skóla Íslands fyrir skemmstu. Með hlutverk vinkvenna móðurinnar fara Brynhildur Guðjónsdóttir og Marí- anna Clara Lúthersdóttir. Morgunblaðið/Golli Mamma Mia á svið Borgarleikhússins  Útgáfu- tónleikar Trú- boðanna, vegna breiðskífunnar Óskalaga sjúk- linga, verða haldnir í kvöld á Gauknum kl. 22. Sjónvarpsmað- urinn Gísli Einarsson mun hita upp með uppistandi sem nefnist Fyrir- bæn. Platan er sú fyrsta sem Trú- boðarnir senda frá sér og segir í til- kynningu frá þeim að eftir að hafa haldið pönktónleika í Laugarnes- kirkju á fertugsafmæli bassaleik- arans, árið 2008, hafi ekki orðið aft- ur snúið og nú, sjö árum síðar, líti frumburður hljómsveitarinnar dags- ins ljós. Trúboðarnir eru þeir Kalli Örvars, Heiðar Ingi, Gummi Jóns og Maggi Rúnar. Lögin á plötunni eru öll eftir Kalla og Heiðar sem einnig semja texta auk þess sem Gísli Ein- arsson og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason eiga texta. Frumburði fagnað Á föstudag Hæg austlæg eða norðaustlæg átt. Skýjað með köflum og stöku skúrir einkum suðvestantil. Léttir til um vestanvert landið þegar líður á kvöldið. Hiti 3 til 10 stig hlýjast suðvestanlands. Á laugardag Norðlæg átt 5-13 m/s hvassast fyrir austan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða smáskúrir en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 5 til 12 stig. VEÐUR Íslenskir sundkappar létu heldur betur að sér kveða á Smáþjóðaleikunum í gær. Tvö ný Íslandsmet voru sett, fjögur mótsmet slegin og ólympíulágmarki var náð. Alls unnu Íslend- ingar fimm gullverðlaun, fern silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Hrafnhildur Lúthersdóttir setti aftur Íslandsmet og náði öðru ólympíu- lágmarki. »1 Tólf verðlaun Ís- lands í sundinu Baráttan um sæti í íslenska karla- landsliðinu í körfuknattleik, sem fer í lokakeppni EM í haust, hófst fyrir al- vöru í gærkvöld þegar Ísland vann Andorra, 83:61, í fyrsta leik liðsins á Smáþjóðaleikunum í Laugardalshöll. Nýliðinn Kristófer Acox lét mikið að sér kveða og stal á vissan hátt sen- unni í sínum fyrsta A- landsleik. Allir tólf leikmenn Íslands skor- uðu í leikn- um. »2 Allir skoruðu og nýliði stal senunni Íslandsmeistarar Stjörnunnar þurftu framlengda vítaspyrnu- keppni til að slá Leikni úr Reykja- vík út í 32ja liða úrslitum bik- arkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld. KR og Fjölnir fóru auð- veldlega áfram gegn Keflavík og ÍA en Fylkir, FH og Víkingur lentu öll í miklum vandræðum með mótherja sína úr 1. og 2. deild. »4 Stjarnan komst áfram eftir vítaspyrnukeppni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Erfiðustu æfingarnar eru yfirleitt þær skemmtilegustu,“ segir Elísabet Sveinsdóttir á Reyðarfirði. Síðustu vikur hefur hún æft hjólreiðar af miklum krafti og um helgina hjólaði hún yfir Oddsskarð milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Það er sá þjóðvegur landsins sem einna hæstur er. Við munna jarðganganna þar, sem eru í 626 metra hæð, hitti Morgunblaðið Elísabetu, sem þá hafði hjólað upp brattar brekkurnar hvar vegurinn liggur í sneiðingum upp fjallshlíð. „Þessi leið er ofsalega skemmti- leg og útsýnið engu líkt. Sjáðu dýrð- ina,“ sagði Elísabet í Oddsskarðinu, hvaðan sést yfir skíðasvæði, Hólma- nes við Eskifjörð og inn allan Reyð- arfjörð, þar sem há fjöll og álver Al- coa Fjarðaáls eru áberandi kennileiti. Enn er mikill snjór efst í skarðinu en vegurinn auður og er sem svart strik í hvítri fönn. Þetta umverfi er stórbrotið, en þessar slóð- ir fara úr alfaraleið á næstu miss- erum þegar Norðfjarðargöngin sem nú er verið að bora verða tekin í gagnið. Lífsnauðsyn og hreinsar hugann Götuþríþrautin á Eskifirði verð- ur haldin næstkomandi laugardag. Keppt er í þremur flokkum, en þarna hyggst Elísabet taka ólympíska vegalengd; það er synda 1.500 metra, hjóla 40 kílómetra og enda á því að hlaupa 10 km. „Ég reyni að hlaupa fimm sinn- um í viku, sem mér finnst gott fyrir bæði líkama og sál. Þegar maður er í erlilsömu starfi og með fjögur börn er hreyfing lífsnauðsynleg bæði til að halda sér í formi og hreinsa hugann. Það var svo nýlega, þegar ég ákvað að skella mér í þríþrautina á Eski- firði, sem ég fór fór í hjólreiðarnar. Mig langaði alltaf að hjóla yfir í Nes- kaupstað og lét því slag standa, þó að ég vissi alltaf að þetta yrði erfitt,“ segir Elísabet og heldur áfram: Var komin í gírinn „Neðstu brekkurnar Eskifjarðarmegin eru þær erfiðustu en þegar þeim sleppti var ég komin í gírinn svo að eftirleikurinn varð auð- veldari. Síðan var afar gaman að renna sér niður Norðfjarðarmegin og í áfangastað í Neskaupstað, þang- að sem voru 40 kílómetrar heiman frá mér, var ég aðeins þrjár klukku- stundir. Var svolítið lúin en hreint ekki búin á því. En mikið ósköp var nú gott að fá bílfar heim,“ segir El- ísabet, staðráðin í því að fara á hjól- inu yfir Oddsskarð aftur og það áður en langt um líður. Útliti er fyrir góða þátttöku í götumaraþoninu á Eskifirði, í kring- um 100 manns. „Það myndast alltaf góð stemn- ing í kringum þennan viðburð. Þátt- takendur eru að talsverðum hluta héðan af svæðinu og að undanförnu hefur víða mátt sjá fólk sem hleypur og hjólar,“ segir Díana Mjöll Sveins- dóttir, sem stýrir verkefninu. Þrí- þrautin hefur verið haldin alveg frá árinu 2010 og þá jafnan um fyrstu helgina í júní, en óvíða á landinu er sterkari hefð fyrir því að halda sjó- mannadaginn hátíðlegan en einmitt á Eskifirði. Koma þá alltaf einhverjir í bæinn til að sýna sig og sjá aðra á góðri stundu – en líka til þess að taka hressilega á því í þríþrautar- keppninni sem er til þess fallin að bæta, hressa og kæta. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Afrek Elísabet Sveinsdóttir við hjólið sitt í Oddsskarði, komin í 626 metra hæð. „Var svolítið lúin en hreint ekki búin á því,“ segir hjólakonan knáa. Elísabet Sveinsdóttir hjólaði yfir Oddsskarð á æfingum fyrir ólympíska þríþraut á Eskifirði Brekkurnar erfiðar en út- sýnið er dýrð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.