Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Kiwanisklúbburinn Esja afhenti ný- lega barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) fjórar millj- ónir króna, sem safnast höfðu með sölu á mynddiski með kvikmynd- inni Nonna og Manna. Fyrirhugað er að nota styrkinn til að auka varnir og fræðslu til handa þeim sem eru í áhættuhópi vegna sjálfskaða og sjálfsvígs- hættu. Fram kemur í tilkynningu að rannsóknir hafi sýnt að tengsla- miðuð fjölskyldumeðferð skili þar bestum árangri. Til að geta boðið markvisst upp á slíka meðferð þurfi fleiri starfsmenn að fá þjálfun. Fyrirhugað sé að nýta styrkinn frá Esju til að fá erlenda sérfræðinga til að kenna og þjálfa starfsmenn BUGL. Einnig er áætlað að nýta styrkinn til að innleiða notkun á hreyfiþroskamati hjá börnum 4-16 ára og til að þjálfa starfsmenn í notkun líftemprunartækni, m.a. hjá börnum og unglingum með ADHD. Styrkveiting Fulltrúar Kíwanisklúbbsins Esju og BUGL við afhendingu styrksins. Esja styrkti BUGL um 4 milljónir Árlegir Grímseyj- ardagar verða haldnir 5.-7. júní. Þá gera Gríms- eyingar sér glaðan dag, taka á móti gestum úr landi, bjóða upp á hnossgæti úr haf- inu og kynna fyrir fólki grímseyska siði og venjur. „Á þessum tíma árs er einmitt mjög góður tími til að heimsækja eyjuna og skoða sig þar um. Nú er fuglalífið í miklum blóma og auðvelt að skoða svartfuglinn, m.a. lunda, langvíu og álku,“ segir í tilkynningu. Margt verður í boði, t.d. sjómannadagskrá við bryggj- una á laugardag og leikir í fram- haldi af henni. Grímseyingar bjóða heim um helgina Grímseyjarlundi Myndlistarsýning Kjuregej Alex- öndru í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, sem ljúka átti 6. júní, hefur verið framlengd um einn dag og verður því opin sunnudaginn 7. júní kl. 14-18. Fram að helginni verður sýningin opin eins og áður, daglega kl. 14-17. Kjuregej Alexandra Arg- únova rekur ættir sínar til lýðveld- isins Sakha, Jakútíu. Aðgangur að sýningu Kjuregej er ókeypis. Sýning framlengd STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hvert stórafmælið rekur annað í höfuðstað Norðurlands. Örn Ingi Gíslason, fjöllistamaður, fagnaði sjö- tugsafmælinu í fyrradag og á laug- ardaginn fyllir Þór, elsta íþrótta- félag bæjarins, tíunda tuginn.    100 ára afmæli Þórs verður fagnað með margvíslegum hætti. Á morgun verður afmælismót í golfi að Jaðri og á laugardaginn verður dag- skrá á Þórssvæðinu frá hádegi og langt fram á kvöld, með hléi yfir miðjan daginn. Þar verða íþrótta- greinar félagsins kynntar, fjöldi skemmtiatriða og öllum boðið upp á grillsmakk.    Meðal þeirra sem koma fram er Kristján Jóhannsson, óperusöngvari og Þórsari, og vert að nefna sér- staklega að um kvöldið frumflytur Páll Rósinkrans nýtt Þórslag.    Íþróttafélagið Þór var stofnað 6. júní 1915 af nokkrum unglingum. Stofnandinn og fyrsti formaður fé- lagsins, Friðrik Sigurður Einarsson, var aðeins 15 ára og með Friðrik í félaginu frá byrjun var bróðir hans, Einar Malmquist Einarsson, seinna einnig formaður Þórs.    Gaman er að segja frá því að Einar Malmquist Einarsson er langafi núverandi landsliðsfyrirliða Íslands í fótbolta, Arons Einars Gunnarssonar, og Arnórs Þór Gunn- arssonar, landsliðsmanns í hand- bolta, sem báðir stigu fyrstu íþrótta- skref sín í félaginu.    Örn Ingi blés í fyrrakvöld til veislu í sal á heimili sínu, þar sem hann rekur myndlistarskóla, og þar hefur hann komið upp sýningu á málverkum og ljósmyndum, sem verður formlega opnuð á laugardag- inn. Hún stendur fram á mitt sumar og um helgar verður hann á staðn- um, væntanlega með trönur og striga. „Einhverjar myndir verð ég með í vinnslu, ég verð líka með auð- an striga og langar að spjalla við fólk um það hvernig er best að byrja á málverki heima og hver eru aðal- atriði málsins; þetta verður eins og skyndihjálp hjá björgunarsveit og það er hægt að læra svakalega margt á fimm mínútum í þessum efnum!“    Örn Ingi gekk út úr Landsbank- anum fyrir margt löngu; hætti þá að vinna, eins og sagt var og snéri sér að listinni. „Ég er ánægðastur með að hafa aldrei misst frelsið, ég hef aldrei fengið neina styrki og því ekki verið með samviskubit gagnvart ein- um né neinum,“ sagði hann í gær.    Minn eða þinn sjóhattur? er yf- irskrift tónleika sem verða í Hofi annað kvöld, en þeir eru tileinkaðir sjómennsku og sjómönnum. Þar leiða saman hesta sína Karlakór Ak- ureyrar-Geysir, Bogomil Font og hljómsveit. Sérstakur gestur er Óskar Pétursson. Yfirskriftin er öðruvísi en venjulega á tónleikum karlakórsins enda prógrammið mjög ólíkt því sem hann hefur áður boðið upp á.    Kórinn flytur karlakórslög í nýj- um búningi og popp og rokk í karla- kórsbúningi. Syngur á íslensku, ensku, sænsku. Lög með Bogomil Font, Bubba Morthens, Rod Stew- art, Hauki Mortens og Ólafi Þór- arinssyni. Svo koma við sögu m.a. Davíð Stefánsson, Páll Ísólfsson, Áskell Jónsson og Sigfús Hall- dórsson. Stjórnandi KAG, Hjörleif- ur Örn Jónsson, hefur útsett flest laganna fyrir kórinn á þessum tón- leikum.    Júníus Meyvant og hljómsveit og Teitur Magnússon eru með tón- leika á Græna hattinum í kvöld, á morgun verður Lára Rúnarsdóttir með útgáfutónleika og Sixties troða þar upp á laugardagskvöldið. 70 Örn Ingi ávarpar gesti í afmæl- ishófi sínu á þriðjudagskvöldið. Þórsarar fagna aldarafmæli félagsins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 40 ár í Þorpinu Þór, sem verður 100 ára á laugardaginn, var stofnaður á Oddeyri og fyrstu vellir félagsins voru þar. Félagið var á hrakhólum um nokkurt árabil þegar aðstaðan var nánast engin en um þesssar mundir eru 40 ár síðan Þór fékk aðstöðu í Glerárhverfi og hefur uppbygging verið mikil síðustu árin. Norður Jakki afmælisbarnsins var vel merktur: Alltaf fór ég norður Páll Rósinkranz Kristján Jóhannsson Að norðan Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór Gunnarssynir. Hvalasýningin við Fiskislóð var opn- uð í febrúar eftir nokkra bið. Upp- haflega stóð til að opna síðastliðið sumar en nokkrar tafir urðu á því, m.a. eftir að eldur kviknaði í einum sýningargripnum. Safnið státar af því að vera hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu en það hýsir 23 eftirlíkingar í fullri stærð af hvalategundum sem finnast við strendur landsins. Aðsóknin hefur verið góð að sögn Sædísar Guðmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra Hvala Íslands, en hún telur að 20-25 þúsund manns hafi komið á sýninguna. Viðtökur hafi verið vonum framar hjá Íslending- um, sem hafi verið ívið fleiri en er- lendir gestir en búist er við að er- lendum gestum fjölgi þegar líður á sumarið. Eftir þær tafir sem urðu á opnun sýningarinnar, sem hafi einn- ig sett markaðsstarf úr skorðum, sé það mjög góður árangur á fyrstu mánuðum sýningarinnar. Skólar hafa nýtt sér sýninguna og hefur verið tekið á móti hópum frá þeim nær daglega. Gestir virðast al- mennt hafa tekið sýningunni vel en hún hefur t.d. hlotið ágæta dóma á vefsíðu TripAdvisor. Gagnrýnt fyrir miðaverð Safnið hefur þó verið gagnrýnt fyrir hátt aðgangsverð miðað við það sem fólk hefur mátt venjast á söfn- um í borginni. Miðaverð á hvalasýn- inguna er 2.900 kr. fyrir einstakling og 5.800 fyrir tveggja barna fjöl- skyldu. Algengt miðaverð er á milli 1.000 og 2.000 kr. á safnsýningar í Reykjavík fyrir fullorðna og u.þ.b. tvöfalt það fyrir sömu fjölskyldu (kostnaður er mjög breytilegur eftir aldri barna) samkvæmt óformlegri verðkönnun blaðamanns. Sædís bendir hins vegar á, að ekki sé alltaf sama þjónusta á bak við verðið og komi Hvalir Íslands til móts við ýmsa hópa, s.s. aldraða og fjölskyldur, með aðgreindu verði. Hún neitar því að verðið sé ákveðið með erlenda ferðamenn aðallega í huga heldur sé það sniðið fyrir markaðinn í heild. Þá standi einnig til að bjóða upp á leiðsögn allan dag- inn fyrir gesti. Glöggir gestir geta þó sparað nokkuð við innganginn borgi þeir uppsett verð með evrum en um- reiknað í krónur á gengi Seðlabank- ans þegar þetta er ritað kostar stak- ur miði 18 evrur eða 2.664 kr. Ætli gestir hins vegar að greiða í banda- ríkjadal er komið álag á miðann og 25 dala miðinn kostar 3.350 krónur. Aðspurð um misræmið í verðlagn- ingu segir Sædís þetta líklega vera eitthvað sem hafi verið ákveðið fyrir einhverju síðan og málið sé í skoðun. Hvalasafnið er í meirihlutaeigu ITF I-sjóðs (Icelandic Tourism Fund) Landsbréfa. Sjóðurinn hefur m.a. einnig fjárfest í íshellinum í Langjökli og Hestagarðinum Fáka- seli. bso@mbl.is Ánægð með opnun hvalasýningarinnar  Áætlað að 20-25 þúsund manns hafi séð sýninguna Morgunblaðið/Golli Sýning Á sýningunni eru 23 hvala- tegundir endurgerðar í fullri stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.