Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 ✝ RagnheiðurEide Bjarnason fæddist í Reykjavík 17. mars 1924. Hún lést á Vífilsstöðum 26. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Vil- borg Jónsdóttir, fædd í Gilsárteigi í Eiðaþinghá 1894, d. 1941, og Hans Eide, kaupmaður og heildsali í Reykjavík, fæddur í Kopervik í Karmöy, Noregi 1892, d. 1972. Systkini Ragn- heiðar eru Kristine, f. 1921, og Hans, f. 1929, d. 1933. Árið 1943 gekk Ragnheiður að eiga Ágúst Bjarnason, síðar skrifstofustjóra í Reykjavík, f. 1918, d. 1994. Foreldrar hans voru Áslaug Ágústsdóttir, f. 1893, d. 1982, og séra Bjarni Jónsson, f. 1881, d. 1965. Börn Hrefna. Eiginkona Árna er Anna María Hauksdóttir og dætur þeirra eru María Kristín og Áshildur Margrét. Eig- inmaður Gunnhildar er Sig- urður Ólafsson og börn þeirra eru Helga og Kristján. Fyrir hjónaband þeirra Ágústs starfaði Ragnheiður meðal annars á ljósmyndastofu Lofts í Reykjavík og á unglings- árunum hafði hún keppt í sundi. Hún var virk skíðakona langt fram eftir ævi. Ragnheiður var listræn, stundaði myndlist og út- skurð og skildi eftir sig marga fallega gripi. Hún unni íslenskri náttúru, var blómakona svo af bar og fuglavinur. Þau Ágúst bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, fyrstu ár sín í Lækj- argötu 12b þar sem bæði börnin voru fyrstu ár sín. Síðan fluttu þau á Snorrabraut og þaðan ár- ið 1954 að Kleifarvegi þar sem þau bjuggu til 1991 er þau fluttu á Jökulgrunn þar sem Ágúst lést, en Ragnheiður, oftast köll- uð Agga, bjó til dauðadags. Útför Ragnheiðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 4. júní 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Ágústs og Ragn- heiðar eru: 1) Bjarni, f. 1945, eig- inkona: Matthildur Kristinsdóttir. Börn þeirra eru Ingibjörg, Kristín og Ágúst. Börn Ingibjargar og Hilmars Viðars- sonar eru Hildur Sif, Daníel Krist- inn, Sóley Ósk og Viðar Snær. Eiginmaður Krist- ínar er Árni Björgvin Hall- dórsson og börn þeirra eru Bryndís Inga, Bjarni Björgvin, Snorri Steinn og Snædís Tinna. 2) Guðrún, f. 1947, maki: Svavar Gestsson. Börn Guðrúnar og Kristjáns Árnasonar eru Ragn- heiður, Árni og Gunnhildur. Eiginmaður Ragnheiðar er Svavar Hrafn Svavarsson og dætur þeirra eru Guðrún og Þegar við vorum í Kanada tókum við eftir því að jarðarfar- ir voru líka til þess að halda upp á líf fólksins sem var dáið en ekki aðeins til að syrgja. Þegar liðlega níræður einstaklingur kveður eftir iðulega fallegt og oft viðburðaríkt líf þá er einmitt rétt að halda upp á líf þessa ein- staklings; þakka fyrir það sem er bjart, fallegt og skemmtilegt. Það er upplagt að hugsa þannig um tengdamóður mína til 25 ára, Ragnheiði Eide Bjarnason, sem var oftast kölluð Agga af sínum nánustu eða frú Agnes í hálfkæringi. Það mætti kannski halda upp á það hvernig hún sagði frá pabba sínum, Norðmanninum Hans Eide, sem hjólaði með stelpurnar sínar á vit náttúr- unnar og kenndi þeim á jurtir og fugla. Þannig varð hún blóma- og fuglavinur upp á lífs- tíð. Að ekki sé minnst á útileg- urnar og fjallgöngurnar; ferðin á Botnssúlur var henni í huga allt til loka. Ef hún væri lifandi núna væri Guðrún að tala við hana um blómin og fuglana fyr- ir vestan. Nú er fuglasöngssin- fónía Hólasels einmitt með sam- fellda tónleika, einkum á morgnana. Spóinn, lóan, stelk- urinn, tjaldurinn, jaðrakan – óttalegt væl – og undirleikurinn er æðarfuglsins sem spilar á djúpan bassann í flæðarmálinu. Og maríuerlan trítlar á pallin- um svo galdralétt. Svo má halda upp á blómin sem hún ræktaði í görðunum. En það mætti líka tala um barnabörnin og lang- ömmubörnin og allt það fólk og fagna frammistöðu þeirra í líf- inu. Svo má gjarnan hugsa um systur hennar, Kristine, en samband þeirra var sérstaklega fallegt og heilt. Má kannski líka nefna stærsta laxinn í Laxá í Dölum? Amma Agga fór ekki með veggjum. Stundum voru at- hugasemdir hennar taldar mjög á mörkunum. Varð óðara mið- punktur allra fjölskylduboða um jól og í afmælum. Þótt hún settist innarlega varð hún fljótt aðalatriðið. Stríðin var hún oft. Hún hafði sérstaklega gaman af því að tala vel um Sjálfstæð- isflokkinn innan um vinstrisinn- uð afkvæmi sín; keypti Morg- unblaðið líka eftir að hún var orðin blind. Enginn veit hvað hefði gerst ef eitthvað annað hefði ekki gerst og svoleiðis vangaveltur eru yfirleitt fánýtar. En samt leyfi ég mér hér að fullyrða að þessi kona hefði getað gert hvað sem var, ekki síst sem myndlist- armaður, ef hún hefði ekki lent í því sama og allar aðrar konur á fyrri hluta síðustu aldar að verða „bara“ húsmóðir. En það gerði hún líka af list. Matargerð hennar var viðbrugðið. Hún hafði reyndar óbrigðulan og hiklausan smekk á flest í um- hverfi sínu. Þessi eiginleiki hef- ur erfst í beinan kvenlegg. Amma Agga átti margbrotið líf, reyndar ekki alltaf auðvelt en hún tókst á við vandamál upprétt og sigraðist á þeim. Hún átti síðustu andvörpin í fanginu á Guðrúnu dóttur sinni. Svona lokaði hún hringnum; hafði 68 árum áður haldið á Guðrúnu lítilli í fanginu. Þannig kvöddust þær mæðgur sem voru ekki líkar og þó, þegar allt er talið. Endalokin voru falleg, smekkleg, björt. Þegar við kveðjum þessa konu höldum við upp á líf hennar og þökkum fyr- ir að hún fékk að kveðja með reisn eins og hún átti skilið og hefði viljað. Svavar Gestsson. Amma mín var engin venju- leg amma. Hún var glæsikona, það sópaði að henni á götum Reykjavíkur og henni leiddist ekki að eftir sér væri tekið. Hún var mikill heimsborgari, ferðað- ist töluvert og var fljót að til- einka sér nýjustu siði utan úr heimi, hvort sem það var í mat- argerð eða í fatatísku. Jafn- framt var hún náttúrubarn sem þekkti landið sitt vel og efaðist aldrei um að Ísland væri besta land í heimi. Við áttum margar góðar stundir saman. Amma spilaði mikið við mig, fyrst var það langavitleysa og veiðimaður, seinna kenndi hún mér manna. Hún gaf lítið eftir enda var hún mikil spilakona og keppnis- manneskja og ætlaði sér eflaust að láta það skila sér til komandi kynslóða. Sundferðirnar í Laug- ardalnum voru einnig eftir- minnilegar. Þangað fór amma eins oft og hún gat í áratugi. Hún fór oft með mig um Grasa- garðinn þar sem hún þuldi upp nöfn á flestum jurtum, jafnt á íslensku og latínu. Hún kenndi mér að bera virðingu fyrir nátt- úrunni og hlusta á þytinn í trjánum og fuglana syngja. Amma reyndi ítrekað að snúa mér í pólitík, þó án árangurs. Við fjölskyldan fluttum aftur til Íslands fyrir tveimur árum eftir áratug erlendis. Mér þótti vænt um að fá þá aftur að vera í reglulegum tengslum við ömmu. Síðasta skiptið sem ég hitti hana, daginn áður en hún dó, lá hún fyrir og átti orðið erfitt með að tjá sig. Þá náði hún samt að koma þeim fallegu orð- um til mín að ég væri sólar- megin. Skömmu síðar var hún ekki lengur í sambandi við þennan heim. Það var gott að kveðjast á þessum indælu nót- um og mér þykir afar vænt um þessa síðustu minningu um ömmu mína. Gunnhildur Kristjánsdóttir. Eftir á að hyggja sameinaði amma þá kosti sem heilla barnið mest; röð, reglu og nostursemi heimilisins og tilfinningu lista- mannsins sem leitar útrásar í leik sem gerir grín að slíkum smámunum. Hús ömmu og afa á Kleif- arvegi var listaverk. Hvert her- bergi var málað í sínum lit. Inn- réttingarnar voru sérsmíðaðar, bókaskápar úr harðvið og fata- skápar með margskonar hirslum, jafnvel sérstökum skó- grindum. Eldhúsið er eftir- minnilegast, smíðað eftir máli, stíflakkað í ljósappelsínugulum lit og borðplatan græn. Ísskáp- urinn var amerískur og fullur af góðum mat, því amma var kokk- ur. Þar geymdi hún líka kákasusgeril sem átti að tryggja langlífi. Innan af eld- húsinu var búr fullt af aðföng- um, en ég man best eftir kart- onum af Chesterfield og flöskum með engiferöli, tónikki og sódavatni. Fyrir aftan hús voru matjurt- ir, jarðarber og rifs, en fyrir framan runnar, blóm, klifur- plöntur og álmur sem var orð- inn stór og fallegur þegar þau afi fluttu yfir í Jökulgrunn sum- arið 1991. Amma hafði lagt sig fram um að byggja upp fallegan skrúðgarð og litla garðinum í Jökulgrunni sinnti hún af sömu natni. Þar blómstruðu bónda- rósir, pelargóníur, gladíólur og rodondendron. Ég veit ekki hvernig amma fékk áhuga á garðyrkju, en af því sem hún sagði mér um æsku sína má ráða að fólk úr báðum ættum hafi kennt henni að njóta náttúrunnar og leggja rækt við garðinn. Mamma hennar Guð- rún var sögð listelsk og amma hennar og nafna, Ragnheiður Sigurbjörg Ísaksdóttir, var ljós- móðir sem safnaði grösum til lækninga. Mest voru þó líklega áhrifin frá pabba hennar, Hans Eide, sem var fæddur í Noregi en alinn upp að miklu leyti aust- ur á fjörðum. Hann fór með ömmu og eldri systur hennar Kristine á skíði og hjólaferðir út úr bænum, önnur sat á böggla- beranum en hin á stýrinu. Eitt af því síðasta sem við ræddum voru lóurnar sem urðu innlyksa í Reykjavík í vor og þá sönglaði amma norska vísu sem pabbi hennar hafði kennt henni um lóuna. Ég man ekki eftir að hafa heyrt hana áður, því oftast fór hún með fuglavísur eftir Jónas Hallgrímsson. Óhræsið var í uppáhaldi. Sem unglingur lærði amma að teikna og mála og því sinnti hún alla tíð. Eins hafði hún stundað leiklist og þótt hún hafi ekki fylgt því eftir var stutt í leikræn tilþrif og gáska. Við fórum í Laugardalslaug með pylsur í hitabrúsa. Á leiðinni heim datt henni í hug að við færum sín hvorum megin við handrið upp tröppurnar utan á sundstúkunni. Ég var send til Parísar en sjálf fór hún til London og svo hittumst við aft- ur í Reykjavík sem hún sagði að væri best því þar var hægt að sjá Esjuna og Snæfellsjökul. Í bíltúrum skemmti amma okkur með því að snarhemla og taka snöggt af stað og mér finnst eins og hún hafi kunnað að taka handbremsubeygju. Kannski er það misminni. Í veikindunum lék hún sér á svipaðan hátt, talaði um að fara í fallhlífarstökk og á sjóskíði þegar hún kæmist af spítalan- um, en síðustu vikurnar var svo af henni dregið að það varð sí- fellt erfiðara að fá hana til að slá á létta strengi. Ég kveð hana með miklum söknuði og þakklæti. Ragnheiður. Elsku fallega, góða amma okkar, hjartans þakkir fyrir allt saman. Guð geymi ykkur afa. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Ingibjörg, Kristín og Ágúst Bjarnabörn og barnabörn. Við systkinin vorum mikið með ömmu Öggu og afa Ágústi á æskuárunum, bæði á ferðalög- um um landið, sem og á Kleif- arveginum. Ferðalögin eru kannski eftirminnilegust – ferð- irnar í sumarbústaði SPRON í Húsafelli, skíðaferðir og ferðir á Þingvelli, sem ég held að amma hafi talið fegursta og mikilvæg- asta stað á jörðinni, enda kynnt- ust hún og afi þar. Amma var óhemju fyndin, skemmtileg og hugmyndarík, og urðu þessi ferðalög oft að miklum ævintýraferðum þar sem sagðar voru magnaðar sög- ur svo börnum varð nóg um. Hún hafði margar sögur að segja um landið og ferðir henn- ar um það þegar hún var ung og tók þátt í skátaferðalögum, og fór í ferðalög með pabba sínum (afa Hans) og Kristínu systur sinni. Sterkustu minningarnar sem ég á um ferðalög með ömmu Öggu eru þó líklega úr ferðum austur á firði þangað sem amma átti ættir að rekja. Mjög minn- isstætt er þegar ég fór 1985 með ömmu, pabba, mömmu og Gunnhildi systur minni að Sól- bakka á Borgarfirði eystri. Þar heimsótti amma móðurbróður sinn, Sigurð brúarsmið, og fjöl- skyldu hans, sem hún hafði aldrei fyrr hitt. Ég man vel eftir þegar hún tók skrefin upp að bænum til að heilsa fólkinu og kynna sig. Hún sagði að þetta hefðu verið erfið skref, en mikið var hún fegin að hafa tekið þau, því þarna var henni innilega fagnað. Sumarið 1997 fórum við síðan ásamt nokkrum hópi ættmenna í Loðmundarfjörð – sigldum þangað frá Seyðisfirði. Það var gríðarlega gaman og áhrifamik- ið að skoða þessa heimabyggð forfeðra ömmu, sem hafði þá verið í eyði um áratugaskeið. Ég fann hve mikilvægt ömmu fannst að vitja þessara staða; Seljamýrar, Stakkahlíðar, og legsteins ömmu hennar og nöfnu við kirkjuna á Klippstað. Ég held að þegar amma Agga dó hafi hún verið sátt við að fara. Heilsan leyfði henni ekki að njóta lífsins eins og hún vildi. Augun gerðu henni ekki lengur kleift að sjá landið sem henni þótti svo vænt um og fæturnir leyfðu henni ekki að ganga um það. Hún var jafn eldskörp og skemmtileg og vanalega, en lík- aminn er hvíldinni feginn. Ég þakka innilega fyrir allar góðu minningarnar. Árni Kristjánsson. Þegar ég hugsa um lang- ömmu kemur nær alltaf sama minningin upp í hugann, það er af henni sönglandi á meðan hún dundaði sér. Sönglið var kannski nær hummi af því að maður heyrði ekki laglínuna en vissi að eitthvað gott var í vændum, kannski súkkulaðisj- eik eða skyr með bláberjum og rjóma. Ég sat oft við eldhús- borðið á Jökulgrunni og horfði á langömmu í eldhúsinu. Þarna spiluðum við lönguvitleysu og ólsen ólsen og ég fékk að drekka appelsín úr staupi bara af því að mig langaði til þess, þó að það þýddi að hún þyrfti að fylla glasið á nokkurra mínútna fresti. Hún var svo góð við mig að ég stóð hana stundum að svindli til þess að leyfa mér að vinna. Í minningunni var hún frekar vinkona en amma, hvað þá langamma, enda meiri prakkari en ég. Hún setti á sig grímu og sveipaði sig rúmteppinu til þess að þykjast vera álfakóngur eða prinsessa. Þegar við fórum í bíó lögðum við alltof snemma af stað ef ske kynni að við villt- umst og lentum í ævintýri og ef við mættum snemma gerði það ekkert til, af því að við áttum hvort eð er eftir að heilsa upp á álfana. Fiskarnir á Hrafnistu- gólfinu lifnuðu við þegar við komum inn og við þurftum að halda utan um hvor aðra til þess að fljóta ekki burt með straumnum. Það var engin logn- molla í kringum ömmu Öggu. En þó að langamma hafi ver- ið mikill grínari þá var það margt sem hún tók alvarlega, þá sérstaklega náttúran. Hún kenndi mér nöfnin á hverju strái og blómi sem sást í Heið- mörk, þangað sem við fórum að skoða haustlitina. Hún kenndi mér fjallaheitin á leiðinni á Eyr- arbakka og prófaði mig í þeim á leiðinni til baka. En þó að ég hafi gleymt öllum þessum heit- um sem hún kunni, þá situr lotningin sem hún kenndi mér að sýna náttúrunni eftir. Hún kenndi mér að sjá fegurð henn- ar, sjá litina og finna lyktina. Hún kenndi mér fyrst og fremst að njóta, náttúrunnar og ann- ars. Ég þekki engan með jafn græna fingur og langamma, grasið var alltaf aðeins grænna hennar megin. Vandvirkni ein- kenndi allt sem hún gerði en ég held að það hafi verið róandi sönglið sem fékk blómin hennar til þess að blómstra aðeins feg- urra en önnur blóm í Reykjavík, og jafnvel þótt víðar væri leitað. Ég mun sakna þín mjög, elsku langamma Agga, og ég held að blómin muni gera það líka. Við erum öll heppin að hafa fengið að kynnast þér. Guðrún Svavarsdóttir. Ragnheiður Eide Bjarnason Er við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð færast löngu liðnar stundir okkur nær (Har. Ól.) Þetta er reyndar ekki eitt af lögunum hans Harðar en kemur þó upp í hugann þegar farið er yfir þann merka og mikilfeng- lega skátaferil sem Hörður skil- ur eftir sig. Sjálf ólst ég upp við skátalögin hans, ófá Vormót í Krísuvíkinni okkar, skemmtilegu varðeldarnir og kvöldvökurnar sem allar báru keim af þeim skátaanda sem endurspeglaðist í lögum og ljóðum eftir þennan merka mann. Hörður gegndi veigamiklu hlutverki á uppvaxtarárum Hörður Zóphaníasson ✝ Hörður Zóp-haníasson fæddist 25. apríl 1931. Hann lést 13. maí 2015. Hörður var jarðsunginn 29. maí 2015. Skátafélagsins Hraunbúa. Starfaði lengi sem félagsfor- ingi, tók virkan þátt í skátastarfi, var leiðbeinandi fyrir þá sem voru að feta sín fyrstu spor í skátunum og þótti þá einstaklega gott að geta leitað til hans til að fá ráð og leiðbeiningar við hverju því sem upp kom. Alltaf hafði hann gott fram að færa og fylgdi jafnan eftir. Sem kennari í eðli sínu virtist hann hafa góða tilfinningu fyrir þeirri óhefðbundnu kennsluað- ferð sem felst í skátastarfi og hafði trú á skátunum sínum. Sú arfleifð sem situr eftir hjá okkur skátunum og er innbyggð í skátastarf Hraunbúa ristir djúpt. Hún er gjöf sem okkur er gefin og okkur er falið að halda henni við. Í hug okkar og hjarta er einlægt þakklæti fyrir góða forystu, skemmtilegt, fjörugt og líflegt samstarf, ótrúlegt magn af söngvum og ljóðum sem munu fylgja okkur um ókomna tíð og minning um góðan mann með einlægan persónuleika. Hraunbúar senda aðstandend- um innilegustu samúðarkveðjur með þökkum fyrir samferðina. Fyrir hönd Skátafélagsins Hraunbúa, Hrafnhildur Ýr Hafsteins- dóttir félagsforingi. HINSTA KVEÐJA Með djúpri virðingu og þakklæti kveðja skátar góðan skátabróður. Allt til hinsta dags lagði Hörður Zóphaníasson sitt af mörk- um til að skilja við heiminn betri en hann var. Minning- in um Hörð mun ekki síst lifa í ljóðum hans um ókom- inn ár. Við skiljum hér í skátabæn og þökk, við skátasystkin syrgjum auð- mjúk, klökk. Hér kveðjumst við og kveðjan mín er hlý, sú kemur stund að hittumst við á ný. (Hörður Zóphaníasson) Bragi Björnsson, skátahöfðingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.