Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466
Opið 8-22
LEIÐSÖGUNÁM
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn-
dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal
að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland.
Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám.
Helstu námsgreinar:
• Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.
• Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
• Mannleg samskipti.
• Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu
sviðum.
Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir.
Umsögn:
- Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið -
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að
lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland.
-Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms.
-Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu
Helstu námsgreinar:
- Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum.
- Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
- Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
- Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði.
Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða.
Umsögn:
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Opið 8- 2
S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands. Námið stóð vel
undir væntingum þar sem fjölmargir kennarar komu að kennslunni og áttu
þeir auðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og ekki
síst að vekja mig til umhugsunar um þá auðlind sem landið okkar er og þá
virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og fróðir hver
á sínu sviði og áttu auðvelt með að koma efninu til skila. Námið gefur mikla
atvinnumöguleika og spennandi tímar eru framundan.
GUÐRÚN HELGA BJARNADÓTTIR,
VESTMANNAEYJUM
Brynja Dögg Guðmundsdóttir
brynjadogg@mbl.is
Siglingar skemmtiferðaskipsins
Ocean Diamond í kringum Ísland
eru hafnar. Þær eru á vegum ís-
lenska fyrirtækisins Iceland Pro
Cruises, og stefnt er að því að
skipið muni fara sjö hringferðir í
sumar. Heimahöfn skipsins verður í
Reykjavík þar sem allar ferðir
munu hefjast og enda. Skipið
stoppar á níu stöðum auk Reykja-
víkur; í Stykkishólmi, á Ísafirði,
Siglufirði, Akureyri, Seyðisfirði,
Höfn og í Vestmannaeyjum, auk
þess að fara að Flatey á Skjálfanda.
Ferðamennirnir koma víða að en
flestir eru frá Þýskalandi, Sviss og
Bandaríkjunum.
Íslendingar eiga ekki kost á að
kaupa ferðir með skemmtiferða-
skipinu vegna tollalaga, að sögn
forsvarsmanna Iceland Pro Crui-
ses.
Verði reglunum ekki breytt
verða einu Íslendingarnir sem kom-
ast í siglingu skipsins starfsmenn
um borð en á skipinu starfa íslensk-
ir leiðsögumenn og skemmtikraftar
sem sjá um að kynna land og þjóð.
Þeir sýna farþegum fegurð lands-
ins, benda á sögulegar staðreyndir
og kynna fyrir gestum ýmsa ís-
lenska siði. Þá verður einnig lögð
áhersla á íslenskan mat um borð og
um borð er verslun með íslenskum
vörum.
Lítið og kemst því víða
Skipið er fremur lítið miðað við
skemmtiferðaskip og þykir mjög
glæsilegt. Vegna stærðarinnar og
þeirra tuttugu Zodiac-gúmmíbáta
sem eru um borð getur skipið siglt
á staði sem hefðbundin skemmti-
ferðaskip hafa ekki gert til þessa.
Til að mynda eru bátarnir notaðir
til að fara í hvala- og fuglaskoðanir.
Fylgjast með skipstjóra
Mjög gott útsýni er frá skipinu
og aðgengi gott. Þá fylgir skipstjóri
svokallaðri Open bridge-stefnu sem
gengur út á það að með stuttum
fyrirvara geti farþegar fengið að
fara í brúna til skipstjóra og fylgj-
ast með því hvernig skipinu er siglt
og stýrt.
Sjávardemanturinn
hefur leyst landfestar
Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond fór af stað í fyrstu
ferðina Stefnir á sjö hringferðir kringum landið í sumar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Skemmtiferðaskip Ocean Diamond mun sigla sjö ferðir í kringum Ísland í sumar. Skipið lagði af stað frá
Reykjavíkurhöfn í gær í sína fyrstu ferð en skipið mun stoppa á níu stöðum landsins og mun ferðin taka tíu daga.
Svíta Skipið þykir búa yfir afar glæsilegum svítum með einstaklega stórum
svölum. Leiga á dýrustu svítum nemur 1,6-1,9 milljónum króna.
Matur Lagt er upp úr því að hafa
matinn um borð úr íslensku hráefni.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Rætist spár um vaxtahækkanir á
næstu misserum gæti vaxtakostn-
aður af óverðtryggðu 10 milljóna
króna láni með breytilega vexti
hækkað um allt að 250 þúsund á ári.
Almennt er búist við að Seðla-
bankinn hækki vextina 10. júní nk.
Jón Bjarki Bentsson, hagfræð-
ingur hjá Greiningu Íslandsbanka,
segir Greininguna spá því að stýri-
vextir Seðlabankans muni hækka
um 2,5% til ársloka 2017. Hún spái
0,5% hækkun stýrivaxta í júní og svo
aftur sömu hækkun fyrir lok þessa
árs. Þá spái Greiningin 1% hækkun
2016 og 0,5% hækkun 2017.
Samkvæmt vaxtatöflu Íslands-
banka eru breytilegir óverðtryggðir
vextir af húsnæðislánum nú 6% hjá
bankanum. Jón Bjarki segir tals-
verða fylgni milli stýrivaxta SÍ og
vaxtastigs hjá viðskiptabönkunum.
Fleiri þættir komi þó til.
Ef fylgni verður milli breytilegra
vaxta af óverðtryggðum íbúðalánum
hjá viðskiptabönkunum og stýri-
vaxta SÍ má taka eftirfarandi dæmi
með reiknivél á vef Íslandsbanka.
Fer úr 50 í 71 þúsund krónur
Miðað við 6% vexti af 20 ára
óverðtryggðu 10 milljóna króna
íbúðaláni með jöfnum afborgunum
er fyrsta vaxtagreiðslan 50.000 kr.
Hækki vextirnir í 6,5% fer fyrsta
vaxtagreiðslan í 54.167 krónur.
Hún hækkar svo í 58.333 krónur
ef vextirnir fara í 7% og í 62.500
krónur ef vextirnir eru 7,5%. Hún
hækkar svo enn frekar eða í 66.667
krónur ef vextirnir eru 8% og svo
aftur í 70.833 ef vextirnir eru 8,5%.
Hvert hálft prósent í vaxtahækk-
un þýðir samkvæmt þessari lauslegu
athugun að mánaðarleg afborgun
hækkar um 4.167 krónur af fyrstu
greiðslu, eða um 50.004 krónur á ári.
Sú upphæð fimmfaldast í 250 þús-
und ef vaxtahækkunin er 2,5%.
Skal tekið fram að með jöfnum af-
borgunum fara vaxtagreiðslur stig-
lækkandi þar til þær eru orðnar
hverfandi í lokin, sem er í þessu til-
viki greiðsla númer 240.
Undirstrikar þetta lauslega dæmi
hve mikil áhrif vaxtahækkanir geta
haft á greiðslubyrði íbúðalána.
Ari Skúlason, sérfræðingur hjá
Landsbankanum, telur hærri fjár-
magnskostnað geta haft í för með
sér að hluti lántaka muni endur-
fjármagna óverðtryggð íbúðalán og
fara yfir í verðtryggð íbúðalán.
Ari rökstyður þessa skoðun sína
með því að benda á að vaxtahækk-
anir skili sér beint í hækkandi
greiðslubyrði óverðtryggðra íbúða-
lána sem eru með breytilegum vöxt-
um. Þá megi benda á að fastir vextir
til þriggja ára af óverðtryggðum lán-
um fari að renna út og við taki nýtt
og hærra vaxtastig.
Hærri vextir
hækka óverð-
tryggðu lánin
Greiðslubyrði af 10 milljóna kr. láni
til 20 ára gæti hækkað um 250 þúsund
Morgunblaðið/Ómar
Þingholtin Vextir eru á uppleið.
Verðtryggð lán vinsæl
» Samkvæmt upplýsingum á
vef Seðlabankans voru ný
óverðtryggð íbúðalán með veði
í íbúð, að frádregnum upp-
greiðslum, alls 1.986 milljónir
fyrstu fjóra mánuði ársins.
» Ný verðtryggð íbúðalán með
veði í íbúð, að frádregnum
uppgreiðslum, voru þá til sam-
anburðar 5.771 milljón króna.
» Hlutfall óverðtryggðra lána
var því 25,6% og hlutfall verð-
tryggðu lánanna 74,4%.
» Skal tekið fram að greiðsla
séreignarsparnaðar inn á
höfuðstól húsnæðislána getur
haft áhrif á uppgreiðslurnar.
» Þessar tölur hafa ekki verið
sundurliðaðar m.t.t. þessa.
Marta Guðjónsdóttir, varaborgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borg-
arstjórn Reykjavíkurborgar, segir
meirihlutann í borginni hafa misst
sjónar á því sem skiptir máli í borg-
inni en áttundubekkingum verður
ekki boðin vinna í Vinnuskóla borg-
arinnar í sumar. Marta flutti tillögu í
borgarstjórn á þriðjudag þess efnis
að ákvörðunin yrði endurskoðuð af
hálfu borgaryfirvalda en tillögunni
var hafnað.
„Sumarleyfi hefjast fljótlega og
1.354 nemendur í áttunda bekk
munu ekki eiga þess kost að fá vinnu
hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Tillaga
mín fjallaði einnig um að bjóða ætti
upp á fjölbreyttari störf og þar með
þróa starfsemi Vinnuskólans,“ segir
Marta og bætir við að Vinnuskólinn
hafi verið stofnaður árið 1951 og
hafa 13 til 15 ára krakkar fengið
vinnu meira og minna frá upphafi.
Hún segist hafa fengið þær upp-
lýsingar frá skólastjóra Vinnuskól-
ans að í fyrra hafi um 30 milljónir
króna sparast með því að ráða átt-
undubekkinga ekki í vinnu og sparn-
aðurinn sé því á bilinu 30 til 40 millj-
ónir króna í ár.
Marta flutti sömu tillögu á síðasta
kjörtímabili en áttundubekkingum
hefur ekki verið boðið starf hjá
borginni frá árinu 2011. Árið 2011
var vinnutímabilið hjá ungmennum í
níunda og tíunda bekk skert. Marta
segir Vinnuskólann gegna bæði for-
varnarhlutverki og uppeldislegu
hlutverki og segir hún nokkuð um
að foreldrar sem eru óánægðir með
stefnu borgarinnar hafi haft sam-
band vegna þessa.
Áttundubekkingar án atvinnu