Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
www.facebook.com/spennandi
Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16
Skoðið la dal is/ firhafnir
Verð frá 23.900.-
Vertu vinur á
Facebook
Vertu vinur á
Facebook
Yfirhafnir
laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið laxdal.is/yfirhafnir
SUMARYFIRHAFNIR
Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575
fimmtudag, föstudag og langan laugardag
18.900.- 7.900.-
SUMARSPRENGJA
30% afsláttur af
sumarjökkum og buxum
Allar hálfermaskyrtur á 4.900,-
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Það er mótsagnakennt að tortryggja
annars vegar tveggja milljarða
króna innlán VÍS til SPRON, sam-
hliða því að Exista fái lán sömu fjár-
hæðar frá SPRON, og halda því hins
vegar fram að lánið til SPRON hafi
haft neikvæð áhrif á lausafjárstöðu
sparisjóðsins.
Þetta var á meðal þess sem fram
kom í máli Óttars Pálssonar, verj-
anda Rannveigar Rist, við málflutn-
ing í SPRON-málinu svonefnda í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Aðalmeðferð málsins lauk í gær
en fjórum fyrrverandi stjórnar-
mönnum SPRON og fyrrverandi
sjóðsstjóra Sparisjóðsins er gefið að
sök að hafa misnotað aðstöðu sína í
sjóðnum og stefnt fé hans í verulega
hættu með því að fara út fyrir heim-
ildir til lánveitinga þegar þau sam-
þykktu á stjórnarfundi SPRON hinn
30. september árið 2008 að veita
hlutafélaginu Exista tveggja millj-
arða króna peningamarkaðslán án
trygginga og án þess að meta
greiðslugetu og eignastöðu félags-
ins í samræmi við útlánareglur
sparisjóðsins.
Ólögmætt og olli
fjártjónshættu
Saksóknari í málinu, Birgir Jón-
asson, telur að brot ákærðu hafi
verið stórfelld. Þeim hafi ekki getað
dulist að tveggja milljarða króna lán
sem þau samþykktu að veita Exista
hafi verið ólögmætt og valdið spari-
sjóðnum verulegri fjártjónshættu.
Refsing við umboðsbrotum er
venjulega allt að tvö ár.
Hann benti á í málflutningi sínum
að brotavilji Guðmundar Arnar
Haukssonar, fyrrverandi forstjóra
SPRON, hefði verið sterkari en
stjórnarmannanna. Þungir dómar
hefðu jafnframt fallið á allra sein-
ustu árum í málum sem varða um-
boðssvik í bankastarfsemi.
Hann vísaði til reglna sjóðsins um
lánveitingar og ábyrgðir, en í grein
1.2 segir að lánveitingar skuli á hverj-
um tíma miða að því að markmiðum
SPRON um arðsaman rekstur,
sterka eiginfjárstöðu og góða lausa-
fjárstöðu verði náð. Einnig segir að
ákvarðanir um útlán skuli byggja á
faglegum og viðskiptalegum for-
sendum. Lánveitingar og önnur fyr-
irgreiðsla til viðskiptavina skuli taka
mið af fjárhagsstöðu, greiðslugetu og
viðskiptasögu viðkomandi.
Um 1,3 milljarðar króna hafi verið
greiddir til baka vegna lánsins. Sam-
kvæmt útreikningum Daníels Ise-
barn Ágústssonar, verjanda Ara
Bergmanns Einarssonar, er um að
ræða 930 milljóna króna greiðslu
Klakka til ESÍ, Eignasafns Seðla-
banka Íslands, og 350 milljóna króna
greiðslu sem slitastjórn SPRON fékk
vegna nauðasamninga við Exista.
„Gat ekki dulist að lánið
hefði verið ólögmætt“
Aðalmeðferð í SPRON-málinu svonefnda lauk í gær
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Héraðsdómur Um 1,3 milljarðar króna hafa verið greiddir til baka af láninu skv. útreikningum Daníels Isebarn
Ágústssonar, verjanda eins sakborninganna. 930 milljóna kr. greiðsla Klakka til ESÍ og 350 milljónir kr. frá Exista.