Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Samþykkt liggur fyrir hjá hverfis- ráði Laugardals í Reykjavík um að greiða götu beiðni Ilmar Kristjáns- dóttur, leikkonu og varaborgarfull- trúa, og fleiri íbúa á svæðinu um leyfi fyrir sameiginlegu hænsnahaldi á lóð í eigu borgarinnar á milli Rauðalækj- ar og Laugarnesvegar. Ríflega tuttugu manna samráðs- hópur íbúa í hverfinu stendur á bak við áætlunina en hugmyndir hópsins miða að því að almenningur geti einnig notið þess að umgangast fuglana. Lóðin sem um ræðir var áð- ur leikvöllur en stendur svo til auð í dag. Beiðnin er tilkomin af því að í nýlegum reglum um hænsnahald í borginni er einungis gert ráð fyrir umsóknum einstaklinga auk þess sem ekki hefur verið skorið úr um leyfi til afnota af lóðinni af hálfu borgarinnar. Ekki stendur þó til að víkja frá öðrum meginreglum Reykjavíkurborgar um hænsnahald utan landbúnaðarsvæða en þar er m.a. kveðið á um fjórar hænur að há- marki auk skilyrða um frágang og aðstöðu fyrir fuglana. Hverfisráðið lýsti yfir ánægju og velvilja í garð málsins og vísaði því til frekari athugunar hjá Þjónustu- miðstöð Laugardals og Háaleitis þar sem það er enn á frumstigi. Ýmislegt þarf þó að gerast áður en búskapur getur hafist í hverfinu því fá þarf samþykki allra nágranna, standast skoðun heilbrigðiseftirlits og fá leyfi fyrir byggingu hænsnaskúrs. Áhugi almennings á hænsnahaldi í þéttbýli hefur vaxið stöðugt á síðustu árum en sveitarfélögin setja hvert og eitt reglur um slíkt . bso@mbl.is Hænsnagerði í Laugardal Morgunblaðið/Ómar Húsdýr Hænur sækja í borgina á ný.  Hópur íbúa hyggst reisa sameiginlegt hænsnagerði á auðri lóð í hverfinu  Leita á náðir borgaryfirvalda Danska eftirlitsskipið Thetis lá við bryggju í Ægisgarði í gær og því til samlætis lágu íslensku varðskipin Þór og Týr. Danski sjóherinn fékk Thetis afhent árið 1990 og hefur skipið síðan þá sinnt fjölmörgum verkefnum, t.d. fylgt Danne- brog, snekkju Margrétar Danadrottningar. Morgunblaðið/Júlíus Danskt eftirlitsskip við Íslandsstrendur Thetis, Þór og Týr lágu við Ægisgarð 17 ára stúlka lést á gjörgæslu að- faranótt mánudags. Hún veiktist hastarlega á Akranesi aðfaranótt sunnudagsins 31. maí eftir að hafa tekið inn e-töflu, að því er talið er. Séra Eðvarð Ingólfsson, sóknar- prestur Akraneskirkju, segir málið mikinn harmleik og mikla sorg sem því fylgi. „Það eru ýmsar spurningar sem vakna og sorgin er verkefni til þess að takast á við. Hún átti marga vini og skyldmenni hér á Skaganum,“ segir Eðvarð. „Samfélag eins og Akranes verður hálflamað þegar svo sorgleg tíðindi berast,“ segir hann. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig staðið verður að bænastund en í komið hafa fram óskir um bænastund fyrir vini hinn- ar látnu,“ segir Eðvarð. „Þegar fólk stendur saman sem einn maður í mótlæti og sorg þá er alltaf mikill styrkur í því. Mikilvæg- ast er að fólk standi saman,“ segir Eðvarð. Hann, ásamt öðrum presti Akra- neskirkju, hefur hlúð að ættingjum og vinum hinnar látnu í samstarfi við áfallateymi sjúkrahússins. Margir hafa leitað til þeirra í safn- aðarheimilið eða á skrifstofu kirkj- unnar. 17 ára stúlka lést á gjörgæslu Fyrir þá sem ekki treysta sér í rekstur hænsnakofa árið um kring eða eru óvissir um hvort hænsnabú- skapur hentar þeim býðst sá mögu- leiki að leigja hænur í styttri eða lengri tíma. Júlíus Már Baldursson, land- námshænubóndi í Þykkvabæ, býður upp á leigu á hænum til lengri eða skemmri tíma. Leigan er hófleg, 1.800 kr. á mánuði fyrir hverja varphænu. Þá tekur leigutakinn við hænunni með fóðri og matarílátum, heldur þeim afurðum sem af henni koma og skilar hænunni í lok samn- ingstíma. Þessi þjónusta hefur ver- ið vinsæl yfir sumarið og kjósa margir að hafa hænurnar hjá sér í sumarbústaðnum. Það gerist þó æ algengara að fólk fái til sín hænur í þéttbýli. Þeir sem geta ekki haldið dýrin heimavið til langtíma geta sent hænur í fóstur en þá heldur Júlíus þær á bænum gegn vægu gjaldi og sendir eggin áfram til eigendanna. Fósturhænur hafa t.d. verið vinsæl brúðargjöf. Margar leiðir færar í eignarhaldi á hænum  Vill kynna hænuna fyrir sem flestum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hænuleiga Júlíus Már Baldursson býður upp á leigu á hænum. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Helmingur verðmætasköpunar Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum (VSV) umfram al- mennan rekstrarkostnað og fjármagnskostnað fer í vasa hins opinbera og til lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í útreikn- ingum KPMG á skattaspori VSV en útreikningarnir voru kynntir á aðalfundi VSV sem haldinn var í Eyj- um á þriðjudaginn var. Þeir náðu til VSV og allra inn- lendra dótturfélaga þess. Í útreikningunum kemur fram að 41,5 prósent verð- mætasköpunar umfram rekstrarkostnað og fjár- magnskostnað renni til rík- is og sveitarfélaga, átta prósent til lífeyris- sjóða, 35,5 prósent til launafólks í vinnu hjá Vinnslustöðinni og 15 prósent til hluthafanna. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri VSV, segir útreikninga KPMG hafa komið sér á óvart. „Þessi skipt- ing, þegar búið er að tína alla þessa skatta til sem lagðir eru á fyrirtækið og starfsmenn þess, leiðir í ljós að heildarframlag starfs- manna og fyrirtækisins til samfélagsins er gíf- urlegt. Það að ríkið fái meira í sinn vasa held- ur en allir starfsmenn Vinnslustöðvarinnar getur varla talist eðlilegt,“ segir Binni og bendir á að sé skattaspori VSV deilt niður á starfsmenn fyrirtækisins komi í ljós að fram- lag hvers starfsmanns sé um 700 þúsund krón- ur á mánuði árið um kring. „Þau verðmæti sem starfsmenn búa til fara í vasa ríkis og sveitarfélaga en ekki til þeirra sem starfa við að skapa verðmætin.“ Helmingur í rekstrarkostnað Á síðasta ári nam verðmætasköpun í Vinnslustöðinni 11.966 milljónum króna. Þar af fóru 5.577 milljónir í almennan rekstrar- kostnað skv. ársreikningi fyrirtækisins og skattasporið nam samtals 2.872 milljónum króna. Rúmlega þrír milljarðar króna fóru í launagreiðslur til starfsmanna, 1.613 milljónir króna til yfirvalda og lífeyrissjóða í formi gjaldfærðra skatta, og afkoma félagsins því 1.141 milljón króna. Til þess að reikna út skattaspor fyrirtækja bætast innheimtir skattar sem námu 1.259 milljónum króna á síðasta ári við gjaldfærða skatta að fjárhæð 1.613 milljónir króna. Vísar skattasporið þannig til þeirra skatta og gjalda sem myndast vegna þeirrar verðmætasköp- unar sem rekstur fyrirtækja skilar. Binni telur að þetta sé með fyrstu útreikn- ingum á skattaspori sjávarútvegsfyrirtækja sem séu gerðir hérlendis en stuðst er við að- ferðafræði sem KPMG þróaði með dönskum viðskiptavinum, þannig að hægt væri að leggja mat á það hvernig verðmætasköpunin skiptist. „Það ber líka að hafa það í huga að um helmingur teknanna fer í rekstrarkostnað og þar er án efa mjög stór hluti sem rennur til ríkisins,“ segir Binni og vísar þar til kostnaðar við ýmiss konar aðkeypta þjónustu þjónustu- fyrirtækja, ásamt útflutningsgjöldum skipa- félaganna, svo nokkuð sé nefnt, en skattar af rekstrarkostnaðinum voru ekki taldir með í útreikningum á skattasporinu. Hann segir að eftir standi tæpar 900 millj- ónir fyrir hluthafa VSV, sem til dæmis væri hægt að nýta til fjárfestingar í nýsköpun. „Hagnaður er þeir peningar sem hluthafar geta ráðstafað til niðurgreiðslu skulda, til fjár- festinga í nýsköpun eða til að greiða sjálfum sér arð.“ Skattaspor VSV tæpir 3 milljarðar  Helmingur verðmætasköpunar Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum umfram almennan rekstr- arkostnað og fjármagnskostnað á síðasta ári rann til íslenska ríkisins, sveitarfélaga og lífeyrissjóða Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Skattaspor Vísar til skatta og gjalda sem myndast vegna verðmætasköpunar fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.