Morgunblaðið - 04.06.2015, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
Afi minn, hann
Guðmundur Sigur-
monsson, sem ég er
svo ánægður með
að heita í höfuðið á
enda er hann ein af mínum
mestu fyrirmyndum í lífinu, er
látinn. Ekkert sem ég get skrifað
hér fær því lýst hversu vænt mér
þykir um þig eða hversu mikil
áhrif þú hafðir á mig.
Það var alltaf svo gott að
koma í sveitina til þín og ömmu.
Það var alltaf nóg að gera og
Guðmundur
Sigurmonsson
✝ GuðmundurSigurmonsson
fæddist 27. mars
1944. Hann lést 11.
maí 2015.
Útför hans var
gerð 23. maí 2015.
sama hversu upp-
tekinn þú varst
hafðir þú alltaf tíma
til að vera með mér,
við gátum alltaf
gert eitthvað
skemmtilegt saman,
farið niður í fjöru
eða upp að vatni.
Þrátt fyrir að við
værum bara að
sinna öllu því sem
þurfti að gera var
alltaf gaman hjá okkur.
Þú varst alltaf tilbúinn til þess
að hjálpa öllum sem til þín leit-
uðu og ég get ekki gleymt því
þegar þú lést bílinn standa vegna
þess að máríuerla hafði gert sér
hreiður undir vélarhlífinni og þú
vildir ekki taka undan henni. En
margar svona sögur eru til af þér
að hjálpa öðrum. En auk þess að
kenna mér umburðarlyndi og
hjálpsemi, þolinnmæði og vel-
vilja til allra hvattir þú mig líka
alltaf áfram í því sem ég tók mér
fyrir hendur og leiðbeindir mér
eftir bestu getu. Ég hefði ekki
getað beðið um betri afa en þig.
Núna þegar ég kveð þig og syrgi
koma margar stundir upp í hug-
ann þar sem ég var þakklátur
fyrir að geta kallað þig afa og
leitað til þín.
Það er mér ómetanlegt að
hafa átt þig að og fengið að
kynnast þér jafnvel og raun ber
vitni.
Núna þegar ég kveð þig
hjálpa allar þessar góðu minn-
ingar sem ég á mér í gegnum
daginn.
Þú hefur sett þitt mark á líf
mitt og margra annarra og ekki
fer á milli mála að líf þitt var
vissulega bæði gott og þýðing-
armikið.
Takk fyrir samveruna, ástina,
umhyggjuna og allt það stóra og
smáa sem þú gerðir með mér og
fyrir mig.
Nafni þinn og barnabarn,
Guðmundur Gunnar.
HINSTA KVEÐJA
Gerðu vel við góðan dreng
Guð minn almáttugur.
Tengdu hans ljúfa lífsins streng
svo lifni þrek og dugur.
Leyf honum sigla ljóssins haf
í logni og ofsavindum
– þá reynir á allt sem guð
hans gaf
að glæstum himna lindum.
Haf hann í þínum heimareit
helgum, dýrðar sönnum
og í þinni sigursveit
til sigurs öllum mönnum.
Jónína, Guð með þér gangi
gæfusólu undir
og þínu eðalfólki
allar lífsins stundir.
Sjöfn og Vígþór.
Horfin úr þessum
heimi er nú hún
amma mín, Helga
Helgadóttir. Tárin
renna niður kinn-
arnar, ég á erfitt með að trúa því
að hún sé farin. En hún er komin á
betri stað. Hún er komin til afa
Jóns sem kvaddi hana og okkur öll
allt of snemma. Minningarnar
streyma fram, minningar sem ég
er svo þakklát fyrir að eiga.
Ömmu minni á ég svo margt að
þakka. Amma Helga ól mig upp að
hluta til, því ég var mjög mikið hjá
henni og afa Jóni sem barn. Við
héldum síðan góðu sambandi eftir
að ég komst á unglingsárin og
þegar ég varð fullorðin.
Þegar ég hóf skólagöngu mína
þá labbaði amma með mér í skól-
ann og á ég skýra minningu frá
því að hún sleppti hendinni minni
og sagði „nú ferðu sjálf“ og ég
labbaði áfram í Kársnesskóla. En
amma beið og horfði á eftir mér og
sá til þess að ég kæmist í skólann.
Ég gisti ótal oft á Kópavogsbraut-
inni og á kvöldin þá sat ég í fang-
inu á henni og hún sönglaði fyrir
mig Sofðu unga ástin mín, ég man
hvað þetta var róandi og hversu
örugg ég var hjá henni. Við sátum
svo í eldhúsinu og fengum okkur
ískalda mjólk og kleinur. Amma
Helga Helgadóttir
✝ Helga Helga-dóttir fæddist
27. júlí 1926. Hún
lést 18. maí 2015.
Útför Helgu fór
fram 27. maí 2015.
bakaði bestu kleinur
sem til voru og bestu
flatkökurnar og var
ekki lengi að henda í
pönnukökur þegar
gesti bar að. Ég
flutti til hennar
tímabundið þegar ég
var í stúdentspróf-
um til að fá algjöran
frið og ró. Hjá ömmu
var nefnilega alltaf
gott að vera.
Amma mín var harðdugleg
kona sem sat aldrei auðum hönd-
um. Amma var alltaf eitthvað að
gera. Hún var alltaf með eitthvað í
höndunum. Ég á eftir hana marg-
ar gersemar. Fallega dúka, sæng-
urver, jólaskraut, vettlinga og
fleira fallegt. Ég fékk síðan tæki-
færi til að hugsa um hana þegar
hún fór að eldast og bakið byrjaði
að valda óþægindum. Ég naut
þess virkilega að fá að hjálpa
henni en amma var sjálfstæð með
eindæmum og minnti mig reglu-
lega á að hún gæti nú alveg gert
þetta sjálf þegar ég var að taka
þvottinn eða skipta um á rúminu
hennar.
Við áttum svo margar góðar
stundir saman. Hún hafði mikla
unun af tónlist og leikhúsi og fór-
um við reglulega saman á slíkar
sýningar. Það var hægt að spjalla
við hana um hvað sem var. Hún
var alltaf til í að hlusta og segja
sína skoðun. Sú skoðun var reynd-
ar ekki alltaf sú sama og maður
hafði sjálfur og ekkert endilega
það sem maður vildi heyra í það
skiptið en amma sagði alltaf sína
meiningu. Hún var fylgin sér.
Ömmu gat maður treyst fyrir
hverju sem var, öllum leyndar-
málum og erfiðleikum.
Í síðustu heimsókn minni til
hennar nokkrum dögum fyrir
andlát hennar, sem bar brátt að,
þá rifjuðum við upp gamla tíma á
Kálfafelli þegar hún kenndi mér
að baka kleinurnar góðu, hversu
merkilegt mér fannst þegar hún
var að baka flatkökurnar og skutl-
aði þeim á berar hendurnar eins
og ekkert væri, skrældi kartöflur
líka berhent. Hún skrældi þrjár á
meðan ég bisaði við eina. Amma
brosti og hló við. Amma mundi
eftir gömlu og góðu tímunum.
Hvíl í friði, elskulega amma
mín, laus undan skugganum sem
fylgdi sjónleysinu og móðunni
sem fylgdi minnistapinu. Þú varst
mín stoð og stytta, vinkona og
verndari. Ég elska þig meira en
orð fá lýst. Þín alltaf,
Helga Rún Runólfsdóttir.
Elsku amma mín, þá ertu kom-
in til afa Jóns, Bergs frænda og
Bjargar, mömmu minnar, það
leikur enginn vafi á að þau hafa
tekið einstaklega vel á móti þér.
Amma mín, þú varst mér svo of-
boðslega kær. Nú þegar ég sit
hérna og minnist þín koma svo
óhemju margar minningar upp í
kollinn að ég gæti skrifað heila
bók. Ég man svo rosalega vel eftir
öllum tímunum okkar saman á
Kópavogsbrautinni, þar var alltaf
best að vera og fá að gista í afa-
holu. Þar sátum við tímunum sam-
an og spiluðum svartapétur og þú
furðaðir þig mikið á því hvernig
stæði á því að ég vann bara alltaf.
Þvílíkur spilasnillingur sem ég
hlyti að vera. Það var ekki fyrr en
nokkrum árum seinna sem ég
kom til ömmu og játaði á mig
miklu svikamylluna. Það var
nefnilega þannig að ég sá alltaf
spilin hennar ömmu þar sem þau
spegluðust í gleraugunum henn-
ar. Amma hló mikið og loksins var
komin niðurstaða í þessa miklu
heppni mína í spilum. Amma var
mér alltaf rosalega góð og þá sér-
staklega þegar mamma mín féll
frá, þá tók gamla sig til og flutti
inn til okkar pabba. Amma vildi
bara halda uppi sem eðlilegustum
hefðum sem við vorum vön, elda
fyrir okkur, setja útivistarbann og
allt sem var mjög vinsælt fyrir
unglinginn mig. Ég er henni
ömmu minni afar þakklát fyrir allt
sem hún hefur gert fyrir mig og
allar minningar okkar saman. Set
hérna vögguvísuna sem amma
söng mig alltaf í svefn með.
Sofðu unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur.
Það er margt, sem myrkrið veit,
– minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar
sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta
og sakna.
(Jóhann Sigurjónsson)
Elsku amma mín, núna ertu
komin á betri stað og að öllum lík-
indum búin að rífa upp prjónana
að hefja næsta verkefni. Ég mun
halda fast í allar minningarnar
okkar. Guð geymi þig, elsku
amma.
Þín ömmustelpa,
Svala Magnúsdóttir.
Nú er vor yfir jörð.
Yfir fjall, yfir fjörð
hellast fossar af skín-
andi, blikandi ljóma.
Hér er unaður nýr,
þegar árdagsblær hlýr
leysir allt, sem að lifir úr kveljandi
dróma.
Hið ónýta og visna að hauðrinu hnígur.
Til himinsins ilmur frá jörðinni stígur.
Þannig hefst kvæði sr. Tryggva
Kvaran, Vor í Skagafirði, tileinkað
Varmahlíðarfélaginu á fjórða ára-
tugi síðustu aldar. Þá hljóp lítill
drengur um velli frammi í Lýtings-
staðahreppi, fyrst í Árnesi og síðan
á Nautabúi, yngstur systkina
sinna. Minnist ég systkina hans,
Helgu á Fitjum, Sigfúsar í Stein-
túni og Steindórs á Nautabúi, en
Magnús, næstur Indriða að aldri,
ber árin með sóma. Minnisstæð er
mér og móðir þeirra, Margrét
Helga Magnúsdóttir, húsfreyja á
Nautabúi, tíguleg kona með sinn
hvíta fléttukrans um höfuð, ímynd
íslenskrar ömmu í huga barnsins.
Frá 1960 bjó Indriði sínu búi á
kostajörðinni Hvíteyrum ásamt
konu sinni Rósu Björnsdóttur frá
Mælifellsá og dætrunum fjórum,
fæddum á 16 ára bili. Hvíteyrar
byggði fyrstur Páll Sigfússon frá
Mælifelli á eyrunum hvítu niður
með Mælifellsánni, skammt frá
Mælifellsrétt. Einmitt þar, á rétt-
arveggnum, bundust órjúfanleg
vináttubönd á milli fjölskyldnanna
á Hvíteyrum og Mælifelli haustið
1972. Ég var lánsöm stúlka að geta
skottast milli bæjanna, enda ekki
langt að fara, og sótti í félagsskap
Indriðadætra, einkum Helgu Rós-
ar, en Eydís og Magga voru mik-
ilvægar fyrirmyndir, hvor á sinn
hátt. Í huga koma stemningsmynd-
ir við eldhúsborð þar sem margt
Indriði
Sigurjónsson
✝ Indriði fæddist5. nóvember
1933. Hann lést 14.
maí 2015. Útför
hans fór fram 26.
maí 2015.
var skrafað og útivið
við leik og störf. Þau
hjónin voru mér sem
aðrir foreldrar og
mikið varð ég glöð
þegar Indriði lofaði
mér með út á Krók á
heitum júlídegi 1976
að sjá nýfæddu dótt-
urina Berglindi.
Indriði var okkur
systkinum hlýr og
góður og foreldrum
okkar mikil hjálparhella. Ef eitt-
hvað fór úr skorðum heima var
hann strax kominn til viðgerða og
viðræðna. Með ýtunni sinni útbjó
hann lítið vatn, sem við kenndum
við sumardaginn fyrsta, í mýrinni
uppi við hamrana þar sem ella var
skepnum skeinuhætt. Mófuglar
nutu góðs af og við vinstúlkurnar
böðuðum okkur í vatninu á sólrík-
um sumardögum og renndum okk-
ur á skautum að vetrum. Faðir
minn og Indriði voru um margt lík-
ir enda báðir af Bergsætt; hug-
myndaríkir menn, laghentir og
framkvæmdasamir og Indriði bjó
að auki yfir hugviti og færni til að
útfæra ýmsar tæknilegar lausnir
þegar með þurfti. Boginn yfir sálu-
hliðinu í Mælifellskirkjugarð ber
listfengi og smíðagáfu Indriða á
Hvíteyrum fagurt vitni. Ég sé
hann fyrir mér í dag, kankvísan á
svip með glettni í augum, hraustan
heiðursmann, ræktanda bústofns
og jarðar af Guðs náð.
Andlát Indriða bar upp á upp-
stigningardag, sauðburður í há-
marki, vor yfir jörð, Mælihnjúkur
himinhái í beinni sjónlínu úr stofu
hans. Ávallt var hann sjálfs sín ráð-
andi en kaus sér vinnuhjúaskildaga
til að kveðja þessa vist og fara á vit
annarrar betri. Móðir mín, Guðrún
á Mælifelli eins og hún var lengi
kölluð, sendir hlýjar kveðjur og
sömuleiðis Lárus bróðir. Við bless-
um minningu Indriða Sigurjóns-
sonar og biðjum góðan Guð að vaka
yfir öllu hans fólki.
María Ágústsdóttir
frá Mælifelli.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Húsviðhald
Ríf ryð af þökum,
ryðbletta, hreinsa
þakrennur og tek að
mér ýmis smærri
verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smáauglýsingar
✝ Ingunn Ás-geirsdóttir
fæddist í Reykjavík
18. febrúar 1942.
Hún lést á Land-
spítalanum 7. maí
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Ásgeir Júl-
íusson, f. 7. desem-
ber 1915, d. 1965,
og kona hans Guð-
rún Guðmunds-
dóttir, f. 11. desember 1916, d.
2003. Eftirlifandi systkini henn-
ar: Ingibjörg, Ás-
geir, Helga og
Rúna.
Börn átti hún
tvö, Val Guðmund,
sem er látinn, eign-
aðist tvö börn, Óð-
in Val og Valdísi,
og Ingibjörgu
Önnu sem á dæt-
urnar Birtu og
Rúnu.
Úför Ingunnar
fór fram í Fossvogskirkju 20.
maí 2015.
Hún er stóra systir.
Ég segi er því hún verður alltaf
það.
„Þú ert systir mín og ég hef rétt
á að vera með þér!“
Ég er litla systir, elti hana á
röndum, á í henni hvert bein. Hún
vill heldur vera með jafnöldrum
sínum.
„Þegar þú ferð í skóla verðurðu
sprautuð!“ Ahh, læknar, minn
Akkillesarhæll. Þegar ég byrja í
skóla forðast ég Ólaf lækni, hann
er á grænum Chrysler með
læknatösku. „Ég fer ekki með í
jólaboð!“ – hún er vatnsberi og
uppreisnarseggur. Pabbi reynir
að vera töff.
Þegar hrekkjasvínin ógna
henni í helli í Lækjaskóla kemur
litla systir og stendur fyrir framan
hana og býður hrekkjasvínunum
byrginn. Ég elska hana svo heitt
og hef ekki vit á að vera hrædd við
hrekkjasvínin.
„Segðu mér sögu“. Það koma
sögur úr efri kojunni. Skemmti-
legar sögur um ferðir í berjamó og
fólkið sem býr í betrekkinu. Ég vil
ekki að hún hætti. Frásagnargáf-
an er til staðar alla tíð – ævintýra-
legar, krassandi frásagnir fylgja í
kjölfarið.
Hún fer sinn veg og ég fer
minn. Samt alltaf tengdar, alltaf í
bandi við finnumst við aftur. Alltaf
hægt að taka upp þráðinn.
Hún er greind, klár, fer sínar
eigin leiðir – hugsar sitt – vatns-
beri með tungl í hrút. Spekingur,
sjálfstæð, óhefðbundin. Hún er
einstök.
Ég segi er því hún verður alltaf
það.
Hún er stóra systir.
„…How wonderful life is while
yoúre in the world…“ söng Elton
John. …„Hve lífið er undursam-
legt á meðan þú ert í heiminum…“
Ingibjörg Ásgeirsdóttir.
Ingunn
Ásgeirsdóttir
Elsku hjartans
systir mín, sem
sýndir mér svo mikla þolinmæði
þegar ég var lítill og kenndir mér
svo ótal margt.
Elsku hjartans mágkona mín,
sem tókst svo vel á móti mér þeg-
ar ég kom í fjölskylduna ykkar
fyrir 26 árum.
Alltaf stutt í grín og glens, allt-
Jóhanna
Gunnlaugsdóttir
✝ Jóhanna Gunn-laugsdóttir
(Jóka) fæddist 6.
ágúst 1963. Jó-
hanna lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
17. maí 2015.
Útför hennar fór
fram 29. maí 2015.
af svo dugleg og
alltaf svo góð.
Við elskum þig og
munum elska minn-
inguna um þig.
Minningu sem mun
hlýja okkur um
hjartarætur ásamt
yndislegu og fallegu
lopapeysunum frá
þér um aldur og
ævi.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þinn bróðir og þín mágkona,
Gunnlaugur (Gulli) og
Anna Björk.