Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Álftin Svandís, sem verpt hefur í hólmanum í
Bakkatjörn á Seltjarnarnesi undanfarin nítján
sumur, sást synda um tjörnina með unga í fyrra-
dag. Ólafur Gunnar Sæmundsson átti þar leið
um og tók þá meðfylgjandi mynd. Ólafur átti aft-
ur leið framhjá tjörninni í gær. Þar synti Svandís
um, en enginn sást unginn, þrátt fyrir að Ólafur
hefði dokað þar við um skeið og svipast um eftir
unganum.
Svandís mætt á sama stað 19. sumarið í röð
Ljósmynd/Ólafur Gunnar Sæmundsson
Álftir og ungi syntu um Bakkatjörn
Gunnar Dofri Ólafsson
Kristján H. Johannessen
„Það gerðist í raun ekki neitt á þess-
um fundi. Við upplifum stöðuna sem
svo að við eigum nú í einhvers konar
sýndarviðræðum við ríkið,“ segir
Páll Halldórsson, formaður samn-
inganefndar Bandalags háskóla-
manna, en fundi þeirra við samn-
inganefnd ríkisins lauk án árangurs í
gærkvöldi. Ekki hefur verið boðað
til nýs fundar í deilunni.
Páll segir afstöðu samninga-
nefndar ríkisins koma sér verulega á
óvart. „Starfsemi ríkisins er að
nokkru leyti undir, þ.e. að ríkið geti
mannað stöður innan heilbrigðis-
þjónustunnar og víðar með þeim
hætti sem sómasamlegt er.“ Spurð-
ur hvort slíkt sé ekki áhyggjuefni
kveður hann já við. „Og þetta verður
bráðum orðið grafalvarlegt,“ segir
Páll og bendir á að mikil reiði sé nú í
félagsmönnum og hafa margir
þeirra sagt upp störfum, s.s. geisla-
fræðingar, ljósmæður og dýralækn-
ar. Segir Páll því stefna í algert
neyðarástand á Landspítalanum í
haust vegna manneklu.
Ríkið bauð 2.000 krónur
Ólafur G. Skúlason, formaður Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
segir ríkið hafa í gær boðið einu pró-
senti meiri hækkun launa en boðið
var sl. föstudag. Hefðu byrjunarlaun
þá hækkað um 2.000 krónur. „Okkar
tilfinning er sú að það sé enginn vilji
hjá hinu opinbera til að jafna launa-
mun kynjanna né heldur að leiðrétta
laun hjúkrunarfræðinga til jafns við
aðra háskólamenn,“ segir Ólafur.
Ríkið á í „sýndarviðræð-
um“ við háskólamenn
Morgunblaðið/Golli
Strand Ekkert þokast í deilum BHM
og hjúkrunarfræðinga við ríkið.
Stefnir í neyð-
arástand á LSH
Fjárkúgun var kærð til lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun.
Málið er sagt tengjast sömu konum
og þeim sem gerðu tilraun til að kúga
fé út úr forsætisráðherra og sendu
honum fjárkúgunarbréf í því skyni,
en um ótengt mál sé að ræða.
DV greindi fyrst frá þessu í gær og
RÚV segist hafa fyrir því öruggar
heimildir að um sé að ræða systurnar
Hlín Einarsdóttur og Malín Brand.
Þær hafi sakað karlmann um gróft
kynferðisbrot og krafið hann um að
greiða þeim 700 þúsund krónur ella
myndu þær eyðileggja mannorð hans.
Í samtali við mbl.is staðfesti Frið-
rik Smári Björgvinsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu, að kæra hefði verið lögð
fram í gærmorgun.
Hann vildi þó ekki
upplýsa að hverj-
um kæran beindist
né um efni hennar.
MP banki sendi
frá sér tilkynningu
í gærkvöldi vegna
ásakana um að for-
sætisráðherra
hefði beitt sér fyrir
lánveitingu bank-
ans til Pressunnar og að það hefði
verið ástæða fjárkúgunarinnar.
Þar segir að rétt sé að fjölskyldu-
tengsl séu á milli forstjóra bankans og
forsætisráðherra. Starfsmenn bank-
ans hafi ekki séð bréfið og geti því
ekki tjáð sig efnislega um málið.
Lögreglan rannsak-
ar aðra fjárkúgun
MP banki hefur ekki séð bréfið
Kúgun Lögreglu
barst kæra.
Rannsókn lögreglu á mögulegum
skothvelli í Hlíðarhjalla í Kópavogi
í fyrradag beinist nú að því að fá
botn í hvað olli hvellinum. Mögulegt
er að ekki hafi verið um skothvell
að ræða. Þetta staðfesti Ásgeir Þór
Ásgeirsson yfirlögregluþjónn við
mbl.is í gær.
Lögregla fékk í fyrradag lykla
hjá eiganda íbúðarinnar þaðan sem
skothvellurinn var talinn hafa bor-
ist, fór inn og lagði hald á skotvopn
og skotfæri. Eigandi íbúðarinnar er
jafnframt skráður eigandi skot-
vopnsins, sem geymt var með rétt-
um hætti að sögn Ásgeirs.
Hann segir að eigandinn sé ekki
til rannsóknar, enda var hann ekki í
íbúðinni þegar hvellurinn heyrðist.
Lögregla hafði verið á vettvangi
daginn áður að kanna ummerki um
högl í nágrenni íbúðarinnar. Ásgeir
segir að lögregla telji ekki að þau
ummerki sem myndir fjölmiðla
sýndu í gær séu ný.
Lögregla hefur rætt við íbúa og
tjáð þeim að þeir hafi ekkert að ótt-
ast. Ekki er leitað að öðrum ein-
staklingum í tengslum við málið.
Leita skýringa
á hvellinum
í Kópavogi
„Ég gerði ráð fyrir hverju sem
var,“ segir Erla Bolladóttir um um-
sögn Davíðs Þórs Björgvinssonar,
setts ríkissaksóknara í Guðmundar-
og Geirfinnsmálinu, um endur-
upptökubeiðni Erlu. Í umsögninni,
sem Davíð Þór hefur skilað endur-
upptökunefnd, tekur hann hvorki
afstöðu með né á móti beiðni Erlu.
Að sögn Ragnars Aðalsteins-
sonar, lögmanns Erlu, telur ríkis-
saksóknari að ekki hafi verið sýnt
fram á með fullnægjandi hætti að
lagaskilyrðum til endurupptöku
væri fullnægt. Hann taldi hins veg-
ar að forsendur væru til endur-
upptöku máls Guðjóns Skarphéð-
inssonar.
Ragnar sagði í samtali við mbl.is í
gær að beiðnirnar byggðust á svip-
uðum rökum. Munurinn væri að
Guðjón hefði verið miklu lengur í
varðhaldi en Erla.
Settur ríkissaksóknari hefur
fengið frest til 1. júlí til að skila um-
sögnum um þrjár aðrar endur-
upptökubeiðnir sem borist hafa um
málið. Eftir það gefst kostur á að
skila andmælum og andsvörum.
Gerði ráð
fyrir hverju
sem var
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Margt er um manninn í skautahöllinni í Laug-
ardal um þessar mundir en þar er nú matsalur
fyrir þátttakendur og starfsfólk Smáþjóðaleik-
anna sem standa nú yfir. Skautasvellið hefur
verið þurrkað upp og hringborðum komið fyrir
sem þekja nú gólfflöt hallarinnar, en hún tekur
nú um þúsund manns í sæti. Í raun má segja að
skautasvellið sé orðið einn stærsti veitinga-
staður landsins enda mikill fjöldi fólks sem að
leikunum kemur.
Að sögn Erlu Ásmundsdóttur, starfsmanns
veitingaþjónstunnar á svæðinu, borða um 1.600-
1.800 manns í Skautahöllinni á meðan leikarnir
standa yfir og mæðir því töluvert á þeim 30
starfsmönnum sem reiða fram hlaðborðið, en
nauðsynlegt sé að íþróttafólkið nærist vel. Boð-
ið er upp á veglegan hádegis- og kvöldverð svo
enginn mætir svangur til keppni. Erla telur
skautahöllina henta ágætlega fyrir tilefnið og
segir að hingað til hafi matseldin gengið vonum
framar. Fyrsta daginn hafi um 1.200 manns
borðað í höllinni á fimmtíu mínútum. Hún er
bjartsýn á framhaldið og segir góðan anda ríkja
meðal þátttakenda og starfsfólks.
Smáþjóðaleikarnir standa yfir frá 1.-6. júní
og fara að mestu fram í Laugardal en Ísland
teflir fram keppendum í öllum greinum. ÍSÍ er
ábyrgðaraðili leikanna sem fara nú fram í annað
sinn hér á landi. Síðast hélt Ísland leikana árið
1997 en næstu Smáþjóðaleikar verða haldnir ár-
ið 2017 í San Marínó.
Hlaðborð á skautasvellinu
Mikill fjöldi íþróttafólks í Skautahöllinni síðustu daga Framreiðslan
hefur gengið vonum framar Ísland heldur Smáþjóðaleikana í annað sinn
Morgunblaðið/Eva Björk
Setið að snæðingi Íslenskir keppendur á Smáþjóðaleikunum að hádegisverði í Skautahöllinni.