Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
Svamlað Krakkarnir voru hoppandi glaðir, stukku af stökkbretti og busluðu í Nauthólsvíkinni í gær enda dró til tíðinda því hitastigið fór rétt yfir tuginn á höfuðborgarsvæðinu.
Eggert
Fjármagnshöft, í
daglegu tali nefnd
gjaldeyrishöft, hafa
verið við lýði í tæplega
sjö ár. Fyrir þeim eru
tvær meginástæður.
Önnur er að innlenda
aðila skortir að vissu
marki traust til að
endurfjármagna er-
lendar skuldir og hin
að gjaldeyristekjur
þjóðarbúsins standa ekki undir að
leysa út á skömmum tíma þær krón-
ur sem eru í eigu erlendra aðila.
Greiðslujafnaðarvandinn snýr að því
að fjármagnshreyfingar þessara að-
ila gætu þýtt verulega lækkun á
gengi krónunnar eða að gengið verði
á gjaldeyrisforða Seðlabankans
vegna þeirra. Þrátt fyrir þetta er
sjálfbærni erlendrar stöðu þjóð-
arbúsins ótvíræð.
Erlend staða og
greiðslujöfnuður
Seðlabankinn birtir ársfjórðungs-
lega erlenda stöðu þjóðarbúsins þar
sem taldar eru fram erlendar eignir
og skuldir innlendra aðila. Þessar
opinberu hagtölur eru birtar í sam-
ræmi við staðla Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins og lýsa stöðu þjóðarbúsins á
tilteknum tíma. Erlendar eignir og
skuldir þjóðarbúsins eru litaðar af
efnahagsreikningum föllnu bank-
anna, sem rýrir upplýsingagildi
þeirra. Taldar eru fram allar skuldir
föllnu bankanna þótt aðeins hluti
þeirra verði greiddur en afgang-
urinn afskrifaður. Greiðslujöfnuður
er einnig birtur samkvæmt stöðlum
og þar teljast með greiðslur á vöxt-
um af skuldum föllnu bankanna þótt
þeir verði aldrei greiddir.
Hrein erlend staða þjóðarbúsins,
erlendar skuldir að frádregnum er-
lendum eignum, mældist neikvæð
um síðastliðin áramót um rúmlega
7.800 ma.kr., það er um fjórfalda
verga landsframleiðslu. Slík staða
væri ósjálfbær á alla mælikvarða.
Sem betur fer er veruleikinn annar.
Til samanburðar var erlend staða
Grikklands á sama tíma neikvæð um
rúmlega 120% af vergri landsfram-
leiðslu og Írlands um nærri 100%.
Undirliggjandi staða
Staðlar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
gefa þannig villandi mynd af raun-
verulegri erlendri stöðu þjóðarbús-
ins þar til uppgjöri föllnu bankanna
er lokið. Framsetningin er ekki lýs-
andi fyrir þá fjárhagslegu byrði sem
þjóðarbúið ber af erlendu stöðunni.
Þess vegna hefur Seðlabankinn um
alllangt skeið einnig birt undirliggj-
andi erlenda stöðu þar sem horft er
framhjá skuldum sem eru umfram
eignir búanna og gert er ráð fyrir að
öllum eignum verði ráðstafað til
kröfuhafa í jöfnu hlutfalli við kröfur
þeirra. Þannig munu innlendar eign-
ir sem greiddar verða erlendum
kröfuhöfum mynda erlenda skuld og
erlendar eignir sem greiddar verða
innlendum kröfuhöfum mynda er-
lenda eign.
Undirliggjandi hrein erlend staða
þjóðarbúsins var um síðastliðin ára-
mót talin neikvæð um 880 ma.kr. eða
um 45% af vergri landsframleiðslu.
Er það ámóta staða og hjá Slóveníu,
Litháen og Eistlandi og miklu betri
staða en hjá til dæmis Ástralíu,
Nýja-Sjálandi, Póllandi og flestum
þeim ríkjum sem lent hafa í skulda-
kreppunni á evrusvæðinu.
Seðlabankinn birtir einnig undir-
liggjandi greiðslujöfnuð við útlönd.
Meginmunurinn á undirliggjandi
greiðslujöfnuði og greiðslujöfnuði
miðað við alþjóðlega staðla er að
horft er framhjá vaxtakostnaði af er-
lendum skuldum föllnu bankanna
sem aldrei verður greiddur. Sam-
kvæmt stöðlum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins var uppsafnaður viðskipta-
halli um 244 ma.kr. á árunum 2009
til 2014 eða um -2,7% af vergri
landsframleiðslu á ári að meðaltali.
Undirliggjandi viðskiptajöfnuður
sýndi hins vegar afgang á sama ára-
bili upp á um 537 ma.kr. eða um
5,2% af vergri landsframleiðslu á ári
að meðaltali. Þarna munar um 8% af
vergri landsframleiðslu að jafnaði á
ári.
Neikvæð og jákvæð áhrif
Slit á búum föllnu bankanna geta
valdið greiðslujafnaðarvanda. Út-
greiðslur á krónum til erlendra
kröfuhafa geta valdið lækkun á
gengi krónunnar eða gengið á gjald-
eyrisforðann. Á hliðstæðan hátt
munu útgreiðslur á erlendum eign-
um til innlendra kröfuhafa hafa já-
kvæð áhrif á greiðslujöfnuð, ann-
aðhvort beint með flutningi
fjármagns til landsins eða með því
að mæta fjárfestingarþörf innlendra
aðila í erlendum eignum.
Rétt er að geta þess að lokum að
Seðlabankinn er ekki einn um að
telja nauðsynlegt að horfa á undir-
liggjandi erlenda stöðu og greiðslu-
jöfnuð vegna þess að fjárhæðir
tengdar föllnu bönkunum skekkja
erlendu stöðuna eins og hún mælist
samkvæmt stöðlum. Skýrslur Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, OECD og
alþjóðlegu matsfyrirtækjanna
byggjast á sömu aðferðafræði og
lýst hefur verið hér að framan þar
sem horft er í gegnum bú föllnu
bankanna.
Eftir Eggert Þröst
Þórarinsson og
Lúðvík Elíasson
»Útgreiðslur á krón-
um til erlendra
kröfuhafa geta veikt
krónuna en útgreiðslur
á erlendum eignum til
innlendra kröfuhafa
hafa jákvæð áhrif
Eggert Þröstur
Þórarinsson
Höfundar eru sérfræðingar á sviði
fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka
Íslands. Skoðanir sem koma fram í
greininni eru höfunda og þurfa ekki að
endurspegla skoðanir Seðlabankans.
Staðlar og staðreyndir
Lúðvík
Elíasson
Höskuldur Þórhalls-
son alþingismaður
ásamt mörgum öðrum
þingmönnum flytur um
þessar mundir frum-
varp til laga um skipu-
lags- og mannvirkja-
mál Reykjavíkur-
flugvallar. Lagt er til
að Reykjavíkur-
flugvöllur verði skýrt
afmarkaður og þar fari
ráðherra með yfirstjórn skipulags-
og mannvirkjamála. Gerð aðal- og
deiliskipulags verði hinsvegar í
höndum skipulags- og mann-
virkjanefndar Reykjavíkurflug-
vallar, eftir atvikum í samstarfi við
skipulagsfulltrúa Reykjavík-
urborgar. Hugmyndin er samstarf
við borgina um mikilvægustu lífæð
landsins, flugvöllinn. Fyrirmyndin er
Keflavíkurflugvöllur sem lýtur þess-
um reglum. Þetta er neyðaraðgerð
til að stoppa ætlunarverk borg-
arstjórnarmeirihlutans í Reykjavík,
fyrst undir stjórn Jóns Gnarr og nú
Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.
Þeir og þeirra fólk segja hiklaust að
flugvöllurinn verði að víkja og virða
ekki hans stóra hlutverk í flugöryggi
og flugsamgöngum landsins. Dagur
B. Eggertsson og hans fólk fær
furðu mikinn frið með óbilgirnina
þótt 83% landsmanna og 73% Reyk-
víkinga vilji að flugvöllurinn verði
áfram í Vatnsmýrinni.
Og þótt 70 þúsund und-
irskriftir landsmanna
biðji flugvellinum
griða, hreyfa þær ekki
við þeim sem stjórna
Reykjavík í dag, þögnin
og frekjan vinnur sitt
verk. Ég vil þó taka
fram að mér er hlýtt til
borgarstjórans og
finnst alla jafnan að
framganga hans sé
drengileg. En í flugvall-
armálinu er hann með
einbeittan vilja hins óbilgjarna, ann-
aðhvort af því að öfgamenn hafa sett
hann í fjötra eða þá að gróðamenn,
sem ætla að byggja rándýrar hallir í
Vatnsmýrinni, ráða för. Fjölmiðlarn-
ir hamast með allar aðrar skoðana-
kannanir og berja á ráðherrum hvort
þeir ætli ekki að hlusta á þjóðarvilj-
ann og láta lýðræðið njóta vafans. En
stærstu mótmæli í skoðanakönn-
unum og undirskriftasafnanir Ís-
landssögunnar á eftir Icesave um
flugvöllinn fá litla athygli þeirra. Það
er ekki sama Jón og séra Jón. Og
Dagur getur þagað þunnu hljóði og
sendir í mesta lagi Hjálmar Sveins-
son, vikasvein sinn, í fjölmiðlana.
Ein stærstu mistök
í Íslandssögunni
Reykjavíkurflugvöllur gegnir fjöl-
þættu hlutverki, hann er öryggis-
flugvöllur Keflavíkur. Hann er hjart-
að í innanlandsfluginu og gerir það
að verkum að á einni klukkustund
komast íbúar fjarlægra byggðarlaga
til höfuðborgarinnar og gagnkvæmt
hvað Reykvíkinga varðar út á land.
Jafn löng ferð fyrir Selfyssinga og
Borgnesinga í bíl til höfuðborgar-
innar og Ísfirðinga, Akureyringa,
Húsvíkinga, Austfirðinga og Vest-
manneyinga í flugi. Flugvöllurinn í
Vatnsmýrinni skiptir miklu máli fyr-
ir alla landsmenn. Svo ekki sé talað
um öryggisþáttinn og þeirra allra
sem eiga þessum flugvelli og örygg-
isbrautinni líf sitt að launa. Sjúkra-
flugsferðir, með fárveikt fólk sem
kemst á sem allra skemmstum tíma á
hátæknisjúkrahúsið, eru um 700
talsins á ári. Svo ekki sé minnst á að
Reykjavíkurflugvöllur er sameign
allra landsmanna. Það er eins og eig-
endum flugvallarins komi hann ekki
við að mati borgarstjórnarmeirihlut-
ans. Því hinn 6. júlí 1946 afhentu
Bretar Íslendingum flugvöllinn til
eignar. Það kom í hlut Ólafs Thors
forsætisráðherra, ekki borgarstjór-
ans í Reykjavík, að taka við flugvell-
inum úr höndum Breta eins og með-
fylgjandi mynd ber með sér.
Auðvitað eiga þessir þjóð-
arflugvellir okkar í Keflavík, Ak-
ureyri, Egilsstöðum og Reykjavík að
falla undir sömu ákvæði vegna hlut-
verks þeirra. Höskuldur Þórhallsson
og þeir þingmenn sem honum fylgja
eru að berjast fyrir bæði lands-
byggðarsjónarmiðum en ekki síður
hagsmunum Reykvíkinga með frum-
varpinu. Björgum Reykjavík-
urflugvelli úr höndum Dags B. Egg-
ertssonar og hans manna sem nú eru
að gera ein stærstu mistök í sam-
göngumálum okkar Íslendinga.
Björgum Reykjavíkurflugvelli
Eftir Guðna
Ágústsson
Guðni Ágústsson
» Þótt 70 þúsund
undirskriftir lands-
manna biðji flugvell-
inum griða, hreyfa
þær ekki við þeim sem
stjórna Reykjavík í
dag, þögnin og frekjan
vinna sitt verk.
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Ljósmynd/snorrason.is
Afhending Bretar afhenda Íslendingum Reykjavíkurflugvöll hinn 6. júlí ár-
ið 1946. Á myndinni eru frá vinstri Harper liðsforingi, Ólafur Thors
forsætisráðherra og sir Gerald Shepherd.