Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Kappsamir, framsettir mið-aldra menn og upp úr njóta þess að horfa á niðurhalaðan fót- bolta í sjónvarpi. Þeir vita hvern- ig leikurinn muni fara eða öllu heldur ætti að fara. Þeir vita hvert á að senda bolta þegar mest liggur við og koma auga á öll mistök dómarans.    Þessir glaðbeittuáhorfendur eiga þessa hollu skemmtun inni eftir langan dag, jafnvel langa viku. Hún er saklaus og holl og skaðar engan, enda samstaða um að poppkorn og tveggja lítra kók eða kippa af bjór séu skaðlaus.    Það kætir þessa kappa mjög þegar þeir heyra að „gamla brýnið,“ sem er rúmlega þrítugt, geti enn sýnt snilldartakta.    En leiðtogar heimsboltansnjóta ekki alltaf sannmælis. Nú er FBI, sem er amerísk lög- reglusveit, sem þekkir fótbolta aðeins af afspurn, að angra suma af bestu drengjum íþróttarinnar. Þessir lærisveinar J. Edgars gáfu út handtökuskipun á helftina af forystu FIFA. Einn stjórnarmann- anna í þessari virtu alþjóðlegu ungmennahreyfingu er ekki nema 87 ára gamall og annar 83 og þetta leiða brall leiddi loks til þess að sakleysinginn Blatter, sem er aðeins rétt áttræður, setti óvænt silkiinniskóna á hilluna.    Af hverju réðst FBI ekki fyrstá gömlu brýnin áður en sveitin kippti fótunum undan ný- kjörnum mönnum með lífið fram- undan?    Út af með FBI og ekki inn meðBlatter hefur verið hrópað af minna tilefni. Sepp Blatter FIFA-brekka gróða grund STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.6., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 6 alskýjað Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 15 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 15 léttskýjað Helsinki 15 léttskýjað Lúxemborg 20 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 13 léttskýjað London 21 heiðskírt París 21 léttskýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 20 heiðskírt Vín 31 léttskýjað Moskva 26 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 32 léttskýjað Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 26 heiðskírt Róm 27 léttskýjað Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 13 skýjað Montreal 13 léttskýjað New York 17 skýjað Chicago 21 léttskýjað Orlando 27 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:16 23:38 ÍSAFJÖRÐUR 2:27 24:36 SIGLUFJÖRÐUR 2:07 24:21 DJÚPIVOGUR 2:34 23:18 Hátt kjötinnihald – Ekkert kornmeti Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín OPIÐ TILMIÐNÆTTIS ÍSMÁRALINDÍ KVÖLD Hágæða hunda- og kattafóður Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Salan á áfengi var heldur meiri en í fyrra og sama má segja um sölu á vindlingum. Sala á neftóbaki heldur áfram að aukast og er það áhyggju- efni,“ segir Ívar J. Arndal, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins (ÁTVR), í inngangsorðum árs- skýrslu ÁTVR fyrir árið 2014, en skýrslan var gerð opinber í gær. Neftóbakið orðið munntóbak? Bendir Ívar þar einnig á að sam- kvæmt könnunum hafi neysla nef- tóbaks færst í munn og er nú „svo komið að yfirgnæfandi hluti neftób- aksins er notaður í munn. Nýir not- endur eru helst ungir karlmenn.“ Hér á landi er lögum samkvæmt ólögmætt að selja munntóbak. „Það er siðferðileg spurning hve- nær íslenska neftóbakið, sem búið er að framleiða eftir sömu upp- skrift frá því fyrir stríð, er raun- verulega orðið að munntóbaki og þar með ólöglegt,“ segir Ívar J. enn fremur. Forstjórinn gerði einnig nei- kvæða umfjöllun um ríkisstarfs- menn í fjölmiðlum að undanförnu að umræðuefni sínu. „Upplifunin er þannig að ríkisstarfsmenn eigi helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auð- vitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnufram- lagi.“ Neftóbak ratar í fleiri munna  Það er meira drukkið, reykt og tekið í vörina en árið á undan  Aukin sala á nef- tóbaki er áhyggjuefni að mati forstjóra ÁTVR  Tóbakið færist nú úr nefi í munn Morgunblaðið/RAX Neftóbak Helst eru það ungir karlmenn sem fá sér tóbak í munn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.