Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 » MagnusMaria, nýnorræn ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur við líbrettó Katarinu Gäddnäs, var flutt í Þjóðleikhúsinu í gær- kvöldi. Óperan fjallar um mannréttindi, rétt- indi kvenna til þess að velja sér starf og fá sömu laun og karlmenn og rétt samkynhneigðra og transfólks. MagnusMaria flutt í Þjóðleikhúsinu MagnusMaria Óperan byrjaði ekki á hefðbundinn hátt heldur í andyri Þjóðleikhússins en ekki var annað að sjá en gestum þótti það skemmtilegt. Vinkonur Anna Guðný Guðmundsdóttir, Aagot Árnadóttir og Þórdís Guðmundsdóttir voru ánægðar með inntak óperunnar og flotta tóna. Flott Sverrir Guðjónsson og Elín Edda Árnadóttir létu sig ekki vanta. Tónlistarkonur Ragnhildur Gísla- dóttir og Tui Hirv voru glaðar. Morgunblaðið/Eva Björk Vart hefur áberandi hluturkvenna á listviðburðumum þessar mundir fariðframhjá neinum. Á sam- sýningunni Frenjur og fórnarlömb í öllum sölum Listasafns ASÍ hafa 11 listamenn verið kallaðir til leiks; konur sem spanna vítt aldursbil en ólíka miðla og aðferðir. Verkin eru flest af fígúratífum toga og fjalla öll um kvenlíkamann og konur, veru- leika þeirra og stöðu í samfélaginu. Þá leggja sýningarstjórarnir, Krist- ín G. Guðnadóttir og Steinunn G. Helgadóttir, einnig sitt af mörkum með textaverki í Gryfjunni. Innsetning Lóu Hlínar Hjálmtýs- dóttur á ganginum, Partýhræ, deilir á samfélagsviðhorf til fórnarlamba nauðgunar og tengist þannig verki Kristínar Jónsdóttur frá Munka- þverá í Arinstofu, Dulsmáli. Það verk skírskotar til örlaga kvenna sem urðu barnshafandi utan hjóna- bands fyrr á öldum en minnir jafn- framt á hversu stutt er síðan grimmileg meðferð á konum tíðk- aðist hér á landi. Kauðalegar kon- urnar í teikningum Rakelar Mc- Mahon á sama vegg mynda ein- kennilega andstæðu við hljóðlátan tregann í verkum Kristínar. Verk Rakelar, Mother Drunk, felur í sér vangaveltur um móðurhlutverkið og samfélagsviðhorf til þess. Þrúgandi aðstæður eru til umfjöllunar í graf- íkmyndum Sigrid Valtingojer þar sem ósýnilegir múrar í lífi kvenna, innri sem ytri, virðast tákngerðir með veggjum, klettum og fjalls- tindum. Angistin skín úr andlitunum í olíumálverkum Elínar Pjet. Bjarnason sem lýsa innra sálar- ástandi en minna einnig á grímur. Óstýrilátar konur í verkum Rósku birtast sem „frenjur“ í sviðsetningu sýningarstjóranna í Gryfjunni. Kon- ur sem ögra feðraveldinu hafa í gegnum tíðina verið úthrópaðar – og í velheppnaðri innsetningu á gólfi Gryfjunnar hafa Kristín og Steinunn tekið saman „úrval“ íslenskra orða sem notuð hafa verið um konur, orða sem eru oftar en ekki tengd útliti þeirra og meintum kynhlutverkum, orða sem eru gjarnan niðrandi: stutt getur verið milli gyðjunnar og kven- sniftarinnar, dömunnar og drósar- innar. Ekki þarf annað en að kippa í spotta til að stýra hegðun (sprelli) kvennanna í verki Valgerðar Guð- laugsdóttur í Ásmundarasal, Í skammarkróknum. Í verkinu birtast líðan, sjálfsmynd og líkami kon- unnar undir stjórn ótal ytri þátta. Slíkir áhrifaþættir eru víðs fjarri í viðkvæmnislegum líkamsverunum í verkum eftir Önnu Hallin sem hverf- ast um þann frjóa heim sem hver og ein(n) getur ræktað og hlúð að innra með sér. Eva Ísleifsdóttir speglar sig í upphafinni ímynd hinnar ósnortnu og bljúgu meyjar eins og hún hefur birst í ótal myndrænum túlkunum í gegnum aldirnar. For- dæmingin lætur ekki á sér standa þegar stigið er feilspor, eins og Ei- rún Sigurðardóttir fjallar um á kald- hæðinn hátt í Sundur saman sem er ljósmyndaröð af pari. Konurnar í þrykkmyndum Magdalenu Mar- grétar Kjartansdóttur eru hispurs- lausar verur sem gleðjast yfir lík- ama sínum og fara sínar eigin hvataleiðir, eins og kötturinn – sama hvaða nafni þær eru kallaðar. Á sýningunni Frenjur og fórn- arlömb skila heitar tilfinningarnar og hugsunin að baki verkum lista- mannanna sem og túlkun sýning- arstjóranna sér vel til áhorfandans. Þá eru textar í sýningarskrá einnig vel til fundin viðbót við sýninguna sjálfa. Hið fjölbreytta úrval verka og aldursbreidd sýnenda ljær sýning- unni ákveðið vægi og skapar áhuga- vert og áleitið samtal þvert á kyn- slóðir um hinn samkvenlega veruleika. Morgunblaðið/Eva Björk Gyðja Eva Ísleifsdóttir speglar sig í upphafinni ímynd hinnar ósnortnu og bljúgu meyjar eins og hún hefur birst í ótal myndrænum túlkunum í gegnum aldirnar. Verkið hennar, sem hér sést, nefnist Maríurnar þrjár. Gyðjur og drósir Listasafn ASÍ, Freyjugötu Frenjur og fórnarlömb – Anna Hallin, Eirún Sigurðardóttir, Elín Pjet. Bjarnason, Eva Ísleifsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Rakel McMahon, Róska, Sigrid Valtingojer og Val- gerður Guðlaugsdóttir. bbbmn Viðburður á Listahátíð í Reykjavík. Til 28. júní 2015. Opið þri.-su. kl. 13-17. Að- gangur ókeypis. Sýningarstjórar: Krist- ín G. Guðnadóttir og Steinunn G. Helga- dóttir. ANNA JÓA MYNDLIST Í skammarkróknum Ekki þarf annað en að kippa í spotta til að stýra hegð- un (sprelli)kvennanna í verki Valgerðar Guðlaugsdóttur í Ásmundarasal. Ádeila Innsetning Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur, Partýhræ. Listahátíð í Reykjavík 2015 Billy Elliot (Stóra sviðið) Fim 4/6 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 6/6 kl. 20:00 Síðusta sýning Hystory (Litla sviðið) Fim 4/6 kl. 20:00 aukas. Nýtt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur - síðasta sýning Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.