Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Bragginn er aðeins opinn ásumrin, frá júní og fram íágúst, og við verðum meðopnunarteiti hjá okkur í dag þegar við rumskum eftir vetrar- dvalann. Það verður líf og fjör og hinn dásamlegi sönghópur Frá G til G ætl- ar að troða upp í kvöld og taka nokk- ur lög. Eftir það er öllum velkomið að taka við og halda uppi söng og gleði. Við höfum alltaf verið með írsk kaffi- kvöld á fimmtudögum svo að það er gaman að opnunina í dag beri upp á slíkum degi. Sveitungarnir hafa verið duglegir að mæta á írsku kvöldin, þeir koma sumir ríðandi á fákum sín- um og fá sér kannski einn Irish coffee en halda svo áfram í reiðtúr, enda auðvelt þar sem við erum bæði með gerði og slá fyrir hesta. Þetta er rosa gaman og hér er oft mikið stuð á fimmtudögum,“ segir Ásthildur Skúladóttir, en hún og Erna tvíbura- systir hennar reka Braggann í Birt- ingaholti í Hrunamannahreppi ásamt Láru Hildur Þórsdóttir móður sinni. Pabbi átti hugmyndina Bragginn er bæði leirvinnustofa Ernu, sem er leirlistakona, sem og kaffihús, en þar standa Ásthildur og Lára vaktina. „Þetta er þriðja sumar- ið sem við rekum kaffihús í bragg- anum en fjórða sumarið sem galleríið er opið. Þetta byrjaði allt á því að Ernu vantaði vinnustofu og pabbi átti hugmyndina að því að nýta gömlu kartöflugeymslu fjölskyldunnar okk- ar til þess. Svo þróaðist þetta nú bara í spjalli okkar á milli, að það væri gaman að gera meira úr þessu galleríi og fá fleira fólk hingað, og þá skellt- um við mamma okkur út í kaffi- húsareksturinn.“ Sumrin þeirra eru í sveitinni „Þetta er í túninu heima, því við systur erum aldar upp í Birtingaholti, en við fórum að heiman eftir að við urðum fullorðnar og tókum okkar meistaranám í útlöndum, ég í Hels- inki í Finnlandi en Erna í Listahá- skólanum í Bergen í Noregi þar sem hún býr yfir vetrartímann, en hún starfar sem myndlistarmaður og kaffibarþjónn í hjáverkum. Mamma býr enn í Birtingaholti og Erna býr þar á sumrin. Ég bý í Reykjavík þar sem ég vinn hjá hugbúnaðarfyrirtæki en ég kem hingað um helgar á sumrin og í fríum, til að hjálpa til á kaffihús- inu.“ Kaupa beint af bændum Hollustan og nærumhverfið eru í fyrirrúmi á kaffihúsinu, þar sem hægt er að fá ýmsa smárétti, því þær mæðgur einbeita sér að því að fá úr- vals hráefni frá framleiðendum í ná- grenninu. „Við búum svo vel að vera í ná- grenni við Flúðir, þar sem er mikil grænmetisræktun, og við fáum silung frá Útey sem er í nágrenni Laug- arvatns í næstu sveit. Við kaupum sjálfar beint af bændum og getum þannig við haft ferskleika hráefnisins í fyrirrúmi. Matseðillinn ræðst því af því hvaða hráefni er í mestum blóma hverju sinni, til dæmis vorum við með fíflaköku í fyrravor og ætlum að vera með hana aftur núna. Síðan breytist matseðillinn þegar líður á sumarið og haustgrænmetið kemur í lok sumars. Við vorum til dæmis með rabarbara- kökur fyrri hluta sumars en rauð- rófubökur í sumarlok og fleira í þeim dúr. Við erum sérlega heppnar að hafa nágrannakonu okkar, hana Fjólu, hér í Birtingaholti, en hún og hennar maður rækta bygg, hveiti og rúgmjöl. Að sjálfsögðu bökum við okkar súrdeigsbrauð einvörðungu úr mjöli frá þeim. Við bjóðum alla daga upp á smurt brauð og um helgar er- um við með afar ljúffengan dögurð,“ segir Ásthildur og bætir við að þær bjóði upp á úrvalskaffi frá Búrúndí sem er ristað af Reykjavík Roasters sem er gamla Kaffismiðjan. Asía, Mexíkó og Kolumbía Tvíburasysturnar Ásthildur og Erna hafa ekki alltaf verið í sveitinni; Mæðgur gera það gott í bragganum Tvíburasysturnar Ásthildur og Erna Skúladætur reka á sumrin vinnustofu, gall- erí og kaffihús í gamalli kartöflugeymslu á æskuslóðunum í Birtingaholti í Hrunamannahreppi. Lára móðir þeirra stendur vaktina með þeim í eldhúsinu. Lára Móðir Ásthildar og Ernu hellir upp á í kaffihúsi mæðgnabraggans. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Aldarafmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi er misst með margvíslegum hætti. Til dæmis verður í dag opnuð sýningin Ásýnd kvenna við upphaf kosningaréttar árið 1915 í Borgar- bókasafninu á Reykjavíkurtorgi í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Sýningin byggist á skjölum og ljós- myndum kvenna varðveittum á Borgarskjalasafni Reykjavíkur frá ár- unum 1910-1920 þegar konur voru að fá kosningarétt og kjörgengi. Ásýnd kvenna er ekki ætlað að rekja sögu kvenna, heldur fremur gefa áhorfandanum tilfinningu fyrir konum og lífi þeirra á þessum tíma. Á sýningunni er töluvert af sendi- bréfum kvenna, en þau eru samtíma- heimild sem lýsir vel lífi og hugrenn- ingum kvenna og hvað þær voru fást við og hugsa á þessum árum, þegar þær voru að fá kosningarétt og marg- háttaðar breytingar voru á samfélag- inu. Þá verður á sýningunni beinlínis hægt að heyra raddir kvenna í sendi- bréfum þeirra. Ljósmyndirnar hafa flestar komið með skjölum kvenna og þær gefa mynd af formæðrum okkar, bæði uppstilltar myndir af ljósmynda- stofum og óformlegri ljósmyndir utandyra. Vera: Kona: Vera Hluti af sýningunni er innsetning Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur „kven:vera“, sem er unnin með blandaðri tækni með efni og aðferð sem hún hefur þróað í verkum sínum á síðastliðnum árum. Guðrún Sigríð- ur finnur myndrænan efnivið verks- ins í ljósmyndum og handskrifuðum sendibréfum í sýningunni og leitast við að rýna inn í og undir yfirborð myndefnisins í leit að nánari skilningi og dýpri innsýn í viðfangsefnið. Önnur innsetning Guðrúnar Sigríð- ar, VERA:KONA:VERA, þar sem sama efni frá Borgarskjalasafni er notað á annað hátt, er í Tjarnarsal Ráðhúss til 22. júní. Við undirbúning sýningar- innar kom í ljós að mun minna hefur varðveist af sendibréfum, ljós- myndum og öðrum skjölum kvenna frá 20. öld. Borgarskjalasafn tekur þátt í átaki skjalasafna til að vekja athygli á mikilvægi þess að varðveita heimildir um sögu kvenna og hvetur þá sem hafa undir höndum skjöl að hafa samband við starfsmenn safns- ins. Sýningin stendur til 12. júlí og er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10- 19, föstudaga kl. 11-18 og um helgar kl. 13-17. Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Kvenvera Ásýnd íslenskrar konu í upphafi tuttugustu aldar, bréf í bakgrunni. Ásýnd íslenskra kvenna við upphaf kosningaréttar þeirra Fyrir þá sem langar að stinga upp á einhverju skemmtilegu fyrir erlenda gesti sína er vert að benda á bók- menntagöngur á ensku í sumar, ætl- aðar erlendum gestum og öðrum, sem Borgarbókasafnið býður upp á. Áhersla er lögð á myrkraverk, en textar göngunnar koma úr þjóðsög- um og glæpasögum. Göngurnar henta öllum og eru skemmtileg leið til að kynnast íslenskum bók- menntum og sögusviði þeirra, Reykjavíkurborg, í leiðinni. Sem upphitun fyrir göngurnar sýnir Borgarbókasafnið við Tryggvagötu heimildarmyndina Spirits of Iceland: Living With Elves, Trolls and Ghosts hvern fimmtudag kl. 14 í Kamesinu, sýningarrými safnsins á fimmtu hæð. Í myndinni er skoðaður heimur huldra vætta og fornra sagna og hvernig margir skynja nálægð þess óræða. Nánar á: Borgarbokasafn.is. Draugar og glæpir í bæjargöngu Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.