Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
Það er vandséð
hvernig atvinnulífið á
með góðu móti að rísa
undir þeim launa-
breytingum er nú hef-
ur verið samið um til
ársins 2018. Búið var
að kortleggja stöðuna
nokkuð vel og flestar
stærðir þekktar. Svig-
rúmið til launabreyt-
inga lá fyrir og hætt-
urnar sem því fylgja
að ganga of langt einnig. En hvað er
gert? Eftir málamyndaandstöðu SA
var allt gefið eftir. Göran Persson
kom hér nýlega, aftur, og varaði
sterklega við því að skerða sam-
keppnishæfnina með of miklum
launahækkunum. Hann þekkir vel til
svona mála eftir hörmungar í eigin
landi fyrir ekki svo löngu og áttar
sig vel á gangverki atvinnulífs. Það
er eins og SA hafi bara gleymt
þessu. Vert er að minnast á að kjara-
samningarnir árið 2011 voru þungir
og margir launagreiðendur hafa
e.t.v ekki enn náð að jafna sig á þeim
hækkunum þegar þeim er skömmt-
uð önnur sneið árið 2015. Í kjölfar
kjarasamninganna árið 2011
þrengdi að kostnaðarhlið fyrirtækja
og einnig tekjuhlið. Samkeppni
harðnaði verulega og seljendur
þurftu að gefa eftir í verði eða neita
sér um verðbreytingar. Hæpið er að
þannig geti farið nú.
Tryggingagjaldið
Eina krafan sem forsvarsmenn
SA höfðu látið svo lítið að reifa var
sú að lækka bæri tryggingagjald á
laun. Það er eðlileg krafa þegar at-
vinnuleysi rénar að tryggingagjald
sé lækkað, telji menn einnig eðlilegt
að það sé hækkað þegar atvinnuleysi
eykst. Þannig má segja að atvinnu-
lífið hafi haft alla launþega, núver-
andi og fyrrverandi, á launaskrá
með þess háttar fyrirkomulagi. En
hver er niðurstaðan þegar staðið er
upp frá vöfflukaffinu? Í þríliðunni
milli aðila var krafan um lækkun
tryggingagjalds seld lágu verði.
Notuð sem skiptimynt fyrir vondan
samning og bætir grjóti í vasa at-
vinnurekandans. Þetta gera menn
vitandi vits þrátt fyrir að hafa allar
hliðar mála uppi á borðum og afleið-
ingarnar þekktar.
Skattabreytingar
Fagna ber öllum
skattalækkunum, hvar
sem þær koma, því þær
létta undir með greið-
andanum og hvetja
menn til verka. Þannig
ber að lofa lækkanir og
lasta hækkanir. Hækk-
un ríkisvaldsins á lægra
þrepi virðisaukaskatts
sl. áramót er dæmi um
misráðna gjörð. Mat-
væli voru þar fyrirferð-
armest og settu strik í heimilis-
bókhald landsmanna.
Fjármálaráðherra hefur í hendi sér
að lækka tryggingagjald. Forsvars-
menn SA hafa svikið umbjóðendur
sína með því að gera það ekki að frá-
gangssök að tryggingagjaldið væri
lækkað. Trúverðugleiki þeirra er
enginn á eftir og vandséð að nokkur
atvinnurekandi með snefil af sóma-
kennd sjái sér vært í því húsi lengur.
Fjármálaráðherrann sveik þó bara
kjósendur sína.
Litla Ísland
Það er vel þekkt að lítil og með-
alstór fyrirtæki veita þorra laun-
þega atvinnu. Stórfyrirtæki ráða
betur við allar kostnaðarhækkanir
sem af launabreytingum hljótast.
Minni og meðalstór fyrirtæki munu
þurfa að grípa til erfiðra hagræðing-
araðgerða og eigendur þeirra munu
þurfa að leggja meira á sig. Svo
heppilega vill til að SA hafa þegar
stofnað deild fyrir lítil og meðalstór
fyrirtæki og kallast hún „Litla Ís-
land“. Þar munu fyrirtæki sem lepja
dauðann úr skel eiga víst aðsetur.
Ljóst er að eftir núverandi kjara-
samningalotu mun fjölga í „Litla Ís-
landi“ SA-manna. Það er alveg á
hreinu hvaða hagsmunir ráða för í
SA.
Blekkingaleikur SA
Eftir Steinþór
Jónsson
Steinþór
Jónsson
» Það er vandséð
hvernig atvinnulífið
á með góðu móti að
rísa undir þeim launa-
breytingum er nú
hefur verið samið
um til ársins 2018.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Gjöf er tjáning þjónandi lífs,
hugð er hjartans mál.
þiggð er þögult þakklæti,
gjörð er hljóðsins sál.
(amj)
Heimspekingurinn Schopenhauer
sagði: „Við komum ekki auga á það
besta í lífinu, heilsuna, fyrr en við er-
um orðin heilsulaus, æskuna fyrr en
á gamals aldri og frelsið fyrr en í
ánauð.“
Stofnun Leiðarljóss
Það var neyð ungrar móður með
dóttur sína hrjáða af afar sjaldgæf-
um taugahrörnunarsjúkdómi sem
nefnist NFI sem varð hvati að stofn-
un Leiðarljóss. Íbúð þeirra var líkari
hátæknisjúkrahúsi en heimili og
reyndust margar gloppur í heil-
brigðis- og félagskerfinu þeim
þrándur í götu. Vart var umfram-
orka hjá fjölskyldunni til að leysa
það sem ekki beinlínis snéri að því
að bjarga lífi dótturinnar frá degi til
dags. Eftir að hafa hrakist í kerfinu
með veikt barn sitt án viðunandi að-
stoðar árum saman kom móðirin að
máli við Elínu Hirst og Báru Sig-
urjónsdóttur sem hún kynnti og
hvatti til dáða um að stofna stuðn-
ingsmiðstöð fyrir fjölskyldur veikra
barna með sjaldgæfa alvarlega sjúk-
dóma til að koma í veg fyrir að aðrir
reyndu sömu þrautargöngu og
hennar fjölskylda hafði þurft með
barn sitt.
Erfiði fjölskyldunnar og kærleik-
urinn fyrir þeim sem áttu við sömu
þraut að etja varð hvatinn að stofn-
un Leiðarljóss sem varð að raun-
veruleika er þjóðin gaf 80 milljónir
króna í landssöfnun á allra vörum
sem fram fór á Rúv 2012.
Menningarviðburður,
gjafmildi og kærleikur
Hugmynd kviknaði fyrir nokkrum
vikum um að skipuleggja menning-
arviðburð til styrktar Leiðarljósi
sem hæfist í Ráðhúsi Reykjavíkur
og lyki með myndarlegum tónleikum
og listmunauppboði í Gamla bíói.
Leitað var eftir verkum frá mynd-
listarfólki og vinnuframlagi frá tón-
listarfólki. Móttökur og gjafmildi
listafólks voru öllum vonum framar.
75 glæsileg verk voru boðin upp og
rann allur ágóði söfnunarinnar til
styrktar starfsemi Leiðarljóss.
Ekki gaf einungis listafólk, heldur
einnig veitingamenn, uppboðshald-
ari, fjölmiðlar og birgjar og það svo
rausnarlega að nánast enginn kostn-
aður féll til vegna þessa viðburðar.
Bankar og önnur fyrirtæki keyptu
einnig styrktarmiða með rausn-
arlegum hætti sem gerði þennan dag
mögulegan. Einnig mættu til leiks
þekktir listaverkasafnarar sem í
senn gáfu og keyptu. Almenningur
og velunnarar sem létu
neyð barna og fjöl-
skyldna sig varða
keyptu verk af mikilli
rausn.
Ég kom einu sinni að
lítilli veikri stúlku sem
var að bjástra við að
teikna litríka mynd.
Ég spyr hana hvað hún
sé að teikna og segir
hún mér að hún sé að
teikna Guð. Ég segi
henni þá að enginn hafi
séð Guð og viti því ekki
hvernig hann lítur út.
Litla stúlkan gjóar til mín kímin og
svarar; bíddu bara, um leið og ég er
búin með teikninguna muntu sjá
hann.
Eins og litla stúlkan skynjum við
öll veruleikann með eigin augum út
frá reynsluheimi okkar og nær-
umhverfi. Foreldrar veikra barna
eru þar engar undantekningar og er
kærleikur milli foreldra og barns svo
skilyrðislaus að foreldrið mundi
óska sér að geta tekið á sig veikindi
barns síns í skiptum fyrir heilbrigði
þess.
En á þessum degi samsömuðu sig
skyldir með óskyldum sem raun-
gerðist í kærleiksstreymi, gjafmildi
og gleði sem einkenndi þennan
menningarviðburð í Gamla bíói. Við-
burðinum lauk með uppboði fallegra
eigulegra listmuna sem færðu nýj-
um eigendum gleði til frambúðar
samhliða stuðningi til veikra barna
og fjölskyldna þeirra. Hvernig er
hægt að þakka nægjanlega fyrir jafn
virka þáttöku óeigingjarnra bræðra
og systra?
Gunnar Hersveinn heimspekingur
sagði í bók sinni, Gæfuspor – gildin í
lífinu: „Þökkin geymir leyndardóm
ekki síður en gjöfin og í
henni felst máttur.
Þakklætið veitir gleði
þeim sem finnur til
þess og þeim sem þigg-
ur það. Þakklætið full-
gerir verkið með þeirri
gleði sem það kallar
fram. Ekkert er sjálf-
gefið í lífinu; enginn
dagur, engin vegsemd,
enginn dauði. Til eru
menn sem þakka allt,
bæði það sem þeir fá og
það sem þeir missa,
jafnt gæfu sem ógæfu. Þeir þakka
fyrir að hafa fengið að eiga það áður
en þeir misstu það og þeir þakka
jafnvel kvölina því hún veitti þeim
innsýn og dýpkaði lífsskilning þeirra
og gerði þá auðmjúka.“
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
gefið hefur. Inntak orðanna skynjar
dýpst sá sem gefur með hjartanu án
skilyrða um að öðlast nokkuð í stað-
inn nema betra líf þess sem hugn-
unin nær til. Þetta er hin óeig-
ingjarna gjörð öðrum til góðs.
Skilyrðislaus gjöf er máttug tjáning
kærleika sem raungerist í gleði gjaf-
arans og tjáir hversu lifandi hann er
umhverfi sínu.
Hjartans þökk til allra sem komu
að þessum viðburði og raungerðu
hann.
Tónleikar og listmunauppboð
til styrktar Leiðarljósi
Eftir Árna Má
Jensson
» „Þökkin geymir
leyndardóm ekki
síður en gjöfin og í
henni felst máttur.“
Árni Már
Jensson
Höfundur er velunnari Leiðarljóss og
áhugamaður um betra líf.
Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún ætli
ekki að bæta kjör aldraðra og öryrkja nú þeg-
ar allflestir eru að fá kjarabætur. Þá spyr ég:
Hvers konar fólk er þetta? Greinilega ekki
miklir mannvinir og ekki mikil virðing borin
fyrir því fólki sem á undan fór og kom þessari
kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi, til manns.
Þetta er að mínu mati fullkomin mannvonska.
Eldri borgarar eru stór hópur, sem býr að
vísu við mismunandi kjör, en mjög mörgum er
gert að draga fram lífið á innan við 200 þús-
und krónum á mánuði. Þetta er til skammar!
Og ekki getum við farið í verkfall og beitt
þrýstingi. Þess vegna eigum við nú bara einn
kost í stöðunni og það er að kjósa þessa flokka
sem nú stjórna aldrei aftur. Fyrrverandi rík-
isstjórn (norræna velferðarstjórnin) skerti líf-
eyri okkar mjög mikið í júlí 2009. Það hefur ekki verið leiðrétt þrátt fyrir lof-
orð. Engar efndir og nú á að alveg að hunsa okkur. Ég segi nú bara eins og
ónefndur maður sagði: „Svona gerir maður ekki.“
Erla Bergmann, eldri borgari og fv. starfsmaður í öldrunarþjónustu.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Nú er mælirinn fullur!
Aldraðir Fá þeir enga hækkun?
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Á fallegum og notalegum stað
á 5. hæð Perlunnar
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200