Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
Íbúar indónesísku eyjunnar Súmötru á leið til vinnu á
uxakerru í grennd við eldfjallið Sinabung. Íbúum ná-
lægra byggða hefur verið sagt að forða sér þaðan vegna
aukinnar eldvirkni í fjallinu. Gos sem hófst þar í febrúar
í fyrra kostaði 17 manns lífið og þurftu 33.000 að flýja
heimili sín. Þetta er annað gosið í Sinabung-fjalli frá
árinu 2010, þegar það tók að gjósa eftir að hafa legið í
dvala í fjórar aldir. Indónesía er á svæði sem hefur verið
nefnt „Eldhringurinn“ og liggur umhverfis Kyrrahaf.
Þar eru meira en 75% eldfjalla heimsins.
Eyjarskeggjum á Súmötru stafar hætta af eldgosi
AFP
Íbúunum sagt að flýja heimkynni sín
Alexis Tsipras,
forsætisráðherra
Grikklands, hélt í
gær til Brussel til
að ræða skulda-
vanda landsins
við Jean-Claude
Juncker, forseta
framkvæmda-
stjórnar Evrópu-
sambandsins.
Tsipras kvaðst
ætla að leggja fram „raunhæfa til-
lögu“ til að leysa deiluna við lánar-
drottna um himinháar skuldir
Grikklands. „Ég er bjartsýnn og álít
að leiðtogar Evrópusambandsins
íhugi tillögur okkar af alvöru,“ sagði
hann.
Efnahagur Grikkja er á heljar-
þröm og þeir hafa á síðustu árum
fengið samanlagt yfir 240 milljarða
evra lán frá ESB og Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum, AGS. Á morgun eiga
þeir að borga af þessum lánum lið-
lega 300 milljónir evra, rúma 44
milljarða króna, og alls 1,5 milljarða
evra fyrir lok júní. Mjög ólíklegt er
að það takist og óvíst hver viðbrögð
lánardrottna verða þá.
Á mánudagskvöld áttu leiðtogar
Þýskalands og Frakklands fund í
Berlín með lánardrottnum Grikkja,
Mario Draghi, yfirmanni Seðla-
banka ESB, og Christine Lagarde,
yfirmanni AGS. Náðist eining um
lausn sem boðin yrði Grikkjum en
ekki hefur verið upplýst hver hún er.
Reynt að
leysa vanda
Grikklands
Eiga að greiða stóra
afborgun á morgun
Alexis
Tsipras
Meira en 10.000
liðsmenn Ríkis
íslams, samtaka
íslamista, hafa
beðið bana í loft-
árásum Banda-
ríkjanna og fleiri
landa frá því að
þær hófust fyrir
níu mánuðum, að
sögn Antonys
Blinken, að-
stoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna. Bandaríkjastjórn hefur
verið gagnrýnd fyrir að hefja ekki
landhernað gegn samtökunum en
Blinken lagði áherslu á að loftárás-
irnar hefðu borið „verulegan ár-
angur“. Yfirráðasvæði samtakanna
í Írak og Sýrlandi hefðu minnkað
um 25% og mörg af vopnum þeirra
hefðu verið eyðilögð.
ÍRAK OG SÝRLAND
Meira en 10.000
íslamistar fallnir
Antony
Blinken
Ríkisstjórn Tékklands samþykkti í
gær að leggja fram frumvarp til
laga um bann við reykingum á
kaffi- og veitingahúsum frá og með
árinu 2016. Slíkt bann hefur verið
sett í mörgum Evrópulöndum.
Reykingamenn sem brjóta bann-
ið verða sektaðir um 5.000 tékk-
neskar krónur (tæpar 27.000 ís-
lenskar) en veitingastaðirnir gætu
þurft að greiða tíu sinnum hærri
sekt, verði frumvarpið að lögum.
Samkvæmt Eurobarometer-
könnun frá árinu 2012 reykja um
29% Tékka. Meðaltalið í Evrópu er
28%.
TÉKKLAND
Vill banna reykingar
á veitingastöðum
Módel: Kristjana Dögg Jónsdóttir
RayBan model: ClubmasterOPIÐ Í DAG, FIMMTUDAG,
FRÁ KL. 10 – 24
20%
afsláttur af
öllum vörum
MIÐNÆTUROPNUN
Í SMÁRALIND