Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
✝ Hjálmar Stef-ánsson fæddist
á Siglufirði 21.11.
1934. Hann lést á
Landspítalanum
24.5. 2015.
Foreldrar
Hjálmars voru Stef-
án Friðleifsson
verkamaður á
Siglufirði, fæddur
26.2. 1905, látinn
22.9. 1965, og Sig-
urbjörg Hjálmarsdóttir hús-
freyja, fædd 12.5. 1912, látin 1.1.
1981. Systkini Hjálmars eru
Friðleifur Stefánsson fæddur
1933, Þröstur Stefánsson fædd-
ur 1944 og Sigríður Kristín Stef-
ánsdóttir fædd 1951.
Hjálmar kvæntist Höllu Har-
aldsdóttur listakonu frá Siglu-
firði 31.12. 1955. Hún er dóttir
Haraldar Sölvasonar verka-
manns frá Siglufirði og Guð-
rúnar Brynjólfsdóttur hús-
freyju. Börn Hjálmars og Höllu
verkstæðið Neista á Siglufirði.
Hann var skrifstofustjóri hjá
Kaupfélagi Siglufjarðar og sá
einnig um samvinnutryggingar
fyrir Kaupfélagið. Árið 1969
fluttist fjölskyldan búferlum til
Danmerkur og þar starfaði
Hjálmar hjá Esso í Kalundborg.
Árið 1972 fluttist fjölskyldan til
Keflavíkur og hóf Hjálmar störf
á bifreiðaverkstæði en flutti sig
fljótt aftur yfir í tryggingarnar
hjá Samvinnubankanum. Hjá
bankanum bauðst honum að
taka við starfi sem skrifstofu-
stjóri og síðar útibússtjóri.
Hjálmar var útibússtjóri Sam-
vinnubankans í Keflavík, sem
varð seinna Landsbankinn.
Hann tók síðar við útibús-
stjórastöðu Landsbankans í
Sandgerði og lauk þar starfs-
ferli sínum. Í áratugi var Hjálm-
ar virkur félagi í Lions-hreyf-
ingunni og í málfundafélaginu
Faxa í Keflavík. Hjálmar var
mikill íþróttamaður og stundaði
badminton, þjálfaði og spilaði
fótbolta, þjálfaði skíði og var
einnig í íslenska skíðalandslið-
inu.
Hjálmar verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag, 4. júní
2015, kl. 13.
eru 1. Haraldur
Gunnar tónlistar-
maður, fæddur 7.7.
1955. 2. Þórarinn
flugstjóri, fæddur
15.3. 1959, giftur
Báru Alexand-
ersdóttur snyrti-
fræðingi og eiga
þau 3 börn, Höllu,
Bjarka og Trausta.
3. Stefán læknir,
fæddur 24.2. 1963,
giftur Unni Rannveigu Stef-
ánsdóttur sagnfræðingi og eiga
þau Hjálmar og Margréti. Fyrir
átti Stefán Tinnu Mjöll, móðir
hennar er Hrafnborg Óttars-
dóttir. Langafabörnin eru tvö,
Trausti Snær Bjarkason og
Hilmar Logi Traustason.
Hjálmar ólst upp á Siglufirði
og eftir hefðbundna skólagöngu
stundaði hann nám í bifvéla-
virkjun hjá Þórshamri á Ak-
ureyri. Síðan rak hann, ásamt
öðrum, í nokkur ár bifreiða-
Elsku Búbbi minn. Það er svo
óraunverulegt að þú sért farinn
og að ég sjái þig ekki framar. Sjái
þig ekki við eldhúsborðið ásamt
Halla Gunna okkar, en við grín-
uðumst oft með að við værum hin
heilaga þrenning, við þrjú gerð-
um margt saman. Við Halli
Gunni reynum að vera sterk þótt
þú, stoðin í lífi okkar, sért farinn
á undan okkur.
Ég hef þekkt þig alla ævi, vor-
um alltaf saman í bekk, fyrst í
barnaskóla, svo í gagnfræðiskóla.
Við vissum alltaf hvort um annað
og vorum alltaf góðir vinir, sem
(seinna) endaði með kærleika og
ást. Ég hefði aldrei getað óskað
mér betri lífsförunautar. Þú
reyndist okkur á allan hátt
tryggur, góður og kær.
Ég fæ að láni, með smábreyt-
ingu, ljóð sem frænka þín og
systurdóttir mín orti til móðurafa
síns og segir allt um hvernig mér
líður.
Er kveð ég þig vinur í hinsta sinn.
Svo þakklát er fyrir tímann þinn.
Tár ég felli niður kinn.
Tómarúm í hjarta finn.
Tárast mín augu.
Tárast mín sál.
Af saknaðartárum er tilveran hál.
Far þú í friði.
Far þú í sátt.
Far þú þar sem þrautir ei átt.
(Kristbjörg Marteinsdóttir)
Þín
Halla Haraldsdóttir.
Það er svo ótrúlegt og óraun-
verulegt að það sé komið að leið-
arlokum hjá okkur, að minnsta
kosti í bili pabbi minn.
Ein af mínum fyrstu minning-
um er þegar þú komst hróðugur
upp á Hólaveg á Siglufirði með
nýkeyptan svartan Opel Record.
Þessi bíll reyndist fjölskyldunni
vel í margar útilegur, m.a. í
Fljótin, auk annarra ferða um
landið. Síðar áttum við saman
magnaðar stundir í Opel-ryðbæt-
ingum á bílaverkstæðinu Neista,
sem þú áttir ásamt öðrum. Þar
varstu með logsuðugræjurnar
undir bílnum og ég 6 eða 7 ára
með blautan tvist hinum megin
svo að ekki kviknaði í bílnum.
Skíðamennska á vetrum og
fótbolti á sumrin áttu vel við þig,
enda landsliðsmaður á skíðum.
Eftir slæmt fótbrot á skíðum
breyttist bílavinnan hjá þér í
skrifstofuvinnu en skíðaáhuginn
var allaf til staðar. Þær voru
margar ferðirnar gegnum árin
sem við gengum með skíðin á
bakinu upp á Strákafjall fyrir of-
an skálina á Sigló og náðum einni
ferð fyrir hádegi.
Veiðimennska var ekki þín
sterka hlið, hvorki stangveiði né
skotveiði. Ég man eftir einu
rjúpnaferðinni sem þú áttir þar
sem rjúpa var í sigtinu, skotið
reið af en fuglinn flaug. Léttirinn
var svo mikill að hafa ekki grand-
að fuglinum og með þessu eina
skoti var skotveiði þinni þar með
lokið.
Ári 1969 tókuð þið mamma þá
áræðnu ákvörðun að flytja til
Danmerkur með okkur guttana
en þó aðallega til að Halli Gunni
ætti kost á skólagöngu sem ekki
var í boði á Íslandi. Eftir tveggja
ára veru í Danmörku kom að
ákvörðun um framhaldið. Ég
man eins og það hafi gerst í gær
þegar þið spurðuð Stebba átta
ára og mig 12, hvort við vildum
vera íslenskir eða danskir. Við
völdum Ísland en gerðum okkur
ekki grein fyrir kvölunum sem á
ykkur mömmu var lagt að skilja
Halla Gunna eftir.
Eftir gott og viðburðaríkt líf á
Siglufirði og í Danmörku flutt-
umst við til Keflavíkur, þar sem
þú af miklum dugnaði fórst úr
bílaviðgerðum yfir í bankastjóra-
stöðu. Halli Gunni ílengdist í
Danmörku þar sem hann lærði
píanóstillingar og kom reglulega
til Íslands, en það var einmitt til-
gangurinn hjá ykkur mömmu að
vera nálægt Keflavíkurflugvelli.
Mamma hélt áfram að mála auk
þess sem Þýskalandsvinnan í
glerinu bættist við. Við bræður
fórum í okkar nám, Stebbi í
læknanám og kynntist Unni og
ég í flugnám þar sem við Bára
finnum hvort annað.
Eftir að þið mamma eignuðust
ferðavagna, húsbíla og Krums-
hóla fjölgaði tækifærunum til að
hittast og útilegurnar urðu ótelj-
andi. Grunnt hefur verið á
flökkueðlinu hjá okkur, sem
kristallast í þeim ótal ferðum
sem við höfum átt, allt frá þeim
tíma sem Halli afi og amma
Gunna voru með okkur. Afi og
Maddi sungu ásamt okkur hinum
og Halli Gunni spilaði undir. Ef
þú varst í stuði tókst þú lagið og
þá lágu allir í gólfinu emjandi úr
hlátri… Þú veist hvað ég
meina…
Elsku mamma, ég veit að þinn
missir er mestur eftir jafn langa
samveru og raun ber vitni. En
mundu mamma mín að við strák-
arnir, tengdadætur, barnabörn
og barnabarnabörn eigum eftir
að knúsa þig um ókomin ár.
Þórarinn Hjálmarsson.
Elsku pabbi minn. Mikið á ég
margar fallegar og bjartar minn-
ingar um þig, pabbi, og fjölskyld-
ur okkar.
Ein fyrsta minning mín er frá
Siglufirði. Þú varst að koma úr
Hvanneyrarskál á skíðum ásamt
félögum þínum. Heiðskírt, sól,
logn og gott skíðafæri. Þú kipptir
mér upp á bak á þér og við
renndum okkur alla leið heim.
Svo lá leið okkar til Danmerk-
ur svo Halli Gunni kæmist í við-
eigandi blindraskóla. Þið mamma
rifuð ykkur upp með rótum og
fluttuð frá Siglufirði með aleig-
una og þrjá litla gutta í litlum bíl.
Fyrir okkur strákana var þetta
heljarins ævintýri. Byrjaði í úti-
legu í tjaldi á baðströnd ekki
langt frá Ræfsnesinstitutet við
Kalundborg. Þetta var minna
ævintýri fyrir ykkur mömmu og
pabba. Pabbi hóf strax að leita að
vinnu en hann var menntaður
bifvélavirki. Mamma hugsaði um
okkur strákana og fór auk þess í
tvenns konar aðskilið nám, sem
átti eftir að vera gott fyrir fjöl-
skylduna síðar.
Við fluttumst aftur til Íslands
eftir tveggja ára dvöl. Bjuggum í
Keflavík, pabbi hóf aftur vinnu
stuttan tíma sem bifvélavirki, svo
hjá Samvinnutryggingum, sem
útibússtjóri Samvinnubankans
og að lokum útibússtjóri Lands-
bankans í Keflavík. Pabbi endaði
starfsævina sem útibússtjóri
Landsbankans í Sandgerði.
Takk fyrir allar útilegurnar og
ferðalögin og tímann sem þið
mamma voruð hjá okkur Unni
þegar við bjuggum erlendis.
Dugnaður þinn, pabbi minn, og
hjálpsemi er eftirminnileg. Þú
parketlagðir íbúðina okkar Unn-
ar í Madison áreynslulaust,
nokkuð sem mamma vissi ekki að
þú gætir gert. Kenndir Hjálmari
nafna þínum að skríða afturábak
niður bratta stiga og hjóla. Fórst
í óteljandi göngutúra með Tinnu
og Margréti á Krumshólum þar
sem krummi naut veiganna sem
safnað hafði verið handa honum.
Mamma og pabbi voru mjög
samrýnd, miklir og góðir vinir og
nálguðust alla erfiðleika með
æðruleysi en ákveðni. Pabbi og
mamma hafa verið órjúfanleg
heild ásamt Halla Gunna. Það
sem einkennt hefur þig, elsku
pabbi minn, er heiðarleikinn,
góðmennskan og hæverskan.
Birtan er falleg í Himnaríki. Hvíl
í friði.
„I lúv jú.“
Þinn sonur,
Stefán Hjálmarsson.
Elsku tengdapabbi. Mig lang-
ar til að þakka þér allar yndis-
legu stundirnar í gegnum tíðina.
Ég var 21 árs stelpuskott þegar
ég kynntist fjölskyldunni, ný-
byrjuð í háskólanum og með rót-
tækar skoðanir á öllu. Við áttum
ófáar rökræðurnar og stundum
rifrildi um allt milli himins og
jarðar. Það sem einkenndi rök-
ræðurnar var djúpur skilningur
þinn á mönnum og málefnum, þú
varst einstaklega vel að þér og
fróður um allt. Þú sást alltaf
nokkrar hliðar á málunum og ég
lærði það fljótt að ef ég ætlaði
einhvern tíma að eiga síðasta
orðið í okkar rökræðum væri
eins gott að fylgjast vel með. Þú
varst alltaf boðinn og búinn að
hjálpa og þau eru ófá skiptin þar
sem þú keyrðir og sóttir Tinnu,
Hjálmar og Margréti. Takk fyrir
að vera góður og einlægur
tengdapabbi, takk fyrir alla
hjálpina með barnabörnin, takk
fyrir allar góðu samverustund-
irnar hérna heima, í Bandaríkj-
unum, Noregi og á ferðalögum
erlendis, takk fyrir alla góðu
mannkostina sem einkenndu þig
og þú komst áfram með natni,
umhyggju og kærleik til okkar
allra.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín tengdadóttir,
Unnur Rannveig
Stefánsdóttir.
Þá er komið að leiðarlokum
hjá okkur, elsku Hjálmar minn,
eftir 34 ára góða samveru. Betri
tengdapabba var ekki hægt að
hugsa sér, svo traustur og góður
sem þú varst.
Þú tókst mér opnum örmum
er ég kom fyrst til ykkar Höllu
með Tóta mínum og leið mér alla
tíð eins og ég væri ein af ykkur.
Þegar ég kynnist ykkur
vannst þú sem útibússtjóri í
bankanum.Þar varst þú vel met-
inn og ábyggilegur og greiddir
götu margra af einskærri ljúf-
mensku. Veit ég að margir eiga
þér margt að þakka frá þeim
tíma.
Lífsskoðun þín var sterk sem
þú hélst ávallt á lofti; alltaf eru
tvær hliðar á öllum málum og
ekki dæma aðra.
Heima fyrir varst þú fjöl-
skyldumaðurinn Búbbi eins og
við kölluðum þig, ávallt glettinn
og skemmtilegur.
Þegar barnabörnin komu
varst þú hinn fullkomni afi, alltaf
til í að vera með þeim, umvefja
og kenna þeim á lífið og til-
veruna. Þau búa öll að góðum af-
aráðum sem þau fara með inn í
sitt líf.
Útilegur og ferðalög elskaðir
þú og eigum við ótal minningar
tengdar þeim. Þið Halla voruð
alltaf til í að hitta okkur Tóta
hvar og hvenær sem var og ekki
skemmdi fyrir ef barnabörnin og
síðar Trausti Snær langafastrák-
ur voru með í för.
Þú varst ótrúlega góður við
Trausta Snæ og þau voru ófá
skiptin sem þið fóruð hönd í hönd
að gefa fuglunum fyrir utan hjá
ykkur langömmu. Aðeins viku
áður en þú kvaddir fóruð þið vin-
irnir í fótbolta þar sem þú áttaðir
þig á að sá stutti hafði vinning-
inn.
Hilmar Logi, fjögurra mánaða
nýjasti afkomandinn þinn, fékk
líka að kúra í langafafangi en allt
of stutt.
Við vorum alla tíð dugleg að
ferðast saman erlendis, hvort
sem farið var á skíði eða í sól.
Florida var ykkar staður og
fóruð þið þangað vor og haust í
áraraðir. Þaðan á ég margar góð-
ar minningar með ykkur svo
sælum og glöðum í sólinni.
Ég vil sérstaklega minnast á
okkar síðustu ferð þangað saman
sem við fórum tæpum mánuði áð-
ur en þú kvaddir.
Þar varst þú svo glaður og
hress þrátt fyrir veikindi þín og
nutum við þess að vera saman í
sólinni. Þú svo flottur í sundlaug-
inni eins og alltaf því þú elskaðir
sund.
Það var ljúft að sjá kærleikann
ykkar í milli og hve Halla var
óþreytandi að hugsa um þig og
hjálpa að njóta eins og hægt var.
Ég er svo óendanlega þakklát
fyrir að við fórum þessa ferð og
áttum þessa notalegu daga sam-
an í rólegheitum.
Einnig vil ég minnast á ynd-
islega afmælisferð í Karíbahafið
síðastliðið haust, þið áttræð með
synina og tengdadætur.
Við nutum þess að sigla um og
njóta samverunnar og mun sú
ferð alltaf standa upp úr.
Elsku Búbbi minn, heiðarleiki
var þitt aðalsmerki, umhyggja
fyrir þínu fólki og okkar velferð
var alltaf efst í þínum huga.
Elsku Halla mín, þinn missir
er mikill eftir ykkar löngu kynni,
en þið voruð aðeins börn á Siglu-
firði er leiðir ykkar lágu fyrst
saman.
Hjónaband ykkar var farsælt í
gegnum 60 ár og afkomendur
ykkar, synirnir 3, barnabörnin 6
og 2 langafabörn bera ykkur fag-
urt vitni.
Nú er komið að okkur að halda
fast í þína hönd Halla mín eins og
Búbbi gerði alla tíð, það gerum
við með stolti.
Ég kveð þig, elsku tengdó
minn, með ást og virðingu.
Þín tengdadóttir,
Bára Alexandersdóttir.
Elsku afi minn, mikið er sárt
að kveðja þig, betri afa er ekki
hægt að hugsa sér. Sorgin er
óumflýjanleg en í stað þunga og
trega mun ég ylja mér af þeim
yndislegu minningum sem við
áttum saman.
Á yngri árum vorum við systk-
inin mikið í Keflavík hjá ömmu
og afa, þar var okkar annað
heimil þegar foreldrar okkar
voru erlendis vegna vinnu.
Amma sá um að dekra okkur,
elda þann mat sem við óskuðum
eftir og sjá til þess að við fengj-
um að sofa út á morgnana – það
var ekki svo auðgert því afi vildi
vekja okkur fyrir allar aldir! Það
þurfti að sinna ýmsum verkefn-
um, já og ef það voru engin verk-
efni voru þau búin til jafnóðum.
Keppnisskapið og íþrótta-
maðurinn var alltaf mjög
ríkjandi í afa. Hann spurði okkur
reglulega hvað við gætum gert
margar armbeygjur, upphífingar
eða hversu margar mínútur við
gætum „setið“ í hnébeygju upp
við vegg – svo þurftum við að
vera búin að bæta okkur næst
þegar við komum í heimsókn.
Armbeygjur voru ekki það eina
sem við bættum okkur í, afi átti
sérstaka spýtu sem hann merkti
reglulega inn á hæð okkar barna-
barnanna – brosið á afa breikkaði
með hverjum sentímetranum,
svo stoltur var hann af okkur.
Það var aldrei dauður tími í
Keflavík því afi sá til þess að hver
heimsókn væri ógleymanleg,
hvort sem við fórum að gefa hest-
unum brauð, gefa krumma og
fuglunum mat sem amma hafði
safnað, skoða herflugvöllinn, fara
í göngutúr við sjóinn eða bara að
vera heima og læra að hnýta al-
mennilega hnúta.
Eggjatínsluferðirnar eru mér
ógleymanlegar. Á hverju vori
fórum við öll saman að tína kríu-
eða mávaegg. Við barnabörnin
vorum stundum svolítið smeyk
við þessa trítilóðu fugla sem
stungu sér niður á okkur til að
verja ungana sína en afi sagði
okkur að vera ekki hrædd og
koma og standa hjá sér, því fugl-
arnir gogguðu alltaf í þann hæsta
– þannig verndaði afi ungana
sína. Síðan nældi hann sér í eitt
nýorpið egg og drakk það á
staðnum, okkur systkinunum til
mikils hryllings! Hann elsku afi
var með sérstaka bragðlauka og
þakka ég Guði fyrir að hann bar
ekki á borð fyrir okkur þær
kræsingar sem hann „byrlaði“
pabba og bræðrum hans, en eitt
skiptið er amma var á spítala og
afi einn heima með strákunum
steikti hann slátur upp úr lýsi og
bar stoltur á borð.
Við systkinin erum svo þakk-
lát fyrir þær stundir sem við átt-
um með þér og ömmu, þær eru
ógleymanlegar. Við sendum ást
og kærleika til þessarar einstöku
fjölskyldu sem við erum svo
heppin að eiga, þökk sé þér og
ömmu.
Elsku afi, kvöldið áður en þú
lést áttum við afginin (eins og við
kölluðum okkur) yndislega stund
saman, hlógum og grínuðumst
eins og við gerðum í hvert sinn
sem við hittumst. Ég mun alltaf
varðveita þá minningu.
Í hjarta mínu er lítið ljós
sem logar svo skært og rótt
Í gegnum torleiði tíma og rúms
það tindrar þar hverja nótt
Og þó þú sért horfinn héðan burt
og hönd þín sé dauðakyrr
í ljósi þessu er líf þitt geymt
það logar þar eins og fyrr
(Jóhannes úr Kötlum)
Afi minn, ég sé til þess að
amma verður aldrei ein og passa
hana fyrir þig – Þangað til næst:
„Æ lú jú.“
Halla Þórarinsdóttir.
Elsku afi minn. Við sitjum í
eldhúsinu, kyrrð morgnanna um-
lykur okkur. Hann réttir mér
kaffibollann, sest á móti mér og
tekur einn sopa. Morgunljóminn
streymir gullinn inn og lýsir upp
hrjúfa andlitið hans. Mávarnir
hlæja úti og mynda hinn full-
komna morgun. Morgunstundin
var alltaf best, þar sem við sátum
tvö ein í heiminum og hlustuðum
á óm morgunsins. Nærvera hans
var alltaf stöðug, róleg og nota-
leg; hann var göfugmennskan
uppmáluð.
Þótt ég kynntist honum seint á
æviskeiði hans þá hafði orka
hans ekkert dvínað, hann var
alltaf hress og tilbúinn að rétta
hjálparhönd.
Hann sýndi mér að góð-
mennskan væri ómetanleg og
mun það fylgja mér alla tíð.
Þín sonardóttir,
Margrét Stefánsdóttir.
Við ólumst upp norður við
Dumbshaf, þar sem norðurljós
og bjartar nætur voru árstíðirn-
ar. Það mótar mann. Við vorum
fjögur systkin, Friðleifur, Hjálm-
ar, Þröstur og litla systirin
Sigga. Nú erum við þrjú. Hjálm-
ar, sem við kölluðum ávallt Bóba,
er farinn. Við nutum bernskunn-
ar milli hárra fjalla þar sem við
áttum stórfjölskyldu í báðar ætt-
ir, þar sem vinnusemi, skáld-
skapur, ættfræði, sögur og
íþróttir mótuðu lífið.
Bóbi var 17 árum eldri en litla
systir, ég. Í minningunni er Bóbi
ekki bara Bóbi, hann er Bóbi og
Halla, þau voru eitt alla tíð enda
orðin par þegar ég fer að muna
eftir mér. Þau voru flott par,
glæsileg hjón og dásamleg eldri
hjón.
Bóbi var töffari, alltaf til í að
prófa eitthvað nýtt og íþrótta-
maður af bestu gerð. Hann bar
skíði og stafi upp á hæstu tinda
fjallahringsins heima til þess að
geta rennt sér niður. Hann átti
mótorhjól, þegar þau voru afar
sjaldgæf, og lét sig ekki muna
um að aka því úr skóla á Akur-
eyri til Sigló um helgar að hitta
Höllu sína. Aldrei sást skítugri
maður á ferð enda allir vegir
moldarvegir! Hann þeyttist á
sjóskíðum um fjörðinn, en þá list
höfðu bæjarbúar aðeins séð í bíó-
myndum. Hann fór í listflug með
vini sínum um fjörðinn – þá urðu
margir hræddir!
Bóbi var dásamlegur bróðir,
glettinn, stríðinn, skemmtilegur
og rökræðusnillingur. Hann
leysti auðveldlega ýmis mál og
var hugmyndaríkur í verki. Halla
og Bóbi eignuðust þrjá fallega og
vel gerða syni með fjögurra ára
millibili; íþróttamaðurinn Bóbi
sagði að bilið væri eins og milli
Ólympíuleika. Strákarnir hans
Bóba voru honum afar kærir.
Hann var ekkert endilega alltaf
að segja þeim hversu hróðugur
hann var af gjörðum þeirra, en
ég veit það og segi þeim það nú.
Halla og Bóbi áttu farsælt og
hamingjuríkt líf, þau tókust á við
gleði og sorg í sameiningu og ást,
nutu þess að ferðast saman, voru
Hjálmar
Stefánsson