Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 41
AF TÓNLIST
Hallur Már Hallsson
hallurmar@mbl.is
Maður vissi ekki alveg viðhverju var að búast átónleikum alt-J í Voda-
fone-höllinni á Hlíðarenda í gær.
Tónlist sveitarinnar er oft frekar
lágstemmd og einhvern veginn er
tilfinningin sú að sveitin sé frek-
ar svona „hljóðvers-sveit“ og ætti
kannski erfitt með að flytja efnið
á sannfærandi hátt á tónleikum.
Strax í fyrsta laginu, „Hung-
er of the pine“ af plötunni This is
all yours, var slökkt í öllum slík-
um efasemdum. Rödd Joes New-
mans skar vel í gegn um þykkan
syntha-hljóminn og taktflétturnar
og ég var nú orðinn viss um að
þetta yrðu alvörutónleikar. Sveit-
in tók öll helstu lögin af plötun-
um tveimur, smellir eins og
„Fitzpleasure“, „Tesselate“, og
„Left Hand Free“ komu stemn-
ingunni á flug og augljóst var að
sveitin á marga aðdáendur hér á
landi enda virkaði húsið fullt.
Betur átt heima í Hörpu
Á milli þessara hröðu laga
mjökuðu Newman og félagar sér
í gegn um hægari lög: „Taro“ og
„The Gospel of John Hurt“ virk-
uðu sérstaklega vel og áhorf-
endur sungu hástöfum með í
„Matilda“. Eins frábær og þau
voru var þó ekki laust við að
maður hugsaði til þess að hugs-
anlega hefðu tónleikarnir betur
átt heima í Hörpu, allavega hefði
ég þegið að setjast niður og njóta
tónlistarinnar. Það bætti þó
miklu við tónleikana að myndefni
var varpað á tjald fyrir aftan
sveitina sem skapaði flotta stemn-
ingu.
Hljómborðsleikarinn og eins
manns raddkórinn Gus Unger-
Hamilton sá að mestu um sam-
skiptin við áhorfendur og minnt-
ist þess þegar sveitin kom fram í
skrýtnu einkapartíi hér á landi
fyrir tveimur árum, þegar með-
limir voru íklæddir víkingabún-
ingum. Auk þess lýsti hann sam-
viskusamlega yfir dálæti sínu á
landi og þjóð og lofaði endur-
komu sveitarinnar til landsins.
Hljómsveit í sérflokki
Sérstaklega var gaman að
fylgjast með trommuleikaranum
Thom Green, sem er í algjörum
sérflokki, en uppstillingin á svið-
inu í gær var til marks um hvern-
Alt-J í toppformi á frábærum tónleikum
Morgunblaðið/Þórður
Í röð Meðlimunum þremur í alt-J og þúsundþjalasmiðnum Cameron Knight, sem kemur fram með þeim á tónleikum, var öllum stillt upp fremst á sviðinu.
ig dínamíkin í sveitinni er. Með-
limunum þremur og þúsundþjala-
smiðnum Cameron Knight, sem
kemur fram með þeim á tónleik-
um, var öllum stillt upp fremst á
sviðinu. Framlag allra var þannig
í forgrunni en heildarútkoman
var stærri en bara summa þeir
allra, sem oftar en ekki er ein-
kenni allra bestu sveitanna.
Það er frábært að fá hljóm-
sveitir í svona formi á klakann
og gerist ekkert alltof oft. Eftir
að hafa gefið út tvær frábærar
og frumlegar plötur í röð er
alt-J á góðri leið með að skipa
sér í flokk með stóru nöfnunum
í þessari kreðsu. Ég er nokkuð
viss um að áhorfendur á Hlíð-
arenda hefðu tekið undir það
þegar síðasta lagið og smell-
urinn „Breezeblocks“ kláraðist í
gær.
Að lokum mætti benda skipu-
leggjendum á að opna fleiri
útganga út úr húsinu þegar tón-
leikar klárast á Hlíðarenda, stór-
furðulegt að neyða vel á þriðja
þúsund manns til að troða sér út
um sömu dyrnar.
»Eftir að hafa gefiðút tvær frábærar og
frumlegar plötur í röð
er alt-J á góðri leið með
að skipa sér í flokk með
stóru nöfnunum í þess-
ari kreðsu.
Hæstánægðir Tónleikar alt-J voru vel sóttir og ljóst að hljómsveitin á sér
marga aðdáendur hér á landi. Hér sjást nokkrir hæstánægðir aðdáendur.
Í sérflokki Sérstaklega var gaman að fylgjast með trommuleikaranum
Thom Green sem er í algjörum sérflokki, segir í pistli um tónleika alt-J.
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015
Markús Bjarnason og bandaríska
tónlistarkonan Kate Vargas halda
tónleika saman á Sæmundi í spari-
fötunum á Kex hosteli í kvöld kl. 21.
Markús á langan tónlistarferil að
baki og vakti
fyrst athygli sem
forsprakki
hljómsveitar-
innar Sofandi í
kringum síðustu
aldamót. Um
árabil söng hann
og spilaði á
hljómborð með
flækjurokks-
sveitinni Skátum
en hefur síðari ár leitt hljómsveit-
ina Markús & The Diversion Ses-
sions. Ný breiðskífa er væntanleg
frá Markúsi í sumar.
Kate Vargas er ung tónlistar-
kona, ættuð frá Albuquerque en
starfar í New York. Hún bræðir
saman sagnahefð úr suðvestri við
blúsgítarleik, bassalínur og banjó-
plokk, eins og segir í jákvæðri
gagnrýni Rachel Downes á vefnum
The Bluegrass Connection, um tón-
list Vargas en rámur rokksöngur
Vargas heillaði hana öðru fremur.
Markús og Kate
Vargas á Kex
Kate Vargas
Fimmtu útgáfu á tímaritinu Listvísi
verður fagnað í kvöld í sýningar-
rýminu Ekkisens, Bergstaðastræti
25B. Á sama tíma verður opnun í
Heilaga herberginu á framsetningu
verka eftir Sigríði Þóru Óðins-
dóttur. Verkin fela í sér tvívíða
skúlptúra þar sem formið er mögu-
leikinn; hið óvænta sem leynist í
óvissunni, eins og segir í tilkynn-
ingu. Í ávarpi ritstjórnar segir m.a:
„Með nýju sumri sáum við fræjum í
hag dreymandans. Núna er tíminn
til þess að ýta við vorri sköp-
unarsögu, tími til þess að breyta.
NIÐUR MEÐ KRÚTTIÐ. Eldmóður
okkar kynslóðar hefur verið tendr-
aður, nú er það undir okkur komið
að framkvæma.“
Útgáfu á Listvísi
fagnað í Ekkisens
Ritstjórar Andrea Ágústa Aðalsteins-
dóttir og Heiðrún Gréta Viktorsdóttir.
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus