Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Frænka mín og systir eins og hún vildi líka kalla sig, Margrét Magnús- dóttir, andaðist langt fyrir aldur fram á Land- spítalanum hinn 16. maí sl. Þegar mér barst sú harmafregn trúði ég því tæpast, því ég, eins og allir vinir og ættingjar, hélt að hún myndi hafa það af. Margrét eða Gagga, eins og hún byrjaði á að kalla sjálfa sig sem barn vegna þess að hún gat ekki sagt Magga, var ein- staklega glæsileg á alla lund. Hún var fjörug, bjartsýn, raun- góð, barngóð og einstaklega hæfileikarík manneskja. Allt lék í höndunum á henni og það var sama hvar var borið niður, allt lífið hefði átta að brosa við henni en stundum er lagt ým- islegt meira á fólk en það getur borið. Elskulegar og fyndnar minningar streyma fram, eins og t.d. þegar hún skírði köttinn sinn, sem ég eiginlega vissi ekki kynið á, Surt Mjöll. Lík- lega hefur hún verið svona framúrstefnuleg og frumleg strax sem barn og hugsað út Margrét Magnúsdóttir ✝ Margrét Magn-úsdóttir fædd- ist 24. október 1962. Hún lést 16. maí 2015. Útför Margrétar fór fram 28. maí 2015. fyrir kassann eins og það er kallað í dag. Kyn skipti ekki máli í þessu samhengi. Þegar þessi atburður átti sér stað bjó hún í Danmörku með foreldrum sínum þar sem hún eyddi fyrstu árum sínum. Síðar ólst hún upp í Reykjavík á ýms- um stöðum og það var eftir að hún flutti heim að ég fór að passa hana því hún vildi helst ekki aðra barnapíu en mig. Þá mynduðust tengsl sem rofnuðu aldrei þrátt fyrir landfræðileg- ar fjarlægðir í tveimur heims- álfum en Gagga fór í fram- haldsnám í myndlist í Berlín þar sem hún þrátt fyrir barn- eignir stóð sig með prýði. Hún bjó einnig í Bandaríkjunum um tíma en sneri aftur heim í nokk- ur ár. Við vorum oft nágrannar t.d. þegar hún bjó á Lindar- götunni og Hildur dóttir mín og vinkonur hennar voru jafnan aufúsugestir hennar og barnapíur, eða á tveimur stöð- um á Grettisgötunni. Síðar átti leið hennar aftur eftir að liggja til Þýskalands þar sem hún bjó með fjölskyldu sinni. Hún flutt- ist alkomin til Íslands fyrir nokkrum árum. Eftir að hún fluttist alkomin heim vorum við Gagga og Gerð- ur systir mín nánast í dagleg- um samskiptum og það var ekki til það málefni sem við af- greiddum ekki í löngum sam- tölum, sem á stundum truflaði maka okkar sem skildu ekki hvað konurnar gátu malað mik- ið. Nú er síminn þagnaður og aldrei á ég eftir að heyra rödd- ina hennar segja mér eitthvað fyndið, sorglegt og skrýtið eða útlistanir á nýjum hugmyndum sem við fengum allar eða bara hvað við værum að gera þann daginn. Elsku frænkusystir, þín er sárt saknað en sem betur fer er einstaklega gott að eiga allar þessar góðu minningar sem rúmast ekki í fátæklegri minn- ingargrein um stórbrotna konu sem fór aldrei troðnar slóðir. Börnum hennar, barnabörnum, foreldrum og systkinum öllum eru sendar innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Tómasdóttir. Við Margrét kynnumst þegar við bæði vorum við nám í Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands sem þá hét. Gagga, eins og Margrét alltaf var kölluð, var afskaplega falleg stúlka með leiftrandi kímnigáfu. Hún hafði mikla hæfileika í myndlist eins og reyndar flestu sem hún tók sér fyrir hendur. Það var margt skemmtilegt fólk þarna í MHÍ og Gagga var svo sannarlega í þeim hópi. Við töluðum um það síðar að þarna hefðum við sennilega upplifað bestu ár ævinnar. Að námi loknu skildi leiðir eins og gengur. Gagga hélt ut- an til náms í Þýskalandi, ég í Danmörku. Nokkur ár liðu áður en ég rakst á Göggu aftur. Þá var hún að gera upp lítið hús á Grettisgötunni ásamt fjölskyldu sinni. Þetta voru fagnaðarfund- ir. Við vorum nú orðin nágrann- ar og mér fannst gaman að fylgjast með framkvæmdunum þarna á Grettó. Húsið hennar Göggu, sem áður var í niður- níðslu, er núna með fallegustu húsunum við götuna. Aftur skildi leiðir þegar Gagga og fjölskylda hennar fluttust enn á ný til Þýskalands og frétti ég nú lítið af henni fyrr en fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist Sigríði sam- býliskonu minni, náfrænku hennar. Gagga var þá aftur flutt heim til Íslands og átti við veikindi að stríða. Húmorinn var þó samur við sig. Það var eins og tíminn hefði staðið í stað þegar við spjölluðum um heima og geima og hlógum dátt eins og forðum. Nú verður ekki spjallað meir. Ég minnist Göggu oft þegar ég er á göngu um Grettisgöt- una og sé hana fyrir mér í garðinum sínum með bros á vör. Ég votta aðstandendum hennar og öllum vinum mína innilegustu samúð. Sigurður Pálmi Ásbergsson. Tvær litlar stelpur sitja á steini í uppþornuðum lækjar- farvegi í Þingvallasveit, haldast í hendur, eru mjög einbeittar og eru báðar að gera það sama. Þetta eru fyrstu minningar mínar um Göggu og mig. Þó að Gagga hafi verið bróðurdóttir mín var aðeins árs aldursmunur á okkur, við vorum meira eins og systur en frænkur. Það var oft sem við gistum hvor hjá annarri. Mamma hennar var ákaflega góð við mig og þegar hún vann sem flugfreyja keypti hún eins föt á okkur. Við Gagga spókuðum okkur við Tjörnina í eins regnkápum með regnhlíf- ar, skrautlegar fjólubláar með bleikum doppum, engar aðrar stelpur í bænum voru flottari. Við sögðum öllum að við værum systur, tvíburar. Svo liðu árin og við hittumst ekki eins oft en töluðum þó alltaf mikið saman í síma, Gagga fór í Fjölbraut í Breiðholti á listabraut. Þar tók hún líka þátt í leiksýningu og er mér minnisstætt að hafa séð hana leika aðalhlutverkið í Ka- barett, þar sem hún söng og lék. Hún var alla tíð mjög söng- elsk og gat alltaf fundið ljóð til þess að syngja og tilefni. Við leigðum íbúðir í sama húsi á Lindargötu og var samgangur- inn mjög mikill, hún var alltaf jafnkát og vinmörg var hún. Þegar við misstum þessar íbúð- ir fann hún aðra þar sem við fluttum saman, þar fæddist fyrsta barn hennar, Una. Gagga gat spilað á hljóðfæri, sungið og teiknað og flink var hún í höndunum. Hún saumaði meira að segja sinn eigin út- skriftarkjól þegar hún var að útskrifast úr Fjölbraut. Gagga fór síðan í Myndlista- og hand- íðaskólann og útskrifaðist þar af myndhöggvarabraut. Síðan lá leið hennar til Berlínar þar sem hún lauk mastersprófi í myndlist. Gagga eignaðist fjög- ur börn og átti tvö barnabörn. Ég fór að heimsækja hana til Berlínar og þar áttum við sam- an yndislegar stundir þar sem hún sýndi mér allt það skemmtilega sem stórborg hafði upp á að bjóða og voru þar mörg listasöfnin sem við skoðuðum. Þá var Gagga búin að eignast sitt annað barn, Magnús, yndislega fallegan dreng. Þegar hún flutti svo heim frá Berlín fórum við oft í sumarbústaðinn með börnin eða þar sem við áttum ekki heima langt frá hvor annarri, hún á Laufásveginum en ég í Þingholtsstræti, þá hittumst við á hverjum degi. Við elduðum mjög oft saman en Gagga var líka listakokkur. Við áttum saman þann draum að búa til kokkabók öreigans þar sem meginþema var að búa til mat úr því sem fannst. Við fórum oft að tína grös og blóðberg og fleira. Seinna meir eignaðist Gagga tvö börn í viðbót, Ingu Sigríði og Friðrik. Við vorum alltaf með fullt hús af börnum og mikið fjör. Seinna flutti ég til Noregs og hún flutti aftur til Þýskalands og við hittumst því minna. Gagga kom heim frá Þýskalandi nokkrum árum síð- ar og var orðin ákaflega veik af þeim sjúkdómi sem átti stóran þátt í því að hún fór frá okkur alltof snemma. Við eigum öll eftir að sakna hennar hræði- lega mikið en mestur er þó söknuður barna hennar og barnabarna og foreldra. Ég sendi þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gerður Tómasdóttir. ✝ Steinar Har-aldsson fædd- ist í Feigsdal í Arnarfirði 10. október 1929. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 26. maí 2015. Foreldrar hans voru Eyjólfur Har- aldur Jónsson, f. í Flatey 6. apríl 1894, d. 18. júlí 1959, og Sveinbjörg Jóhanna Sveinsdóttir, f. í Tungu í Tálknafirði 31. maí 1896, d. 22. apríl 1975. Saman áttu þau þrjú börn. Systkini Steinars hétu Rögnvaldur Bjarni, f. 10. ágúst 1927, d. 25. desember 1993, og Gíslína Guðmunda Jóna, f. 27. júlí 1923, d. 27. febrúar 1994. Steinar var giftur Camillu Lárusdóttur, f. 31. júlí 1934, d. 3. janúar 2011. Camilla og Steinar bjuggu lengst af í Grindavík, en fluttu til Kefla- víkur í lok níunda áratugarins. Saman eignuðust þau fjórar 18.2. 1988, sambýlismaður hennar er Þorkell Bjarnason, f. 16.1. 1984, Viktoría, f. 1.2. 1991, sambýlismaður hennar er Daníel Ólafsson, f. 13.12. 1990, og Leonard, f. 30.4. 1996. 4. Arndís Jóna Steinarsdóttir, f. 29. júlí 1962. Fráskilin, á þrjá syni með Mariusi Miltenburg, f. 21.2. 1960, og tvö barnabörn. Michael Andreas, f. 8.6. 1983, sambýliskona hans er Tamara Franzel, sonur þeirra er Jesse, f. 13.6. 2013, Theodor Jakob, f. 26.1. 1987, eiginkona hans heit- ir Hannah, sonur þeirra er Avery, f. 11.11. 2014, og Alex- ander Gabriel, f. 14.7. 1994. Steinar ólst upp í Hringsdal í Arnarfirði, hann fluttist ung- ur til Grindavíkur þar sem hann kynntist eiginkonu sinni, Camillu Lárusdóttur, þar bjuggu þau stóran hluta ævinn- ar. Í lok 9. áratugarins fluttust þau til Keflavíkur, eftir andlát Camillu varði Steinar síðustu árunum á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Steinar lauk prófi sem kokk- ur og starfaði framan af sem matsveinn á skipum og í landi. Síðar starfaði hann sem vakt- maður hjá Hitaveitu Suður- nesja í Svartsengi. Útför Steinars fór fram í kyrrþey. dætur. 1. Bergljót Sjöfn Stein- arsdóttir, f. 31. október 1952. Eig- inmaður hennar er Magnús Ingólfsson, f. 18.9. 1950. Sam- an eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn. Steinar Örn, f. 17.6. 1970, eiginkona hans er Soffía Hrönn Jak- obsdóttir, f. 3.12. 1974, börn þeirra eru Gabríel Örn, f. 14.10. 2003 og Antonía Líf, f. 24.1. 2006. Lára Lilliendahl, f. 6.6. 1975, sambýlismaður henn- ar er Sverrir Ásmundsson, f. 24.7. 1970, dætur þeirra heita Írena Lilliendahl, f. 26.4. 1998 og Aþena Lilliendahl, f. 25.9. 2001. 2. Valdís Inga Stein- arsdóttir, f. 20. ágúst 1956, d. 24. júní 1959. 3. Valdís Inga Steinarsdóttir, f. 2. mars 1961. Eiginmaður hennar er Sig- urður Vignir Ragnarsson, f. 8.11. 1960. Saman eiga þau þrjú börn, Camilla Petra, f. Steinar afi var yndislegur í alla staði, þegar ég kom til hans í síðustu viku hvarflaði ekki að mér að þetta væri síðasta kvöldstundin okkar saman. Það var alltaf svo gott að koma til hans og spjalla, enda áttum við margt sameiginlegt, bæði mikl- ir dýravinir og náttúrubörn. Hann vildi alltaf vera að gefa manni eitthvað, og sjaldan kom ég tómhent frá honum – þótt það væri ekki nema með vasana fulla af hálsbrjóstsykri. Við átt- um saman góðar stundir í sveit- inni þegar hann heimsótti okk- ur þangað, mikil tilbreyting fyrir gamlan sveitamann að komast aðeins í burtu úr þétt- býlinu og í snertingu við nátt- úruna. Það var gaman að sjá hvað dýrin hændust að honum og hvað hann ljómaði í kringum þau. Hundarnir mínir, Tristan og Rökkvi, voru sérstakir vinir hans og fögnuðu honum alltaf vel þegar hann kom í heimsókn. Hann átti það til að lauma til þeirra góðgæti, þótt hann vissi að það væri bannað. Þegar Tristan var hvolpur skutlaði ég honum alla morgna til afa og ömmu í pössun á meðan ég var í skólanum, afi hafði mjög gam- an af því og þeir urðu miklir vinir. Elsku afi minn, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar í gegnum tíðina, þú kenndir mér svo margt. Þín verður gríðarlega sárt saknað. Hvíldu í friði elsku afi minn. Þín Camilla Petra. Látinn er Steinar Haralds- son (hann var alltaf kallaður Steini af fjölskyldu minni). Steini var móðurbróðir minn, en miklu meira í mínum huga. Þannig var að fyrstu 12 árin mín ólst ég upp hjá ömmu minni og afa, foreldrum Steina, en hann var yngsti sonur þeirra. Hann var 17 árum eldri en ég, en þau hafa orðið sífellt styttri í mínum huga eftir því sem árin hafa liðið. Ég hef litið á hann sem bróður minn alla tíð. Steini hætti störfum um sjö- tugt og leit með gleði til þess, að geta notið náttúrunnar við Þingvallavatn í sumarbústað þeirra, með Camillu Lárusdótt- ur konu sinni. Þar undu þau sér vel og bar bústaðurinn og lóðin þess merki að hugsað var um eignina af natni og umhyggju. Steini missti mikið af sjón sinni vegna veikinda fljótlega eftir starfslok. Hann tók því þó með æðruleysi og las mikið með hjálpartækjum sem voru í boði, og var það honum dýrmætt að geta það. Nú þegar Steini hefur kvatt þennan heim er margs að minn- ast. Hann kom t.d. oft til okkar þegar fjölskylda mín bjó við Búrfellsvirkjun. Mér er það minnisstætt þegar hann og Rögnvaldur bróðir hans hittust hjá okkur í Búrfelli, ásamt fjöl- skyldum þeirra, það voru góðar stundir. Steini var mikið nátt- úrubarn og fór oft um landið okkar með Camillu og dætrum sínum, en líka til útlanda. Ég veit að hann naut þessara ferða með fjölskyldunni. Síðustu ferð á æskuslóðir hans í Arnarfirð- inum á Vestfjörðum fórum við Pétur Kristjánsson eiginmaður minn með honum og Camillu og var það ógleymanleg ferð, ynd- islegt veður var allan tímann og skartaði Arnarfjörðurinn sínu fegursta. Við vorum svo heppin að njóta gestrisni Hilmars Ein- arssonar, núverandi eiganda Hringsdals við Arnarfjörð, þar sem Steini var uppalinn og bauð hann okkur heim í bæinn og var það mikil og góð upp- lifun fyrir Steina, sem við hin nutum einnig. Fyrir rúmum fjórum árum andaðist Camilla eftir harða baráttu við krabbamein. Það voru honum erfiðir tímar sem á eftir komu, enda voru þau hjón- in mjög náin. En allt venst og þegar Steini flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði og hitti þar gamla kunningja og vini fór hann að sætta sig við lífið að nýju og taka þátt í spilamennsku og öðru sem þar var í boði. Ég veit að ég á eftir að sakna Steina mikið. Ávallt þegar ég og fjölskyldan heimsóttum hann bað hann Guð að geyma okkur öll þegar við kvöddum. Ég hefði haft samband við hann 31. maí á afmælisdegi ömmu minnar og móður Steina, en nú er þeim kafla lokið. Að lokum þökkum við Pétur og fjölskylda okkar kærum frænda og vini langa og góða vegferð, sem aldrei bar skugga á. Dætrum hans og afkomend- um öllum sendum við innilega samúðarkveðjur. Guðrún V. Árnadóttir. Steinar Haraldsson Þegar komið er að því að við kveðjum tengda- mömmu mína kemur margt upp í hugann. Þakklæti er það fyrsta sem mér dettur í hug því það er svo margt að þakka. Sjaldan hef ég kynnst öðru eins örlæti og Dýrunn bjó yfir og sýndi sínu fólki á ýmsan hátt. Fjölskyldan var henni allt og hún hafði einlægan áhuga á öllu því sem hennar fólk tók sér fyrir hendur. Hún var svo stolt af öllum afkomendunum og þótti svo vænt um að fá fréttir og myndir af þeim sem lengra eru í burtu. Ferðir okk- ar fjölskyldunnar norður hafa verið margar þessi átján ár sem ég hef verið í fjölskyld- unni og alltaf höfum við átt okkar pláss í Byggó. Þar pass- aði Dýrunn upp á að við mynd- um nú ekki líða skort. Alltaf var eitthvað til í ísskápnum sem einhverjum þótti sérstak- lega gott og skellt í pönnsur og bakað ofan í mannskapinn meðan munnarnir tóku við. Ég mætti stundum með prjónana mína og alltaf hrósaði hún mér fyrir hvað ég prjónaði hratt. Ef afköstin eru skoðuð átti hún vinninginn og vel það því með hægðinni prjónaði hún ótal fallegar peysur fyrir Handprjónasambandið og stórfjölskylduna í gegnum ár- in. Oft er slegið í Byggópartí þegar sem flestir úr fjölskyld- unni eru samankomnir og þeir sem til þekkja vita hvað þau eru einstaklega skemmtileg. Sungið og spilað af hjartans Dýrunn Jósepsdóttir ✝ Dýrunnn Jós-epsdóttir fædd- ist 27. júní 1930. Hún lést 14. maí 2015. Útför Dýrunnar fór fram 22. maí 2015. lyst á ýmis hljóð- færi enda margt tónlistarfólk í ætt- inni á öllum aldri og allir eru með. Dýrunn naut þess- ara samveru- stunda fram í fing- urgóma og var svo sannarlega hrókur alls fagnaðar. Í brúðkaupinu okk- ar um árið var hún síðust í bólið því hún hafði svo gaman af að spjalla við gest- ina. Svipað á ættarmótinu á Húnavöllum fyrir nokkrum ár- um, þar naut hún sín í spjalli við ættingjana og vakti lengur en margt unga fólkið. Sameig- inlegt afmæli Dýrunnar og Friðriks fyrir fimm árum var ógleymanlega skemmtun og þannig mætti lengi telja. Dýrunn hafði mikinn áhuga á ættfræði og var einstaklega lagin við að finna ættartengsl fólks. Hún fylgdist vel með því sem gerðist í samfélaginu, hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og oft fóru heitar umræður fram í eldhúsinu þar sem henni varð sko ekkert snúið. Hún var trú og trygg og henni þótti erfitt þegar Frið- rik hennar gat ekki lengur bú- ið heima og fór á hjúkrunar- heimili en einnig þakklát fyrir hvað vel var um hann annast. Síðustu mánuðir reyndust erf- iðir og þá var erfitt fyrir okk- ur að vera svona langt í burtu og geta ekki aðstoðað. Nú er þrautunum lokið og Dýrunn búin að komast að því hvað bíður eftir þessa jarðvist en það var eitt af því sem hún spáði töluvert í. Það er skrýtið og tómlegt að koma í Byggó og enginn tekur á móti okkur eða situr í eldhúsinu með krossgátuna eða lopapeysuna á prjónunum. Takk fyrir sam- verustundirnar, kæra Dýrunn, og allan hlýhug í okkar garð. Solveig Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.