Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 ✝ SigurbjörgSveinsdóttir fæddist á Bjarn- argili í Fljótum, Skagafirði, 19. júlí 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar 10. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðrún Sveins- dóttir, f. 13. sept- ember 1909, d. 8. apríl 1993, og Sveinn Halldór Jónsson, f. 28. janúar 1899, d. 10. mars 1995. Guðrún og Sveinn bjuggu lengst af á Bjarnargili í Fljót- um. Systkini Sigurbjargar eru: Lilja Sveinsdóttir, f. 1929; Ás- dís Sveinsdóttir, f. 1935; Sig- urjón Guðmundur Sveinsson, f. 1940, og Trausti Sveinsson, f. 1943. Sigurbjörg giftist 31. desem- á heilbrigðisstofnun. Börn þeirra eru: Eva María, f. 1986, Heiða Rut, f. 1987, Fannar Þór, f. 1989, og Andri Freyr, f. 1994. 4) Gunnar Valur, f. 1965, bifvélavirki. Börn hans eru: Kristbjörg Inga, f. 1988, og Davíð Smári, f. 1989. 5) Jós- efína Harpa Hrönn, f. 1968, hjúkrunarfræðingur, maki Páll Sigurþór Jónsson mat- reiðslumaður. Börn þeirra eru: Kolbrún Kara, f. 1991, Arnar Snær, f. 1996, Eyþór Ernir, f. 2001, og Ísak Páll, f. 2005. 6) Hlynur Örn, f. 1977, kerf- isfræðingur, maki Helga Lind Sigmundsdóttir frístundaleið- beinandi. Börn þeirra eru: Silja Hrönn, f. 2000, Alexander Örn, f. 2002, og Eldar Ísak, f. 2012. Sigurbjörg ólst upp á Bjarn- argili fram að unglingsárum. Þá fluttist hún til Siglufjarðar og stundaði vinnu þar. Sig- urbjörg hóf ung búskap í Fljót- um með Zophoníasi og stund- uðu þau fjárbúskap frá 1959 til 2013. Seinustu tvö ár ævinnar bjó Sigurbjörg á Siglufirði. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. ber 1957 Zopho- níasi Frímannssyni frá Austara-Hóli í Fljótum, f. 18 júlí 1933, d. 14. nóv- ember 2013. Börn þeirra eru: 1) Guð- rún Svana, f. 1955, ljósmóðir á Ak- ureyri, maki Hall- grímur Bóas Vals- son skrifvélavirki. Börn þeirra eru Heiðar, f. 1980, Helena Björg, f. 1983, Hildur Vala, f. 1991, og Anna María, f. 1994. 2) Hilmar Þór, f. 1959, bifvélavirki á Siglufirði, maki Svanfríður Pétursdóttir skrifstofukona. Börn þeirra eru: Guðni Geir, f. 1981, Hafrún Dögg, f. 1986, og Halldór Logi, f. 1991. 3) Sveinn Heiðar, f. 1963, vélamaður á Siglufirði, maki Ingibjörg María Ólafsdóttir, starfsstúlka Elsku mamma hún Sigur- björg, eða Sissa eins og hún var oftast kölluð, er nú búin að kveðja þessa jarðvist. Hún barð- ist hetjulega við illvígan sjúk- dóm en hefur nú hlotið hvíld og frið. Allar góðu minningarnar um þig geymum við í hjarta okkar. Elsku mamma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Við kveðjum þig með þessu ljóði sem okkur finnst svo fallegt. Hvíldu í friði. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Harpa og Páll. Elsku amma. Nú er komið að því að við kveðjumst í hinsta sinn með söknuð í hjarta en jafnframt þakklæti fyrir þær góðu og ljúfu minningar sem við áttum með þér í gegnum tíðina. Margar dýrmætar minningar streyma upp í hugann á stundu sem þessari. Allar þær stundir sem við áttum saman í sveitinni á Syðsta-Mó. Þegar við systk- inin komum í sveitina náðirðu alltaf að koma okkur bæjarbörn- unum á hestbak. Farið var niður að vatni til að veiða og vaða og ekki má gleyma öllum göngu- ferðunum sem þú fórst með okkur upp í fjall. Þú varst mikil blómakona þú áttir mikið af blómum inni og úti í garðinum þínum. Þú áttir líka skógrækt sem var þér dýrmæt. Þaðan þurftum við oft að reka kind- urnar hans afa í burtu. Þú varst mikill dýravinur, hundurinn þinn Týra tók oft á móti okkur þegar við komum til ykkar afa. Ekki má gleyma ferðunum í hænsnakofann, þær voru marg- ar. Oftast voru kettlingar hjá ykkur afa sem við krakkarnir rifumst um að hafa. Þú varst alltaf að brasa í eldhúsinu. Ým- ist að baka pönnukökur, lummur eða elda góðan mat. Það var aldrei neinn svangur hjá þér, þú passaðir upp á það. Þú varst svo hæfileikarík í höndunum við systkinin fengum oft prjónaðar peysur frá þér og ekki má gleyma útprjónuðu blómavett- lingunum sem þú gerðir handa svo mörgum. Elsku amma Sissa, þú varst alltaf svo hlý og góð við okkur. Við kveðjum þig með þessu ljóði sem okkur finnst svo fallegt. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú lifir áfram í hjörtum okkar þó svo að þú sért komin á annan stað. Hvíldu í friði. Kolbrún Kara, Arnar Snær, Eyþór Ernir og Ísak Páll. Sigurbjörg Sveinsdóttir ✝ IngibjörgGunnarsdóttir fæddist á Æsustöð- um í Langadal 11. október 1924. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu Ak- ureyri 5. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru Ísgerður Pálsdóttir frá Brettingsstöðum á Flateyjardal, S- Þing., f. 1885, d. 1971, og Gunn- ar Árnason, fæddur á Skugga- björgum í Grýtubakkahreppi, S- Þing., f. 1883, d. 1969. Bræður hennar voru: Páll, f. 1908, d. 1971, Árni, f. 1911, d. 1991, Hörður, f. 1915, d. 1985, Baldur, f. 1917, d. 1985, Örn, f. 1920, d. 1996, og Birgir, f. 1927, d. 1975. Barnsfaðir Ingibjargar var Jón Kristinsson, f. 16.11. 1925, bóndi í Lambey, Fljótshlíð- arhreppi, Rang. Foreldrar: Kristinn Jónsson, f. um 1895, d. 1. júlí 1950, kaupmaður á Húsa- vík, og Guðbjörg Óladóttir, f. 26.2. 1896, d. 24.10. 1960. Barn þeirra: 1) Gunnar Rafn Jónsson, læknir, f. 20.7. 1948. Maki Ingibjargar var Guð- mundur Karl Óskarsson, f. 15.9. 1930, d. 7.10. 2007 á Akureyri, iðnverkamaður. Foreldrar hans voru Óskar Sigvaldi Gíslason, f. 15.10. 1900 í Bakkagerði, Svarf- aðardal, d. 8.4. 1957 á Akureyri, húsasmíðameistari/múrara- meistari, og Agnea Tryggva- dóttir, f. 13.6. 1900, d. 24.9. 1995, húsfreyja á Akureyri. Börn þeirra: 2) Óskar Örn Guð- mundsson, f. 15.4. 1956, sjómað- ur. 3) Hörður Már Guðmunds- son, f. 25.11. 1957, skipstjóri, maki Kristín Sigrún Grét- arsdóttir, f. 18.9. 1958. 4) Her- mann Hrafn Guðmundsson, f. 15.11. 1960, netagerðarmaður, maki er Elín Gísladóttir, f. 29.6. 1961. 5) Ísleifur Karl Guð- mundsson, f. 2.7. 1963, sjómað- ur, maki Kristín Konráðsdóttir, f. 11.5. 1960. 6) Magnús Geir Guð- mundsson, f. 19.4. 1966, textasmiður. Barnabörnin eru 16 og langömmubörn- in 22. Ingibjörg ólst upp í Þverárdal í A-Hún. og stundaði nám í Laugaskóla í S-Þing. veturinn 1942-43 og í Kvennaskólanum á Blönduósi 1945-46. Haustið 1946 byrjaði hún að vinna í gestamóttöku Hótels KEA á Akureyri og vann þar og á skrifstofu hótelsins til 1953. Frá 1953-55 vann hún þar sem hótelstjóri. Árið 1955-57 vann Ingibjörg á skrifstofu KEA í viðskiptamannabókhaldi o.fl. Frá því um haustið 1957 til 1971 var hún heimavinnandi hús- móðir, en vorið 1971 byrjaði hún aftur að vinna á skrif- stofum Kaupfélags Eyfirðinga við ýmis störf, síðast um ára- fjöld í vöruinnkaupadeild frá 1992-1993 þegar hún hætti störfum. Eftir starfslok tóku við í meira mæli hin fjölmörgu áhugamál og hjartans viðfangs- efni. Umhyggja fyrir barna- börnum og uppvexti þeirra var í öndvegi og þeirra velferð. Ástin á landinu var alltaf í hjarta Ingibjargar og hún naut þess nú í ríkara mæli að ferðast sem víðast um það, njóta náttúrunn- ar og festa hana um leið á filmu. Ljósmyndun, hannyrðir af öllu tagi, ættfræðin og al- mennt góð mannleg samskipti urðu henni æ ríkari hugðarefni og áhugamál. Lestur góðra bóka og þá ekki síst með ljóðum og öðrum kveðskap skipaði sömuleiðis veglegan sess allar hennar ævi, allt fram á síðustu stundir. Jarðarförin fór fram í kyrr- þey 12. maí 2015. Látin er kær vinkona mín og frænka, Ingibjörg frá Þverár- dal A-Hún. Æskuheimili hennar ómaði af söng og glaðværð þau fimm sumur sem ég dvaldi þar fyrir sjötíu árum þegar heimsstyrj- öldin síðari geisaði og öll kaup- staðarbörn voru send í sveit. Hún tók mér strax sem litlu systur sinni og huggaði mig þegar myrkfælni og heimþrá hrjáðu mig. Inga var falleg heimasæta, hávaxin, bláeygð með þykkt ljóst hár og mikið eftirlæti foreldra sinna og bræðra. Ísgerður, móðir henn- ar, var dökk yfirlitum með augu sem geisluðu af góð- mennsku og var bókhneigð og ljóðelsk en Gunnar faðir henn- ar var glaðlegur maður, ljós- hærður og bláeygður, léttur á fæti og harðduglegur. Yngstu systkinin fjögur dvöldu þá heima við heyskap- inn og Baldur og Örn unnu að jarðabótum og keyptu saman sláttuvél sem gamla Brún var beitt fyrir. Þverárdalur var þá talinn kostajörð með fallegum rúmgóðum burstabæ sem stóð á háum bæjarhólnum. Ekkert rafmagn var komið og vatn ekki leitt inn svo margar ferðir fór ég út í læk að sækja vatn á meðan Ísgerður útbjó bragð- góðan mat og á meðan strokk- aði ég smjörið eða malaði ný- brenndar kaffibaunirnar og þá sagði hún mér sögur og æv- intýri og var mér mikill fræða- þulur. Gleði og kátína ríkti á heim- ilinu, sungið raddað svo betri og fallegri söng hafði ég ekki heyrt fyrr og man ég svo glöggt eftir björtum tenór Baldurs og djúpum hljómþýð- um bassa Arnar og gullfallegri rödd Ingu þar sem þau sungu fögur og rómantísk lög. Inga spilaði danslög á orgelið og Örn kenndi mér að dansa. Systkinin fóru í útreiðartúra á sunnudög- um og minnist ég þess hve Inga var geislandi falleg þegar hún reið Rauð föður síns niður dal- inn. Nokkrum árum síðar brugðu Ísgerður og Gunnar búi og fluttu ásamt Ingu til Ak- ureyrar og bjuggu þar til ævi- loka. Bjart er yfir minningu minni um Ingu og fjölskyldu hennar á æskuheimili hennar í Þverár- dal, því góða menningarheimili þegar allt var bjart og skemmtilegt og mótaði mig og þroskaði. Megi minningin um ástríka móður geymast í hjörtum sona hennar og barna þeirra. Erla Jónsdóttir. Ingibjörg Gunnarsdóttir Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar Það er með sár- um söknuði að við kveðjum elsku hjartans Óskar okk- ar. Við drúpum höfði harmi slegin og skiljum ekki hver tilgangurinn er með ótímabæru fráfalli ungs manns í blóma lífsins. Óskar var yndisleg- ur sonur sem bar okkur á hönd- um sér alla tíð. Hann hafði frá- bæra mannkosti að bera, kærleika, bros og hlýtt faðmlag. Hann mátti aldrei neitt aumt sjá og gerði allt hvað hann gat til þess að leysa úr málunum sem fyrst. Imba amma var prinsessan hans og kenndi honum trú á frels- arann okkar góða, Jesú Krist. Samband þeirra var einstakt, svo tekið var eftir. Fallegar og gleði- ríkar minningar hlýja manni um hjartarætur á stundum sem þess- um. Öll okkar ferðalög erlendis og hér heima voru ævintýraleg. Óskar sagði oft þennan gullmola: Höfum gaman, það er svo gaman. Hann var afar vinmargur og kom hann oft og iðulega með vini sína í heimsókn til okkar hjóna. Þá var mikið hlegið því hann var svo uppátækjasamur og mikill prakkari. Alla tíð vorum við í nánu sambandi við Óskar. Eigin- kona Óskars, Margarita, var hans klettur síðustu ár. Líkt og engill sendur að himnum ofan umvafði hún hann ást, kærleika, gleði og hlýju til hans hinsta dags. Að leiðarlokum sækir sorgin á hugann en jafnframt mikið þakk- læti fyrir einlæga vináttu og góð- ar minningar. Að lokaorðum kveðjum við Óskar Guðjón Einarsson ✝ Óskar GuðjónEinarsson fæddist 3. júní 1966. Hann lést 21. apríl 2015. Útför Óskars fór fram 13. maí 2015. Óskar Guðjón með eftirfarandi ljóðlín- um eftir Val Ár- mann Gunnarsson sem eru ortar í minningu Óskars. Þú varst afbragð allra sveina sem auðgaðir hvers manns hug. Þitt geðslag góða og hreina svo glettinn og fullur af dug. Nú genginn ert góði drengur til Guðs þú fórst á braut. Þín minning, oss mikill fengur þinn máttur að lokum þraut. Því minningin um þig er mögnuð svo mikil, þín mildi og trú. Í himnadýrð finna þeir fögnuð, fjöld engla þú tilheyrir nú. Með guðs blessun, pabbi og Sigurbjörg (Silla). Síðustu dagar og vikur hafa verið ansi erfiðar á svo ótrúlega margan hátt. Elsku, hjartans bróðir minn, Óskar Guðjón, er fallinn frá. Ég er ekki alveg búin að ná því að ég sitji hér og skrifi minningargrein um hann. Að hann sé farinn. Og sorgin er mikil og tárin fjöldamörg. En sorgin er gjaldið sem við greiðum fyrir kærleikann. Þó svo að Óskar Guðjón hafi verið 11 árum eldri en ég áttum við mjög einlæga vináttu og sér- staklega núna síðustu árin. Þau voru mörg trúnaðarsamtölin sem við áttum og alltaf gátum við hlegið þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur. Óskar Guðjón var mér góður bróðir og stór hluti af okkar fjöl- skylduheild, sem nú situr eftir í mikilli sorg og söknuði. Óskar Guðjón er mér mikil fyr- irmynd í mörgu og sérstaklega þegar ég stend á móti erfiðum verkefnum, þá bý ég að þeim orð- um sem okkur fóru á milli. Þrautseigja hans og jákvæðni var einstök. Þrátt fyrir að vera búinn að upplifa sjálfur erfiðan tíma og oft á tíðum ómögulegar aðstæður átti hann alltaf tíma til þess að hlusta, hughreysta, hvetja og gefa góð ráð þegar ég leitaði til hans. Með seigluna og lífsgleðina að vopni náði Óskar Guðjón að finna leiðir til þess að vinna að sínum lífsverkefnum. Ávallt fann hann aðferðir til þess að auðvelda erfið verkefni og útsjónarsemi hans var oft á tíðum, hreint út sagt, ótrúleg. Hann var örlátur að eðl- isfari og allir í kringum hann nutu góðs af velgengni hans. Fjölskyldan okkar hefur upp- lifað og gengið í gegnum ýmis áföll en alltaf höfum við náð að standa saman. Nú er stærsta áfallið að dynja á okkur og við er- um sem vængbrotinn fugl. Og þegar sorgin nístir búum við að öllum fallegu minningunum um Óskar Guðjón. Hans verður sárt saknað og það verður ætíð stórt skarð í hjörtum okkar. Elsku bróðir minn, takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og fyrir öll fallegu orðin og minning- arnar sem eftir sitja. Takk fyrir allan hláturinn, dansinn og gleðina. Þín er og verður ætíð sárt saknað. Ef eitthvað æðra og stærra en við er þarna úti þá veit ég að Imba, amma hans Óskars, er með strákinn sinn í fanginu. Ég kveð þig hér með ljóðinu sem farið var með þegar við kvöddum þig í hinsta sinn. Ég varðveiti minninguna um elsku þína eins og lítinn stein í lófa mínum. Í laumi sting ég hendinni í vasann og finn ávala mýkt steinsins. Fingurnir snerta steininn, hann liggur í lófa mér. Minningin um elsku þína gerir mig sterkari og harðari af mér, ég ætla ekki að detta. (Caroline Krook) Þín minnsta systir, Nílsína (Nílla). Elsku amma Þú varst búin að vera veik svo lengi en núna ertu frjáls. Við vitum að þér líð- ur betur núna og að afi, langamma og Þórunn systir þín hafa tekið á móti þér. Í okkar huga varst þú mjög sérstök kona og góð fyrirmynd fyrir allar konur í fjölskyldunni. Þú varst klár, sjálfstæð og mjög Greta Jóhanna Ingólfsdóttir ✝ Greta JóhannaIngólfsdóttir fæddist 8. júlí 1933. Hún lést 14. maí 2015. Útför Gretu fór fram 22. maí 2015 sterk. Þú kvartaðir aldrei þrátt fyrir erfið og löng veik- indi. Þú talaðir alltaf vel um alla og það var hægt að trúa þér fyrir hverju sem var. Við geymum minninguna um þig og yndislegar stundir með þér m.a. í sumarbú- staðnum, í fjölskylduboðum og á jólunum. Þessar stundir getum við heimsótt í huganum þegar við söknum þín. Takk fyrir allt. Laufey Tinna Guð- mundsdóttir og Inga Katrín Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.