Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 5
5
bókasafnið 37. árg. 2013
2. sjá vísanir í vefslóðir nokkurra íslenskra fræðitímarita í viðauka
3. sjá vísanir í vefslóðir nokkurra íslenskra fræðitímarita í viðauka
Með ritrýni er verið að tryggja gæði, trúverðugleika og
mikilvægi rannsóknargreinar. Meðan á ritrýniferlinu stendur
er handritið yfirleitt meðhöndlað sem trúnaðarskjal. Þó er
misjafnt hvernig að þessu er staðið því ritstjórnarstefnur tíma-
rita geta verið ólíkar. Þess vegna er nauðsynlegt þeim höf-
undum sem ætla sér að senda inn fræðigrein að lesa sér vel til
um leiðbeiningar og frágang handrita (American Psychologi-
cal Association, 2010). Það er auðsótt mál því núorðið eru
slíkar leiðbeiningar aðgengilegar á vefsíðum flestallra tíma-
rita.2
Ritrýnar sinna einskonar gæðaeftirliti með því að tryggja að
rannsóknargrein standist fræðilegar kröfur. Ritrýnir (e. revie-
wer) getur verið frá einum upp í hóp sérfræðinga (e. panel of
peers) á tilteknu fræðasviði, allt eftir umfangi og útgáfutíðni
tímarits (American Psychological Association, 2010; Hames,
2007). Samkvæmt Matskerfi opinberra háskóla (Matskerfis-
nefnd, 2011) telst ritrýni fullnægjandi þegar handrit/ritverk er
sent til að minnsta kosti tveggja ritrýna.
Opin – lokuð ritrýni
Ritrýni fer fram með ýmsum hætti. Lokuð ritrýni er ein sú al-
gengasta og er ávallt nafnlaus (Hames, 2007). Ef höfundur veit
ekki hver ritrýnir, en ritrýnir veit hver er höfundurinn kallast
ritrýnin hálfblind (e. single blinding). Ef höfundur og ritrýnir
vita ekki hvor af öðrum er ritrýnin blind (e. double blinding). Í
handbók APA (American Psychology Association, 2010) er
hins vegar talað um masked review in both directions til að lýsa
nafnleynd á báða bóga. Að sama skapi á að ríkja gagnkvæm
nafnleynd milli ritrýna, það er að þeir vita ekki hver af öðrum
séu þeir tveir eða fleiri (Hames, 2007). Blind ritrýni hefur sætt
gagnrýni meðal annars fyrir það hve erfitt getur verið að dylja
höfundareinkenni í handriti, til dæmis ef höfundur vísar oft í
heimildir eftir sjálfan sig. Það er því á hans ábyrgð að afmá sín
einkenni í handriti ef hann óskar þess að vera nafnlaus (Amer-
ican Psychological Association, 2010). Rannsókn van Rooyen
og félaga (1998) sýndi til dæmis fram á að meiri hluti ritrýna
áttu ekki í erfiðleikum með að geta upp á hver greinarhöf-
undur var. Slíkt ætti ekki að vera vandkvæðum bundið í litlu
fræðasamfélagi eins og á Íslandi. Hvað þá innan tiltekins
fræðasviðs háskóla eins og bókasafns- og upplýsingafræði.
Samkvæmt nýlegri vefkönnun þeirra Regher og Bordage
(2006) kom í ljós að meiri hluti þátttakenda (höfundar sem
hafa skrifað í tímaritið Medical Education) vildu halda áfram
að láta ritrýna greinarnar með gagnkvæmri nafnleynd (e.
double-blinding). Ef um er að ræða hálf- blinda ritrýni þar sem
ritrýnir veit hver höfundur er getur það haft áhrif á mat rit-
rýnis, bæði jákvæð og neikvæð. Mat ritrýnis skal ávallt byggj-
ast á hlutleysi. Þess vegna hafa margar ritstjórnir fræðirita
kosið að fara þá leið að nota blinda ritrýni bæði til að koma í
veg fyrir skekkju í mati og siðferðilega árekstra. Sjálfsagt fer
það eftir fræðasviðum hvað höfundar kjósa í þessu tilliti. Þess
má geta að ritstjórnir íslenskra fræðitímarita gera flestallar ráð
fyrir blindri ritrýni í verklagsreglum.3
Mat ritrýnis á fræðigrein getur verið þrenns konar: 1) Grein
er samþykkt og hægt að birta óbreytta eða með lítilsháttar
lagfæringum. 2) Grein er hafnað vegna þess að hún uppfyllir
ekki skilyrði um efni, form, aðferðafræði og framlag til nýrrar
þekkingar. 3) Grein er hafnað en hefur möguleika á birtingu
með því skilyrði að höfundur geri verulegar breytingar í sam-
ræmi við athugasemdir ritrýnis og ritstjóra (American Psycho-
logical Association, 2010; Hames, 2007).
Fagtímarit – fræðitímarit
Almennt er talað um tvær tegundir tímarita: fagtímarit, oftast
nefnd á ensku professional journals og fræðitímarit, á ensku
ýmist nefnd peer reviewed academic journals, academic journ-
als eða scholarly journals. Einnig getur tímarit verið blanda af
hvoru tveggja ef það birtir bæði ritrýndar fræðigreinar og al-
mennar greinar (Murray, 2005).
Munurinn á fag- og fræðitímariti er einkum fólginn í því að
fagtímarit miðast við ákveðna fagstétt sem hefur áhuga á
starfsþróun og algengt að þau nái til breiðari lesendahóps
(Kennan og Olsson, 2011; Murray, 2005). Aftur á móti eru
fræðitímarit vísindalegri, þau byggjast á rannsóknum og mati
á kenningum sem höfða til þrengri lesendahóps innan fræða-
samfélagsins (akademíunnar). Greinar sem falla undir þennan
flokk þurfa að standast fræðilegar kröfur. Er í þeim að finna
nýja aðferðafræðilega nálgun? Bætir rannsóknin einhverju
nýju við vísindin? Hvernig er hún samanborið við aðrar rann-
sóknir? Dæmi um fagtímarit nefna þau Kennan og Olsson:
Australian Library Journal og Australian Academic and Research
Libraries og dæmi um fræðitímarit: Information Research og
Journal of the American Society for Information Science and
Technology. Það sem einkennir fræðitímarit helst er að grein-
arnar í þeim eru skrifaðar af sérfræðingum fyrir aðra sérfræð-
inga og er ritrýni mikilvægasta sérkenni þeirra (Rakel Edda
Guðmundsdóttir, 2012; Ridley, 2012). Þó má geta þess að
meiri hluti þeirra sem leita í fræðitímaritin eru háskólanemar
(Kennan og Olsson, 2011). Óhætt er að fullyrða að íslenskir há-
skólanemar leita óspart í þau.
Eðli og efnistök Bókasafnsins
Tímaritið Bókasafnið hefur verið skilgreint sem fagtímarit. Það
hefur birt frá upphafi bæði almennar greinar og fræðandi
greinar auk annarra greinaskrifa svo sem um bækur og ráð-
stefnur. Viðtöl, minningargreinar, ljóð og margt fleira er að
finna í blaðinu. Fjölbreytileikinn hefur verið í fyrirrúmi og er
það vel. Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að birta greinar
sem byggjast á rannsóknum MLIS/MA nema og hafa þær án
efa ljáð tímaritinu fræðilegt gildi.
Eva Sóley Sigurðardóttir (2010) hefur gert efnistökum Bóka-
safnsins góð skil í grein sinni um tímaritið frá 1974-2010. Í