Bókasafnið - 01.05.2013, Side 6
6
bókasafnið 37. árg. 2013
henni reifar hún sögu tímaritsins frá upphafi en fyrsta tölublað
kom út árið 1974. Eva Sóley skiptir greinum Bókasafnsins í þrjá
flokka eftir því hvort markmiðið sé af lýsandi, hagnýtu eða
fræðilegum toga. Hún álítur að efni Bókasafnsins sé að mestu
leyti skrifað með lýsandi markmið í huga. En það sé hagnýtt að
því leyti að tímaritið hefur verið notað við kennslu í bókasafns-
og upplýsingafræði í áraraðir og komið mörgum nemendum
að gagni. Fræðilegt markmið tengir hún við rannsóknarverk-
efni meistaranema í bókasafns- og upplýsingafræði.
Fræðigreinar
Fræðigreinar (e. scholarly/academic journals articles) eru rit-
rýndar og eiga fyrst og fremst að birta áður óbirtar niðurstöð-
ur. Þær eiga að vera upprunalegar (e. original), sem þýðir að
þær hafa ekki birst áður í öðrum ritverkum. Þær eiga að miðla
nýrri þekkingu til fræðasamfélagsins sem byggjast á vísinda-
legum rannsóknum og hafa verið ritrýndar. Það er frumleiki
og framlag til nýrrar þekkingar sem skiptir sköpum í hverju
ritverki (American Psychological Association, 2010; Matskerf-
isnefnd, 2011).
Í megindráttum byggist fræðigrein á niðurstöðum rann-
sóknar eða gagnasöfnunar höfundar, gagnagreiningu og
túlkun. Uppbygging fræðigreina lúta ákveðnum lögmálum
þar sem fram þurfa að koma: útdráttur, inngangur, fræðilegt
yfirlit um rannsóknir annarra (e. literature review), aðferðar-
fræði, niðurstöður, umræða, lokaorð og heimildalisti (Americ-
an Psychological Association, 2010; Anna Bryndís Einarsdóttir,
Rúnar Helgi Vignisson og Einar Stefánsson, 2011; Bowen,
2010; Craswell, 2005; Einar Guðmundsson og Júlíus K. Björns-
son, 1995; Fallon, 2009a, 2009b; Friðrik H. Jónsson og Sigurður
J. Grétarsson, 2007; Kennan og Olsson, 2011; Murray, 2005).
Fleiri tegundir fræðigreina
Það eru til fleiri fræðigreinar en þær sem byggjast á rann-
sóknum og eigin gagnaöflun höfundar. Bowen (2010) talar
um fjórar tegundir fræðigreina og miðar við eigindlegar rann-
sóknir í félagsvísindum, þær eru: rannsóknargreinar (e. rese-
arch), yfirlitsgreinar (e. review), yfirlit um aðferðafræði (e. met-
hodological) þar sem mat er lagt á nýjar rannsóknaraðferðir
og rannsóknarsnið og kenningagreinar (e. theoretical). Í þeirri
síðastnefndu er ný kenning lögð fram og eða lagt mat á aðrar
kenningar sem áður hafa komið fram.
Vert er að staldra aðeins við yfirlitsgreinar sem ef til vill hafa
fallið í skuggann á greinum sem byggjast eingöngu á rann-
sóknum og gagnaöflun höfunda. Í yfirlitsgrein er fjallað á
gagnrýnin hátt um birtar rannsóknir á afmörkuðu sviði, rann-
sóknir eru teknar saman og bent er á aðferðafræðilega veik-
leika og styrk (American Psychological Association, 2010; Bo-
wen, 2010; Einar Guðmundsson og Júlíus K. Björnsson, 1995;
Kellsey, 2005; Ridley, 2012). Í grein sinni gerir Kellsey (2005)
grein fyrir nauðsyn þess að skrifa yfirlitsgreinar. Að hennar
mati hefur of lítið verið skrifað um hvernig eigi að skrifa slíkar
greinar. Kellsey beinir orðum sínum til bókasafns- og upplýs-
ingafræðinga og gefur þeim góð ráð um hvernig eigi að haga
þeim skrifum og leggur sérstaka áherslu á skipulagningu,
hvernig eigi að ráða bót á heimildagnóttinni. Það má segja að
yfirlitsgrein sé einskonar söguágrip rannsókna á tilteknu
fræðasviði sem auðveldar lesendum að bera saman rann-
sóknir annarra og átta sig á samhengi þeirra í fræðunum. Yfir-
litsgreinar eru til dæmis tilvaldar fyrir Bókasafnið. Uppbygging
þeirra er formföst og svipar til uppbyggingar fræðigreina. Hún
samanstendur af inngangi ásamt viðfangsefni eða rannsókn-
arspurningu (e. state of problem), yfirliti yfir fræðin (e. literat-
ure review), aðferðafræði, niðurstöðum, umræðum og loka-
orðum (Kellsey, 2005; Ridley, 2012). Það sem gildir hér er ekki
einungis umfjöllun og upptalning á fræðunum heldur þarf
einnig að koma fram gagnrýnið mat höfundar á áður birtum
niðurstöðum í „fræðalitteratúrnum“.
Ritrýnd tímarit og mikilvægi þeirra innan
háskólasamfélagsins
Á undanförnum árum hefur birtingum í ritrýndum tímaritum
fjölgað mikið. Fjöldi birtinga á Íslandi hefur margfaldast á ár-
unum 1984-2008. Heildarfjöldi birtinga á Íslandi fór úr 64 árið
1984 í 642 árið 2008. Hlutfallsleg fjölgun birtinga á Íslandi er
því um 900% (Rannsóknamiðstöð Íslands, 2010). Þessa aukn-
ingu má meðal annars rekja til síaukinnar kröfu til akadem-
ískra fræðimanna og kennara sem þurfa árlega að skila rann-
sóknarskýrslu þar sem árangur ársins er metinn til stiga og
ræður stigafjöldi röðun í launaflokk.4 Ritrýni og ritrýndar
greinar eru þar af leiðandi mikilvægur þáttur í útgáfuferli
tímarita hérlendis. Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir benti einmitt
á hið sama í fyrrnefndum tölvupósti þar sem hún tók fram að
háskólafólk legði mikið upp úr því að birta greinar sem hefðu
verið ritrýndar. Þær gæfu stig samkvæmt stigamatskerfinu á
verkum akademískra starfsmanna ef ritrýnin væri viðurkennd
innan stigamatskerfisins.
Stigamatskerfi opinberra háskóla og skilyrðin 19
Á vefsíðu Háskóla Íslands er að finna skjöl um Matskerfi opin-
berra háskóla og Flokkun íslenskra tímarita samþykkt af Mats-
kerfisnefnd (2011, 2012). Í matskerfinu má lesa um þau 19
skilyrði sem tímarit þurfa að uppfylla til að geta talist fræði-
tímarit og veita um leið akademísku starfsfólki stig fyrir rit-
rýndar birtingar. Matskerfið raðar tímaritum í þrjá flokka eftir
stigafjölda. Til frekari glöggvunar var ákveðið að birta hér öll
skilyrðin sem talin eru upp í skjali Matskerfisnefndar Háskóla
Íslands (2011, bls. 16):
Til að fá fimm stig (1. flokkur) þarf tímarit að uppfylla
eftirfarandi fjögur skilyrði:
1. Birting á áður óbirtum niðurstöðum.
2. Ritstjóri og ritstjórn eru með framhaldsmenntun á
fræðasviðinu og með umtalsverða rannsóknareynslu.
4. sjá http://www.hi.is/sites/default/files/oldSchool/leidbeiningar_um_framtal_starfa.pdf