Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 8
8
bókasafnið 37. árg. 2013
Samkvæmt upplýsingum á vef Háskóla Íslands voru braut-
skráðir bókasafns- og upplýsingafræðingar með MLIS-gráðu
frá Háskóla Íslands 47 talsins á tímabilinu 2005 til 2012 (Háskóli
Íslands, 2012a). Þess má geta að námsbrautin hefur nú sett á
fót skýrar námsleiðir til sérhæfingar í MA-námi til þess að
bregðast við síaukinni eftirspurn eftir slíkum námsleiðum (Há-
skóli Íslands, 2012b). Þar sem þeim nemendum fjölgar ört sem
útskrifast með MLIS eða MA gráðu er nauðsynlegt að skapa
þeim þann vettvang sem þeir þurfa til að birta rannsóknir sínar.
Bókasafnið er eini vettvangur fyrir meistara- og doktorsnema
til að koma á framfæri þekkingu sinni í íslensku fagtímariti.
Þessir nemendur geta birt rannsóknargreinar í tímaritið með
þrennum hætti: Í fyrsta lagi með hefðbundnum hætti, eins og
þær hafa birst hingað til og þegar hefur verið greint frá. Í öðru
lagi geta þeir skrifað grein út frá lokaverkefninu á meðan á
þeirri vinnu stendur og áður en þeir útskrifast. Í þriðja lagi geta
þeir unnið með tiltekið efni/þema úr rannsókninni sem ekki
kemur fram í lokaverkefninu. Meistaranemar til dæmis safna
oft meiru af góðum gögnum heldur en þeir nota í lokaritgerðum
sínum til þess að hafa þær ekki of langar. Það er tilvalið að
vinna með þessi umframgögn sem hafa orðið eftir þannig að
greinin yrði ekki nema að hluta með sömu gögnum og birt
voru í lokaritgerð viðkomandi. Þetta þýðir að ef valin er leið tvö
eða þrjú uppfylltu þær greinar skilyrði eitt samkvæmt mats-
kerfinu um áður óbirtar niðurstöður og yrðu þar af leiðandi
ritrýndar af tveimur ritrýnum.
Eins og áður hefur verið fjallað um (sjá kaflann „Fleiri tegund-
ir fræðigreina“) eru til fleiri tegundir fræðigreina en þær sem
byggjast á rannsóknum nemenda, kennara og fræðimanna.
Það eru yfirlitsgreinarnar (e. literature review) sem vert er að
leggja meiri áherslu á. Að mati ritnefndar henta þær afar vel
fyrir Bókasafnið og falla vel að ritrýni. Áhugasamir höfundar
eru því hvattir til að senda inn slíkar greinar. Það skal tekið fram
að fyrirhugað er að birta á vef Bókasafnsins fleiri leiðbeiningar
um greinaskrif fyrir höfunda, til dæmis hvernig eigi að breyta
rannsóknarverkefni í tímaritsgrein sem hefur reynst mörgum
þrautin þyngri. Þangað til og ef væntanlegur höfundur finnur
ekki þær upplýsingar sem hann leitar að á vefnum má alltaf
senda fyrirspurn til ritnefndar eða ritstjóra á bokasafnid.tima-
rtit@gmail.com. Ritnefnd lumar á ýmsum hagnýtum ráðum
um greinaskrif og hún tekur gjarnan við ábendingum.
Lokaorð:
Markmið ritnefndar á næstu misserum er að stefna að fimm
stigum sem ætti að vera auðsótt mál þar sem aðeins vantar tvö
skilyrði af þeim fjórum sem krafist er af Matskerfisnefnd Há-
skóla Íslands. Ritnefnd sér jafnframt glitta í þann möguleika að
ná 10-15 stigum í framtíðinni sem verður ef til vill í höndum
þeirrar ritnefndar sem tekur við. Það tekur tíma að festa ritrýni
í sessi og þróa. Sú vinna felst meðal annars í að búa til tengsl-
anet, leita til sérfræðinga á sviðinu sem eru reiðubúnir til að
ritrýna fyrir Bókasafnið. Það þarf að semja fleiri og ítarlegri
leiðbeiningar fyrir höfunda og gátlista fyrir ritrýna. Ritnefnd
mun vinna að þessu í áföngum á meðan hún starfar næstu
misserin.
Verði þetta að veruleika yrðu ef til vill kennarar, doktors-
nemar og aðrir fræðimenn við námsbraut í bókasafns- og
upplýsingafræði viljugri til þess að skrifa greinar í Bókasafnið
fái þeir þær metnar til stiga innan stigamatskerfisins. Bóka-
safnið er kjörinn vettvangur til þess að koma á framfæri rann-
sóknum og öðrum fræðigreinum í bókasafns- og upplýsinga-
fræði. Ritnefnd bindur vonir sínar við að sem flestir, innan jafnt
sem utan háskólasamfélagsins, leggi Bóksafninu lið með því
að senda inn fræðigreinar til ritrýni.
Abstract
The purpose of this article is to outline the peer review pro-
cess as practised by the academic journal Bókasafnið and the
prerequisites laid down by the Evaluation System for Public
Universities (ESPU) regarding peer review status. In order to
determine its position in respect to peer review, the editorial
board of Bókasafnið took part in a survey, the findings of
which are discussed here together with what course of action
it is considering for the immediate future. It first defines the
concept of peer review and its importance in academic/schol-
arly journals and then looks at the differences between schol-
arly/academic journals on the one hand and professional jo-
urnals on the other, enumerating and explaining their respec-
tive characteristics. It subsequently lists and examines the re-
sults of the survey in which the editorial board participated. It
concludes that Bókasafnið fulfils none of the five criteria
necessary to qualify as a peer reviewed journal and that, in
turn, means that academic staff receive no research points for
publishing peer reviewed articles therein. One of the main
consequences of failing to achieve peer review status is that
academics are now reluctant to continue submitting articles
to Bókasafnið. Since their salaries are partly dependent on the
number of scholarly articles they publish in peer reviewed
journals, they will naturally seek to publish elsewhere. Finally,
this article looks at the editorial board’s policy regarding the
peer review process and what revisions it will have to make if
it wishes to receive ESPU endorsement as an official peer re-
viewed journal.
Heimildir:
American Psychological Association. (2010). Publication Manual of the
American Psychological Association (6. útgáfa). Washington, DC:
Höfundur.
Anna Bryndís Einarsdóttir, Rúnar Helgi Vignisson og Einar Stefánsson.
(2011). Leiðbeiningar um ritun fræðigreina. Læknablaðið, 97, 483-485.
Ágústa Pálsdóttir. (2009). Framhaldsnám á meistarastigi í bókasafns- og
upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Bókasafnið, 33, 4-6.
Bowen, G. A. (2010). From qualitative dissertation to quality articles:
Seven lessons learned. The Qualitative Report, 15(4), 864-879. Sótt 15.
mars af http://search.proquest.com/docview/757175184?accountid=27513
Craswell, G. (2005). Writing for Academic Success: A Postgraduate Guide.
London: Sage Publications.