Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 10

Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 10
10 Til fj ölda ára hafa nákvæm og öguð vinnubrögð bókavarða við skráningu og fl okkun þekkingar verið vatn á myllu Upplýsinga- stefnunnar (Ólöf Benediktsdóttir, 2009). Í dag er ekki laust við að óstjórnleg margföldun upplýsinga á veraldarvefnum vinni gegn sannfæringu manna um þá vegferð framfara. Sú trú að sannleikurinn muni frelsa menn einskorðast ekki við kristin trú- arbrögð. Tæknin hefur nefnilega ævinlega borið fyrirheit um frelsun þekkingar (Davis, 2004). Í nýlegri grein í tímaritinu The Atlantic er haft eftir ónafn- greindum fyrrverandi yfi rmanni tæknimála Amazon.com að í stafrænu formi hafi meira af gögnum verið búin til árið 2009 en í gjörvallri mannkynsögunni frá upphafi og til loka ársins 2008 samanlagt (Yi, 2012). Í greininni er það verkefni að safna þessum gögnum, fl okka og skrá nefnt kíkótískt sem vísar til ævintýra- legra og óraunhæfra fyrirætlana Don Kíkóta margt fyrir löngu. Tæknilega hugtakið yfi r þetta aukna gagnamagn er gagnagnótt (e. big data) og bendi ég áhugasömum á fyrirlestur Boyd og Crawford um áskoranir tengdar meðhöndlun hennar (2011). Hlutverk Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns Markmiðið með lögum nr. 20/2002 um skylduskil til safna er að tryggja að unnt sé að varðveita til frambúðar íslenskan menn- Tæknivæðing þekkingar ingararf. Reglugerð um skylduskil nr. 982/2003 mælir fyrir um að „vefsíður og önnur gögn – sem birt eru eða gerð aðgengileg almenningi á hinum íslenska hluta veraldarvefsins, það er þjóð- arléninu .is, svo og efni sem birt er á öðrum lénum á íslensku eða af íslenskum aðilum“ séu skilaskyld. Íslenskum vefsíðum er reglubundið safnað með hálf-sjálfvirkum hætti (Kristinn Sig- urðsson, 2005). Vefsíðurnar eru hvorki skráðar né fl okkaðar og eru ekki leitarbærar, til þess vantar tæknilegar lausnir. Aðgengi að þeim er því háð því að notandinn þarf að vita vefslóðina fyrir- fram. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 142/2011 um Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn áréttar að meðal verkefna safnsins sé „a ð þaulsafna íslenskum gögnum, meðal annars með viðtöku skylduskila samkvæmt lögum, svo og að afl a erlendra gagna er varða íslensk málefni, skrá þau, veita aðgang að þeim og varð- veita til framtíðar“. En ljóst er að á 21. öldinni er slíkt verkefni ofviða jafnvel heilli herdeild kíkótískra bókasafns- og upplýs- ingafræðinga. Þá er ennfremur ljóst að tölvuforrit teljast al- mennt ekki skilaskyld en tölvuleikir og ýmis konar margmiðlun- arefni á stafrænu formi eru menningararfur framtíðarkynslóða.1 Þetta vekur upp frekari spurningar um hvort unnt sé að fram- fylgja lögum um skylduskil. 1. Í þingsályktunartillögu um varðveislu íslenskrar menningararfl eifðar á stafrænu formi, sem lögð var fram á Alþingi síðastliðið haust og er í umfj öllun í nefnd sem stendur, er ekki fj allað um þessa stafræna menningu heldur lögð höfuðáhersla á stafræna endurgerð menningarverð- mæta „fyrri alda, áratuga og ára“ eins og það er orðað (Þingskjal 158, 2012-2013). Hrafn H. Malmquist útskrifaðist með MLIS-gráðu í febrúar 2013 og hafði fyrir BA-gráðu í stjórnmálafræði. Hann hóf störf við skylduskiladeild Landsbókasafns Íslands – Háskólasafns á árinu 2013 þar sem hann sérhæfi r sig í rafrænu efni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.