Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 11
11
bókasafnið 37. árg. 2013
Frjáls og opinn hugbúnaður
Samhliða hraðri þróun og útbreiðslu internetsins hefur hreyf-
ingunni í kringum frjálsan og opinn hugbúnaði vaxið ásmeg-
in. Þekktasta dæmið þar um er Linux-stýrikerfið sem er í víð-
tækri notkun á netþjónum um allan heim. Í opinberri stefnu
íslenskra stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað er hvatt
til notkunar á honum í þeim tilvikum sem hugbúnaðurinn
býður upp á sambærilega virkni og séreignarhugbúnaður
(Forsætisráðuneytið, 2007).
Ástæðurnar eru þær að opinn og frjáls hugbúnaður er oft
hannaður með hliðsjón af opnum stöðlum (opnir staðlar auka
meðal annars líkurnar á auðveldri yfirfærslu gagna á milli hug-
búnaðarkerfa), hann býður upp á meiri sveigjanleika (hægt er
að breyta hugbúnaðinum eftir þörfum), og að lokum er komið
í veg fyrir möguleikann á fastbindingu heildsalans (e. vendor
lock in).2
Opinberir aðilar jafnt sem einkaaðilar nota í auknum mæli
opinn hugbúnað. Þjóðarbókhlaðan notast við CMS Made
Simple-vefumsýslukerfið og Háskóli Íslands, Ríkisútvarpið og
Þjóðskjalasafnið eru á meðal stórra stofnana sem hafa innleitt
vefumsjónarkerfið Drupal. Þjóðskjalasafn valdi Drupal meðal
annars vegna þess að það var ódýrasti kosturinn og bauð auk
þess upp á mikinn sveigjanleika. Ákvörðunin var einnig tekin
með hliðsjón af stefnu ríkisstjórnarinnar um að opinberar
stofnanir skuli frekar nota frjálsan og opinn hugbúnað. Hag-
kvæmni og opinber stefna eru atriði sem taka þarf ríkulega
tillit til í rekstri opinberra stofnana í dag.
Tæknileg þekking
Ýmsar vísbendingar eru svo sem uppi um að gagnagnótt og
aukið tæknistig kalli á breyttar áherslur í þekkingarstjórn.
Merkingafræðilegar (e. semantic) leitarvélar á borð við Wol-
fram|Alpha skilja raunverulega merkingu spurninga og svara í
samræmi við þann skilning. Upplýsingaarkitektúr er nýleg
undirgrein bókasafns- og upplýsingafræðinnar þar sem sér-
stök áhersla er lögð á skipulagningu og utanumhald gagna
(Eva Ósk Ármannsdóttir, 2011). Nýleg meistararitgerð höf-
undar um íslensku Wikipediu sýnir fram á vaxandi vinsældir
hennar og er Wikipedia (enska og íslenska) gott dæmi um
speki mannfjöldans (e. wisdom of crowds) sem er að einhverju
marki talin réttmæt þekkingarlind (Hrafn H. Malmquist, 2013).
Ætla má að skilin á milli forritunar, eða tölvunarfræði, og
bókasafns- og upplýsingafræði muni minnka. Til marks um
þetta má nefna að Hinn konunglegi bókasafns- og upplýs-
ingafræðiskóli í Danmörku hefur frá og með júní 2010, breytt
um nafn og heitir nú Háskóli upplýsingafræðinnar (d. Det In-
formationsvidenskabelige Akademi). Áherslan er í auknum
mæli þverfræðileg, bókasafnið sem slíkt virðist mega missa
sín, eða bækur í öllu falli. Við Álaborgardeild Háskóla upplýs-
ingafræðinnar er hægt að fara í sérhæft meistaranám í upp-
lýsingaarkitektúr og má geta þess að Íslendingur, Hildur Fjóla
Svansdóttir, var í hópi fyrsta árgangs sem útskrifaðist.3 Svo
annað dæmi sé tekið, eru kennd valkvæð námskeið í bóka-
safns- og upplýsingafræði í Háskólanum í Pittsburgh í Banda-
ríkjunum þar sem nemendur læra meðal annars SQL-gagna-
grunnsfyrirspurnarmálið og uppsetningu á DSpace fyrir staf-
ræn bókasöfn.4
Í Háskóla Íslands er bókasafns- og upplýsingafræði kennd til
BA-gráðu og einnig meistaragráðu (MA og MLIS fyrir nem-
endur með annan bakgrunn en bókasafns- og upplýsinga-
fræði). Nokkur vandræðagangur hefur verið með kennslu í
námskeiðinu BÓK090F Vefstjórnun - MLIS5 á MLIS-stigi og
samkvæmt reglum háskólans má ekki bjóða upp á námskeið á
grunnstigi sem hluta af meistaranámi. Þetta þýðir að meist-
aranemum í bókasafns- og upplýsingafræði stendur hvorki til
boða TÖL101G Tölvunarfræði 16 né TÖL306G Vefforritun7 sem
eru valnámskeið fyrir grunnnema í bókasafns- og upplýsinga-
fræði. Höfundi er kunnugt um að hætt hafi verið kennslu í
gagnasafnsfræði við bókasafns- og upplýsingafræðideild Há-
skóla Íslands vegna fjárskorts.
Höfundur þessarar greinar er nýútskrifaður úr MLIS-námi
við Háskóla Íslands. Þar sat hann námskeiðið BÓK108F Inter-
netið og upplýsingamiðlun – MLIS sem er skyldunámskeið.8
Enda þótt sá fyrirvari sé hafður á að námskeiðinu sé ætlað að
vera inngangur er það álitamál hvort háskólinn verði ekki að
gera meiri kröfur til nemenda á námskeiðinu, sér í lagi til nem-
enda á meistarastigi. Til þess að gera bragarbót á þekkingu
minni á forritun sótti höfundur diplómanám í forritun hjá Nýja
tölvu- og viðskiptaskólanum. Þessu innskoti er ekki ætlað að
vera auglýsing en höfundur getur óhikað mælt með því.
Að hlaða Rafhlöðuna
Rafhlaðan nefnist rafrænt varðveislusafn Landsbókasafns Ís-
lands – Háskólabókasafns. Verkefninu var fyrst hleypt af stokk-
unum árið 2010. Í mars 2011 innihélt safnið 567 færslur. Í mars
2012 voru færslurnar orðnar 2.275 talsins. Áætla má að árlega
útgefið rafrænt efni á vegum opinberra stofnana skipti hundr-
uðum titla.
Sem dæmi má taka smáritið Dagur leikskólans 6. febrúar: við
bjóðum góðan dag – alla daga, sem er sex blaðsíður og er að-
gengilegt í rafrænu formi á vef Stjórnarráðsins (Menntamála-
ráðuneytið, 2008). Magn smárita, skýrslna og annars slíks efnis
2. Fastbinding nefnist það þegar viðskiptavinur verður háður seljanda þjónustu vegna takmarkana, oft tæknilegra eða fjárhagslegra, við að færa
viðskiptin annað.
3. Sjá http://www.studyguide.aau.dk/programmes/postgraduate/53279/
4. Sjá http://www.ischool.pitt.edu/lis/courses/descriptions.php#technology
5. https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=10514520126
6. https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=08711120126
7. https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=08715320126
8. https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=10510320126