Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 16
16 bókasafnið 37. árg. 2013 sem hafa leitt af sér ný vinnubrögð og stóraukna þjónustu. Eitt helsta leiðarstefið í þessum breytingum hér á landi hefur verið aukin samvinna milli safna, sem er möguleg vegna tæknilegra lausna. Löng hefð er fyrir samvinnu bókasafna, en á síðustu árum hafa bæst við ýmsir möguleikar svo sem með stofnun Landkerfis bókasafna. Fyrirtækið rekur sameiginlegt bóka- safnskerfi og vefinn Gegnir.is fyrir langflest bókasöfn á landinu og svo leitarvélina Leitir.is sem tengir saman gögn úr Gegni og stafrænt efni frá ýmsum aðilum. Samvinna safnanna við skrán- ingu og flokkun í Gegni sparar gífurlegar fjárhæðir og gefur bókasöfnunum færi á að veita mun víðtækari þjónustu en áður. Í Gegni eru margskonar verkferlar og innri kerfi sem söfnin geta notað, svo sem aðfangaskráning, vörutalning með hillulista, námsbókasafn og fleira. Kerfið býður einnig upp á ýmsar þjónustur fyrir notendur svo sem aðgang að forðaupp- lýsingum bókasafnanna, en þar má sjá hvar gögn eru að finna, millisafnalán, heimildaleitir, eigin síður og fleira. Þá býður Landsaðgangur eða Hvar.is upp á sífellt aukinn og auðveldari aðgang að erlendu vísinda- og fræðiefni. Efnið af Hvar.is er einnig aðgengilegt á Leitir.is og Google Scholar en meginhugsunin er sú að notandinn geti átt margar greiðar leiðir að því efni sem bókasöfnin búa yfir. Önnur dæmi um samvinnu er til dæmis vefurinn Skemman.is, þar sem háskóla- bókasöfnin hafa sameinast um rekstur varðveislusafns fyrir nemendaritgerðir og skrif háskólakennara. Ýmis fleiri sam- starfsverkefni eru á döfinni svo sem samlag um aðgang að vef- Dewey. Önnur mikilvæg ástæða fyrir lagabreytingunum eru ýmsar breytingar á sveitarstjórnarstiginu, en sveitarfélögum á land- inu hefur fækkað verulega undanfarin ár og verkefni þeirra hafa einnig breyst. Eftir efnahagshrunið 2008 hafa bókasöfn orðið að aðlaga reksturinn að sífellt minni fjárveitingum og þá er samstarf við aðrar stofnanir innan sama sveitarfélags lykil- atriði við að nýta fjármunina sem best. Samstarf út á við er einnig gefandi og það samstarf sem hefur náðst á landsvísu eins og hér er rakið, skiptir öllu máli til þess að halda uppi öflugri bókasafnsþjónustu í landinu. Helstu nýmæli og breytingar í frumvarpinu Undir nýju lögin falla öll bókasöfn í landinu sem rekin eru fyrir opinbert fé. Einu sérlögin eru fyrir Landsbókasafn Íslands – Há- skólabókasafn en skv. 4. gr. þeirra laga skal safnið stuðla að samstarfi, samræmingu og þróun starfshátta bókasafna og veita þeim faglega ráðgjöf. Áfram verða ákvæði um rekstur skólasafna í grunnskólalögum og lögum um framhaldsskóla og þar fyrir utan eru bókasöfn nefnd í ýmsum fleiri lagabálkum svo sem höfundalögum og sérlögun nokkurra stofnana. Úr gildi falla lög um almenningsbókasöfn nr. 36/1997, lög um Blindrabókasafn Íslands nr. 35/1982 og lög um bókasöfn prestakalla nr. 17/1931. Bókasöfn eru skilgreind sem þekkingarveitur og fræðslu- stofnanir í nýju lögunum. Lögð er mikil áhersla á sameiginleg- ar skyldur og þarfir bókasafna og skv. 2. gr. skulu þau sameig- inlega mynda bókasafnakerfi landsins. Safnkostur þeirra skal vera aðgengilegur eftir því sem við verður komið og upplýsingar um hann skulu einnig vera aðgengilegar öllum. Þetta þýðir að þau söfn sem falla undir lögin þurfa að skrá efni sitt í Gegni eða önnur kerfi sem eru aðgengileg öllum. Afnumin er skipting í bókasafnaumdæmi og felld út ákvæði um sérstök bókasöfn í sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra og í fangelsum. Þess í stað komi samstarf og samrekstur. Ný- mæli er að bókasöfnin skuli ýta undir ánægjulestur og efla upplýsingalæsi almennings. Bókasafnaráð skal vera ráðherra og stjórnvöldum til ráð- gjafar um stefnumörkun um starfsemi bókasafna og í því skulu sitja fimm fulltrúar, einn tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, einn af samtökum forstöðumanna almenningsbókasafna, tveir af Upplýsingu og einn án tilnefningar. Ráðherra skipar formann og varaformann. Landsbókavörður og forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands skulu sitja fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétt. Ráðgjafarnefnd um málefni almenningsbókasafna verður lögð af og verkefni hennar flytjast til bókasafnaráðs. Önnur verkefni ráðsins felast í að setja reglur um söfnun og úrvinnslu tölfræðilegra upplýsinga um bókasöfn á Íslandi, setja bókasafnasjóði úthlutunarreglur, veita umsagnir um styrkumsóknir úr bókasafnasjóði auk annarra verkefna samkvæmt ákvörðun ráðherra. Lög um Hljóðbókasafn Íslands (áður Blindrabókasafn Ís- lands) eru felld inn í lögin og öll ákvæði um starfsemina ein- földuð. Nafninu er breytt, meðal annars með vísan til þjón- ustu við fleiri þjóðfélagshópa en blinda og samráðshópur skipaður fulltrúum helstu notendahópa kemur í stað form- legrar stjórnar. Eitt mikilvægasta ákvæðið í nýju lögunum er stofnun bóka- safnasjóðs og er tilgangurinn að efla starfsemi bókasafna með því að styrkja rannsóknir og þróunar- og samstarfsverk- efni á sviði bókasafna- og upplýsingamála. Þessi sjóður er sambærilegur við sjóði eins og húsafriðunarsjóð, fornleifa- sjóð og safnasjóð og verður fjármagnaður með sama hætti og þeir, með framlögum á fjárlögum. Ekki er þó gert ráð fyrir neinum fjárveitingum í fjárlögum fyrir árið 2013. Þarna er kominn grundvöllur fyrir fjármögnun rannsókna- og þróunar- starfs sem hefur svo sárlega vantað fyrir bókasöfnin. Þá eru að lokum skýrari heimildir en áður til gjaldtöku vegna útlána, þjónustu, dagsekta og bóta fyrir glatað eða skemmt safnefni. Framkvæmd Tilgangur laganna er að efla starfsemi og samvinnu bóka- safna eins og segir í 1. gr. þannig að þau geti sem best sinnt hlutverki sínu sem þekkingarveitur og fræðslustofnanir sem halda uppi virkri og fjölþættri upplýsingaþjónustu á sem flestum sviðum og tryggja jafnframt varðveislu þess menn- ingararfs sem bókasöfn hafa að geyma. Þau eiga að jafna að- gengi að menningu og þekkingu og endurspegla sem flest sjónarmið. Það er einnig hlutverk safnanna að vera þjónustustofnanir sem starfa í þágu almennings og þau skulu ekki rekin í hagn- aðarskyni. Sveitarfélögum er skylt að standa að rekstri al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.