Bókasafnið - 01.05.2013, Síða 17
17
bókasafnið 37. árg. 2013
menningsbókasafna og samkvæmt 18. gr. skulu framlög til
þeirra ákveðin í árlegri fjárhagsáætlun sérhvers sveitarfélags,
og framlög til bókasafna í skólum, stofnunum og sérfræði-
safna skulu ákveðin í árlegri fjárhagsáætlun viðkomandi
skóla, stofnana eða eigenda sérfræðibókasafna. Bókasöfnun-
um er heimilt að innheimta gjöld fyrir þjónustu sína saman-
ber 19. gr. en mikilvægt er að þau séu ekki hærri en raun-
kostnaður við þjónustuna og nái yfir laun þess starfsfólks sem
sinnir þjónustunni og sérstökum efniskostnaði við hana. Þá er
vert að vekja athygli á að gjafir og fjárframlög til bókasafna
eru frádráttarbær til skatts í samræmi við ákvæði laga um
tekjuskatt, nr. 90/2003.
Heimilt er að sameina bókasöfn ef slíkt er talið henta og
einnig eru ákvæði um þjónustu- og samstarfssamninga milli
bókasafna og einnig er heimilt að gera þjónustusamninga við
tiltekin bókasöfn um sértæka þjónustu samanber 12. og 13.
gr.
Mikilvægt er að skipað verði í bókasafnaráð sem fyrst og að
fjármögnun fyrir bókasafnasjóð verði tryggð á næsta fjár-
lagaári. Þá er einnig mikilvægt að koma söfnun og úrvinnslu
tölfræðiupplýsinga um og fyrir bókasöfnin á viðunandi form.
Þar þarf að koma til samstarf við Landskerfi bókasafna, Hag-
stofu Íslands og fleiri aðila.
Það er von mín að nýju lögin þjóni hagsmunum bókasafna
í landinu og verði til þess að efla þau og styrkja.
Abstract:
Library Law 2012 – One Library System
In June 2003, the Minister of education appointed a commit-
tee to revise the library legislation in Iceland. The goal was
one law for all publicly funded libraries and to develop a li-
brary system. After several attempts and wide consultation,
the Bill was presented at Althingi in the autumn of 2012. It
passed and became law in December 19th 2012. At the same
time, the laws for the National and University Library of
Iceland were revised and new statutes were adopted in
September 2011. The main reasons for the revisions are
technological changes in the operations of libraries, giving
opportunities for large cooperation projects on a national
basis, and changes in the structure municipalities of Iceland.
The number of public libraries has decreased because of
municipality merger over the last decades.
The main changes are one law for all libraries and the
collective responsibilities and needs of the libraries are
emphasized. Libraries are defined as knowledge providers
and educational institutions and together they form a library
system for the country. A Library Council shall be an advisory
body for the Minister and the government. A Library Fund is
also established in order to fund research and innovation
projects in the field of librarianship. Library holdings shall be
accessible for all and information about holdings shall be
publicly available. Laws about the Library for the blind are
now part of the legislation, emphasizing service to all people
that can not read print.
Heimildir
Bókasafnalög nr. 150/2012.
Lög um almenningsbókasöfn nr. 36/1997.
Lög um Blindrabókasafn Íslands nr. 35/1982.
Lög um bókasöfn prestakalla nr. 17/1931.
Lög um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn nr. 142/2011.
Lög um tekjuskatt nr. 90 / 2003.
Myndlistarlög nr. 64/2012.
Safnalög nr. 141/2011.