Bókasafnið - 01.05.2013, Page 26
26
bókasafnið 37. árg. 2013
Einnig hafa starfsmenn sótt ráðstefnur og námskeið hér á landi
og erlendis og hefur verið mikilvægt fyrir sérhæfð söfn að geta
sótt þekkingu til annarra landa þar sem í sumum tilfellum
er ekkert sambærilegt safn starfandi hér á landi. Þau hafa
einnig verið meðlimir í félögum sem tengjast starfinu bæði
hér á landi og erlendis. Sérstök félög rannsóknarbókasafna
og heilbrigðisvísindabókasafna hafa verið starfandi hér
á landi. Heilbrigðisvísindabókasöfn hafa verið meðlimir
í norrænum, evrópskum og bandarískum félögum fyrir
heilbrigðisvísindabókasöfn. Einnig hafa þau birt greinar
og haldið fyrirlestra hér á landi og erlendis. Stærsta félag á
sviði sérfræðibókasafna er The Special Library Association
(skammstafað SLA) sem var stofnað árið 1909 og eru
alþjóðleg samtök með 12.000 félagsmönnum og 59 deildum á
heimsvísu. Ráðstefnur eru haldnar ár hvert með um 5000-6000
þátttakendum. Eftir efnahagshrunið 2008 hafa starfsmenn
lítið getað sótt ráðstefnur erlendis og þar með ekki verið virkir
þátttakendur í erlendri samvinnu.
Framtíðin 2013 – 2020
Spáð er að aðeins 20% af safnkostinum muni verða eign safn-
anna í náinni framtíð og staðsettur á safninu, en um 80% gagna
verði gögn sem safnið hefur samið um rafrænan aðgang að
(Susan Gibbons, 2010). Safnkostur verður keyptur eða samið
um aðgang að gögnum eftir þörfum í tæka tíð. Þetta er breyt-
ing frá því að safnkostur var byggður upp til öryggis og val
gagna oft eingöngu í höndum þeirra sem á safninu störfuðu
með væntanlegan notanda í huga. Meira verður um pöntun
bókakafla í stað bóka og greina í stað tímarita. Prentun mun
breytast þannig að prentað verður aðeins þegar þörf krefur.
Starfsmenn munu miðla og beina notendum að efninu. Minna
verður varðveitt nema innlent efni. Eflt verður miðlægt að-
gengi að safnkosti um til dæmis Landsaðgang, Landskerfi og
varðveislusöfn.
Allt efni mun vera í opnum aðgangi samkvæmt markmiðum
Evrópusambandsins. Unnið er að þessu verkefni með verkefni
þeirra Horizon 2020, the EU’s Framework Programme for Rese-
arch and Innovation (2014-2020) (European Commission,
2010).
Fyrir 10 árum var haldinn fundur í Búdapest þar sem stofnuð
voru samtök til að vinna að framgangi opins aðgangs. Þetta
frumkvæði er talið vera upphafið að opnum aðgangi. Í tilefni
10 ára afmælis Budapest Open Access Initiative (BOAI) árið
2012 birtu samtökin nokkrar tillögur fyrir næsta áratug OA
hreyfingarinnar og má nefna meðal annars: Varðveislusöfn
ættu að vera hjá sérhverri þjóð og ætti hver þjóð að sjá um að
varðveita innlent efni í opnum aðgangi. Eitt varðveislusafn ætti
að vera fyrir eldra efni á prenti. Söfnin ættu að skrá og miðla
staðbundnu efni innanlands og utan í opnum aðgangi. Prenta
ætti aðeins þegar þörf krefði (Budapest Open Access Initiative,
2012).
Útgáfa tímarita mun taka miklum breytingum. Nú þegar eru
komin á markaðinn tímarit sem sýna dæmi um þær breyt-
ingar. Þessi tímarit birta ritrýnt lokahandrit greina. Handritin
tengjast risavöxnu gagnasafni þar sem hægt er að nálgast
öll gögn sem tengjast handritinu og býður upp á nákvæma
greiningu gagna. Útgáfustarfsemin mun breytast og ný módel
verða þróuð. Líklegt er að það verði opin ritrýni og mikil dreif-
ing starfsþátta. Tækni mun bjóða upp á nýjar lausnir eins og
snjallsíma og tölvur, 2D, 3D tækni og 4D sem mun nýtast vel í
útgáfumálum.
Starfsfólk safnanna mun verða með aukna alþjóðlega sam-
vinnu. Þeir sem starfa á söfnunum þurfa að hafa góða þekk-
ingu á höfundarétti, varðveislusöfnum, stöðlum, lýsigögnum
(e. metadata) útgáfu vísindagreina, varðveislu og skráningu
vísindagagna. Þeir verða að geta leiðbeint höfundum vísinda-
greina og vera leiðandi í allri tækni varðandi útgáfu. Í þessum
nýju verkefnum liggja tækifærin fyrir bókasafnsfræðinga. Sagt
er að bókasafnsfræðingurinn verði leiðsögumaður um heim
upplýsinga í samræmi við þarfir notenda en til þess þarf hann
að búa yfir góðum samskiptahæfileikum sem og mjög góðri
tækniþekkingu.
Ljóst er að aðgangur Íslendinga að vísindaefni hefur stórauk-
ist á síðastliðnum tólf árum. Þróun upplýsingatækni hefur
gegnt þar lykilhlutverki. Bókasafnsfræðingar hér á landi verða
að vera framsæknir og duglegir að koma sinni þekkingu á
framfæri eigi þeir að halda sínum stöðum innan stofnana og
fyrirtækja þar sem störfin eru að breytast.
Á söfnunum mun þjónustan felast í beinum samskiptum á
vefnum. Millisafnalán eða greinaþjónusta mun aukast. Fræðsla
verður stór þáttur bæði hvað varðar útgáfumál, höfundarétt og
varðveislusöfn. Aukinn stuðningur við vísindastarfsemi mun
verða áberandi. Árangursmælingar munu verða stórauknar og
öflug kerfi munu styðja við þær sem bókasafnsfræðingar munu
taka þátt í að byggja upp og miðla frá þeim grunnum. Stuðn-
ingur við að birta greinar og halda utan um efnið sem vísinda-
skrif voru byggð á verða í verkahring bókasafnsfræðinga ef
þeir sækjast eftir því.
Vonandi verða söfnin áfram staður í þeirri mynd sem við
þekkjum og að sá staður verði upplýsingatorg og vinnuað-
staða vísindamanna, starfsfólks og nema. Tækifærin eru til
staðar og vonandi berum við gæfu til að nýta þau.
Heimildir:
Berlin Declaration on Open Access to Knowledge in the Sciences and Humani-
ties. (2003). Sótt 6. mars 2013 af http://oa.mpg.de/lang/en-uk/berlin-
prozess/berliner-erklarung/
Bókasafnalög nr. 150/2012
Budapest Open Access Initiative. (2012) BOAI 10 Recommendations. Sótt 15.
desember 2012 af http://www.opensocietyfoundations.org/openac-
cess/boai-10-recommendations
European Commission. (2010). Horizon 2020; the EU Framework Programme
for Research and Innovation. Sótt 15.desember 2012 af http://ec.europa.
eu/research/horizon2020/index_en.cfm?pg=h2020
Forsætisráðuneytið. (1996). Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýs-
ingasamfélagið. Sótt 15. desember af http://www.forsaetisraduneyti.is/
utgefid-efni/listi/1996
Forsætisráðuneytið. (2004). Auðlindir í allra þágu – Stefna ríkistjórnarinnar
um upplýsingasamfélagið 2004-2007. Sótt 15. desember 2012 af http://
www.forsaetisraduneyti.is/utgefid-efni/listi/2004